Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2015, Blaðsíða 57
Helgarblað 25.–29. júní 2015 Fólk Viðtal 41
að heiman á milli þess sem mamma
henti mér út.“
Eign eldri manns
Sigríður segir hörkuna í dópgren
um borgarinnar mikla. „Þetta er
svo ljótur heimur. Ég seldi mig fyr
ir dópi, peningum, mat, húsaskjóli,
áfengi. Bara öllu. Mér fannst líkam
inn minn ógeðslegur og svo hrika
lega skítugur að mér var sama um
allt,“ segir hún og játar því aðspurð
að það séu menn þarna úti sem séu
tilbúnir til að greiða fyrir kynlíf með
tólf ára börnum. „Það er nóg af þeim
og þetta eru ótrúlegustu menn, alls
staðar að úr samfélaginu. Sama
hvað þeir heita eða hvaða störfum
þeir gegna, þeir eru allir til í þetta.
Ég var eign eins manns sem átti
dóttur á mínum aldri. Þessi mað
ur átti strippstað niðri í bæ sem ég
rambaði inn á. Honum leist svona
vel á mig og bauð mér heim til sín
þar sem hann spurði mig hvort ég
vildi ekki hafa gaman og í staðinn
myndi hann gefa mér það sem ég
vildi því hann ætti nóg af pening
um. Eftir það varð ekki aftur snúið,
hann bara átti mig. Ef ég var stödd
í partíi og hann hringdi sendi hann
leigubíl eftir mér. Þessi maður átti
konu og börn. Þetta er svo sjúkt. Eftir
smá tíma held ég að honum hafi ver
ið farið að þykja smá vænt um mig
og ég notaði fyrsta veikleikamerkið
gagnvart mér til að sleppa í burtu. Ég
hef lent í verri mönnum. Ég hef ver
ið með marbletti og sár í klofinu, hef
verið mynduð og hótað með mynd
böndum, verið kyrkt og neydd til að
gera hitt og þetta sem ég vildi ekki
gera.“
Réðst á útlending
Sjálf segist Sigríður hafa verið of
beldisfull. „Allt sem ég upplifði
og allt sem ég varð vitni að byrgði
ég innra með mér. Ég sá ýmislegt,
enda er þetta viðbjóðslegur heim
ur. Ég var rosalega reiður unglingur.
Einu sinni réðst ég á útlending. Ég
var niðri í bæ og þessi maður var að
reyna að tala við mig og aðra stelpu.
Hann var frekar ágengur og þegar
ég sá hvað hún var hrædd við hann
blossaði reiðin upp í mér. Mér tókst
að koma andliti hans niður á jörðina
og munninum á gangstéttarkant
inn og sparkaði svo í höfuðið á hon
um svo tennurnar í honum brotn
uðu. Mér líður ennþá svo skelfilega
illa yfir þessu og veit ekkert hvaða
maður þetta var. Mig langar svo að
biðja hann afsökunar. Ég gleymi
aldrei öllu blóðinu og tönnunum
á stéttinni. En þarna var mér slétt
sama. Ég fann ekki fyrir neinni iðr
un. Svona ofbeldi einkenndi mína
neyslu, blóð og alls konar ógeð.
Löggan náði mér samt aldrei og ég
er ekki á sakaskrá.“
Fékk nóg
Sigríður fór í fyrstu meðferðina á
Vogi þegar hún var að verða tvítug.
„Þá var ég farin að sjá hlutina í réttu
ljósi og langaði í almennilegt líf. Ég
vissi að það sem ég var að gera var
engin framtíð og leiddi ekkert gott af
sér. Ég var orðin meðvituð um hvað
þetta var rangt. Mig langaði að eign
ast fjölskyldu og heimili og jafnvel
mennta mig einhvern tímann, fá
þessa rútínu í líf mitt eins og ég sá
hjá öðrum,“ segir hún og bætir við að
systkini hennar hafi ekki farið þessa
leið. „Bróðir minn er í háskólanámi
í Frakklandi og þótt systir mín hafi
lært ýmislegt af mér þá er hún heil
steypt og skýr stelpa í dag.“
Íhugaði sjálfsvíg
Fyrir tæpum þremur árum varð
Sigríður ófrísk. Hún hélt sér edrú
á meðgöngunni en féll síðast fyrir
ári síðan, þegar pabbi hennar lést.
„Ég fór strax á sama stað og ég var
á áður en ég hætti. Ég varð bara svo
reið þegar pabbi dó. Ég var nýbú
in að tala við hann og hann sagðist
ætla að tala við mig á morgun, bauð
mér góða nótt og sagðist elska mig.
Morguninn eftir bankaði mamma
ásamt presti hjá mér og sagði mér að
pabbi hefði dáið í svefni. Ég get ekki
ennþá farið upp að leiðinu hans,
ég er svo reið við hann að hafa far
ið,“ segir hún og játar því að skömm
in sé mikil að hafa fallið eftir að hún
varð mamma. „Að falla og eiga lítið
barn er hræðilegt; ógeðslegasta til
finning sem ég hef upplifað. Mér
fannst ég svo viðbjóðsleg að ég gat
ekki knúsað barnið mitt. Ég hugsaði
um að enda líf mitt því mér fannst ég
hafa brugðist honum. Pabbi hans er
ekki til staðar en ég passaði að hann
væri hjá mömmu á meðan ég var í
neyslu. Hann er vanur mömmu svo
það fór ekki illa um hann. Það er
ekkert sterkara en fíknin. Það er bara
þannig. Ég trúði því aldrei að fíknin
væri virkilega sterkari en móður
ástin, ekki fyrr en ég upplifði það
sjálf.“
Vaknar virkur fíkill
Sigríður hefur nú verið edrú í fjóra
mánuði og er staðráðin í að standa
sig. „Ég mæti á fundi, stunda
prógrammið mitt og er með sponsor.
Auk þess hef ég umlukið mig fólki
sem er óvirkt og skipt um símanúm
er. Ég reyni að gera allt sem ég get til
að eiga gott líf. Samt hef ég alltaf á
bak við eyrað að ég er jafn stutt frá
neyslu eins og sá sem er að nota. Á
hverjum degi vakna ég sem virkur
fíkill og þarf að vinna vinnuna til að
eiga séns á því að eiga góðan dag. Ég
er þakklát fyrir að vera til staðar fyr
ir son minn í dag en geri mér fulla
grein fyrir því að ég get engan veg
inn verið fullkomin. Ég mun gera
mistök á ævinni þótt það verði ekk
ert endilega þessi mistök aftur. Ég
mun reyna mitt besta í dag og enn
betur á morgun, í hans þágu,“ seg
ir hún og bætir við að hún reyni að
hugsa sem minnst um fortíðina. „Ég
vil ekki svekkja mig á því sem er búið
að gerast heldur reyni að bæta sjálfa
mig frá degi til dags. Ég hef samt ekki
fyrirgefið sjálfri mér en er að vinna
í því. Það er næsta sporið; að biðja
sjálfa mig afsökunar og taka mig að
eins í gegn. Ég er einnig að berjast
við afleiðingar andlegs ofbeldis úr
sambandi sem ég var í en sá mað
ur reif sjálfstraustið og sjálfsmynd
mína í frumeindir í næstum tvö ár.“
Stimpluð og yfirgefin
Sigríður, sem býr hjá móður sinni,
vinnur í sjoppu af og til, aðal
lega upp í skuldir. „Sambúð okk
ar mömmu gengur ágætlega. Svo
lengi sem við erum ekki að rifja upp
gamla tíma og tilfinningar sem eft
ir á að vinna úr gengur þetta þokka
lega. Ég á samt langt í land áður
en ég get fyrirgefið henni það sem
gerðist í æsku. Hún gerði eflaust það
besta sem hún gat á sínum tíma,
með þá vitneskju sem hún hafði,
en ég vildi óska að það hefði ver
ið brugðist við af meiri ást; að ein
hver hefði reynt að skilja hvað það
var sem kallaði á fíkniefnin og reynt
að hjálpa mér. Þess í stað var ég
stimpluð og yfirgefin. Auðvitað eru
takmörk fyrir því hvað hægt er að
leggja á fjölskyldur en það er aldrei
í lagi að ýta barninu út í horn. Höfn
un foreldra er það versta. Börn þurfa
ást og afskiptasemi og þá vitneskju
að foreldrarnir verði alltaf til staðar
og dæmi þau ekki.“
Kraftaverk að vera á lífi
Þrátt fyrir allt neitar Sigríður að líta
á sig sem fórnarlamb. „Þessi heim
ur er mjög ljótur en það er hægt að
komast upp úr honum. Það eina sem
maður þarf að gera er að horfa fram
á við. Ég var kannski fórnarlamb á
þeim tíma sem hlutirnir áttu sér stað
en um leið og þeir voru búnir var ég
ekki lengur fórnarlamb. Maður verð
ur að vera fús til að þiggja hjálp en
eflaust verð ég aldrei jafn heil mann
eskja og sú sem hefur aldrei prófað
þennan heim en ég er fús til að leita
leiða til að þroskast andlega,“ segir
hún og kinkar kolli þegar hún er innt
eftir því hvort hún finni fyrir fordóm
um í sinn garð. „Fólk er alltaf snöggt
að dæma, það hefur aldrei verið
vandamál en það hjálpar mér ekk
ert að vera gröm og bregðast harka
lega við sleggjudómum annarra.
Annars ræði ég þessi mál lítið en veit
að æskuvinkona mín er mjög stolt af
mér og furðar sig á því hversu heil
ég er miðað við allt. Það er eigin
lega kraftaverk að ég hafi ekki dáið
úr ofneyslu eða barsmíðum,“ segir
Sigríður sem ætlar að gera allt sem
hún getur til að hún og sonurinn eigi
möguleika á góðu lífi. „Ég var lengi
hjá Hugo Þórissyni sálfræðingi sem
nú er látinn. Eins hef ég farið til Stíga
móta en fannst ég fá betri hjálp hjá
Hugo. Ég hef alls ekki unnið nægi
lega mikið í þessu öllu en málið er að
ég hef ekki efni á að ferðast í bæinn
frá Grindavík til Stígamóta eða til að
sækja mér geðhjálp. Það kostar svo
mikið. Ég er bara að reyna að vinna í
þessu sjálf. En ég stefni á að leita mér
meiri hjálpar þegar ég hef tök á því.
Mig langar að fá hjálp.“ n
„Ég reyndi að ýta
þessu frá mér
en fór fljótt að fá geð-
veikisköst og skera mig
Sigríður Sigríður var komin á götuna tólf ára.
H E I L S U R Ú M
SUMAR
TILBOÐ
ROYAL BASE
Stök dýna 21.595 kr. - NÚ 12.957 kr.
Með botni 66.235 kr. - NÚ 39.741 kr.
(90x200 cm)
ROYAL CORINNA
Stök dýna 64.900 kr. - NÚ 51.920 kr.
(153x200 cm) Einnig til í öðrum stærðum