Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2015, Blaðsíða 68

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2015, Blaðsíða 68
52 Lífsstíll Helgarblað 25.–29. júní 2015 www.steypustodin.is Hafðu samband og láttu sérfræðinga okkar aðstoða þig við að finna réttu lausnina. Hringhellu 2 221 Hafnarfjörður Hrísmýri 8 800 Selfoss Smiðjuvegi 870 Vík Malarhöfða 10 110 Reykjavík Berghólabraut 9 230 Reykjanesbær 20 YFIR TEGUND IR AF HELLU M Graníthellur og mynstursteypa Graníthellur hafa mun lengri endingartíma en venju legar hellur. Þær henta vel fyrir bílaplön, torg, stíga, þrep, litlar hleðslur og garða. Mynstursteypa er sniðug lausn í plön, stíga og verandir. Gæði, fegurð og góð þjónusta 4 400 400 Fjárfesting sem steinliggur vv Dulinn og táknrænn heimur n Orrifinn-skartgripir eru fyrir konur og karla n Hafa sent frá sér fjórar skartgripalínur O rrifinn er íslensk skartgripa­ hönnun sem fetar framandi slóðir. Hönnuðirnir hanna skart fyrir bæði kynin og því eru allir gripir ætlaðir bæði konum og körlum. Skartið er ýmist hannað úr málmi, silfri og gulli og leitað er nýrra aðferða í sköpun og gerð skartsins. Að flétta málm er ein þeirra aðferða sem notaðar eru. Skartgripirnir eru í skemmti­ lega rokkuðum stíl en á sama tíma minna þeir mann á æviforna ætt­ bálka. Óhætt er að segja að gripirnir beri sterkan karakter og erfitt er að finna sambærilega hönnun eða slík­ an heim sem skapaður hefur verið í kringum skartið. Í hverri skartgripalínu sem Hönnunarteymið Helga og Orri hafa skapað má finna mikla sögu og afar táknrænan innblástur. Orrifinn hefur undanfarið hlotið athygli utan landsteinanna og munu tveir gripir verða sýndir á alþjóðlegri samsýn­ ingu í París í haust. Á Hönnunarmars var einnig mikið skrifað um vörurn­ ar af erlendum bloggurum sem heill­ uðust af skartinu. Hönnunarhornið spurði Helgu Friðriksdóttur skartgripahönnuð nokkurra spurninga. Hvað er Orrifinn? Orrifinn Skart­ gripir er skartgripavörumerki Helgu Friðriksdóttur og Orra Finnboga­ sonar sem hanna og smíða skart­ gripina saman. Þau hófu samstarf sitt 2012 og hafa gefið út fjórar skart­ gripalínur saman; Akkeri, Scarab, Fléttu og Verkfæri. Hver er bakgrunnur ykkar í skartgripageiranum? Orri er menntaður gullsmiður með sérhæf­ ingu í demantaísetningu en Helga hefur starfað í hönnunargeiranum undanfarin sjö ár. Hvert sækið þið innblástur? Það er svo margt og mismunandi sem heillar okkur, við heillumst af hvers­ dagslegum hlutum og framandi hlut­ um í senn. Akkerið er t.d. gott dæmi um tákn sem við ölumst upp með alls staðar í kringum okkur verandi eyjaskeggjar umkringd sjó. Scarab er okkur hins vegar meira framandi tákn og var mikið notað af Forn­Eg­ yptum til verndar og til að færa gæfu. Hver er uppáhaldslínan ykkar og af hverju? Það er erfitt að velja en auðvitað á fyrsta línan okkar, Akkeri, alltaf sérstakan stað í hjarta okk­ ar. Annars erum við líka sérstaklega ánægð með hversu góðar viðtökur Fléttu­línan fékk frá fyrsta degi enda er hún klæðileg og fjölbreytt. Þótt hún hafi verið erfið í fæðingu heppn­ aðist hún vel þótt við segjum sjálf frá. En uppáhaldsskartgripur? Helga tekur aldrei af sér gull Akkeris­men­ ið sem var það fyrsta sem við gerðum og því í ákveðnu uppáhaldi. Annars hrúgum við öllum línunum á okkur, blöndum öllu saman og skiptumst á að nota allt enda henta allar línurnar báðum kynjum. Orri hefur til dæm­ is verið mikið með rakhnífs­hálsmen úr Verkfæra­línunni og Fléttu­arm­ böndin. Hvert stefnið þið með vörumerk­ ið ykkar? Að halda áfram að gera það sem okkur langar, að fylgja innsæi okkar og hafa gaman af vinnunni. Hafið þið hlotið erlenda athygli? Já, já, það var til dæmis mikið blogg­ að um okkur af erlendu bloggurun­ um og blaðamönnunum sem komu á Hönnunarmars, erlend sjónvarps­ stöð tók líka viðtal. Nýlega voru tvö stykki eftir okkur valin á stóra alþjóð­ lega samsýningu sem verður í París í haust. Eigið þið ykkur erlenda fyrir­ mynd? Fyrirmyndir okkar eru Nick Cave, Bob Dylan, Patti Smith, Frida Kahlo og allir hinir hversdag­ stöffararnir. Þau væru öll flott með Orrifinn­skart! Hvar er hægt að nálgast skart- gripi frá Orrifinn? Í Reykjavík fást skartgripirnir okkar á verkstæðinu okkar að Skólavörðustíg 17a, í Mýr­ inni og Rhodium í Kringlunni, í Kraum og My Concept Store í miðbænum og í Baugar og bein í Hafnarfirði. Utan höfuðborgarsvæð­ isins fást þeir í Kaupmanninum á Ísafirði og í Húsi handanna á Egils­ stöðum. n Skemmtileg vísun í forna tíma Samkvæmt lýsingu á Scarab-skartgripalínunni dregur hún nafn sitt af forn-egypskum verndargrip og líkja skartgripirnir eftir bjöllum úr Scarabaeidae-bjölluættinni. Forn-Eg- yptar töldu bjöllurnar heilagar þar sem hegðun þeirra þótti hliðstæð hlutverki sólarguðs þeirra. Líkt og sólarguðinn ýtir sólinni inn í sjóndeildarhringinn veltir Scarab-bjallan moldarkúlu á undan sér en í henni geymir bjallan eggin sín. Bjallan er því tákn hringrásar- innar og endurfæðingarinnar og heiðra skartgripir Scarab-línunnar þessi tákn. Fallegir skartgripir Hver einasti skartgripur í Scarab-línunni er með vísun í bjölluna fornu. Alltaf með akkerið Uppáhaldsskart- gripur Helgu er akkerismenið sem hún tekur nánast aldrei af sér. Fyrir bæði kynin Orri ber sjálfur oftast fléttuarmböndin. Helga og Orri Hönnunarteyminu tókst að finna leið til að flétta málm í heila skartgripalínu sem inniheldur hálsmen, hringi, armbönd og eyrnalokka. Hönn- unar- Horn Kolfinna Von Arnardóttir kolfinna@artikolo.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.