Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2015, Blaðsíða 54
Helgarblað 25.–29. júní 201538 Fólk Viðtal
örugglega alltaf búa við það að ein
hverjir Eiríkar Bergmannar úr kreðs
um annars staðar í pólitíska litrófinu
reyni að útmála þá á sinn hátt.“
En hefði nú ekki verið betra fyrir
Framsóknarflokkinn að taka fast á
framgöngu borgarfulltrúa flokks-
ins í síðustu borgarstjórnarkosning-
um? Ýmis ummæli um múslíma voru
á þann hátt að miðjuflokkur getur
varla lagt blessun sína yfir þau.
„Þetta er mjög gott dæmi um það
hvernig menn notuðu tilefni til að
draga upp mynd af flokknum. Mér
þótti það þá og þykir það enn vera
eitthvert lægsta pólitíska bragð og
framganga sem ég hef séð frá því ég
byrjaði í stjórnmálum og þótt mun
lengra væri aftur litið. Þetta mál hefði
aldrei þurft að snúast um meira en
skipulagsmál en í stað þess að ræða
málið á þeim forsendum var reynt
að gera það að einhverju allt öðru
en það var. Borgarfulltrúar Fram
sóknarflokksins máttu sæta mjög
grimmum árásum andstæðinga
sem hugsanlega leiddu til þess að
þeir fóru að verja sig með ummæl
um sem þær hafa síðan viðurkennt
að voru óviðeigandi. En í grunninn
er þetta dæmi um mál þar sem sama
vitleysan var endurtekin nógu oft til
að koma ákveðnum stimpli á stærri
hóp fólks.
Það var ekki bara ráðist á fram
bjóðendur flokksins heldur flokk
inn allan og dregin upp mynd af
honum sem gengur svo þvert á það
sem einkennir fólk í þessum flokki.
Mín reynsla af framsóknarfólki um
allt land er að það sé upp til hópa
gott fólk sem má ekkert aumt sjá, er
jafnréttissinnað og velviljað öllum.
Mér var svo misboðið vegna þessa
að ég mun seint gleyma því. Það er
ómerkilegasta form af stjórnmálum,
að ráðast á hópa og stimpla þá fyrir
eitthvað sem þeir eru ekki sekir um
og reyna um leið að upphefja sjálfa
sig.“
Hótun um óþægilega
fjölmiðlaumfjöllun
Ég verð að spyrja um fjárkúgunar-
málið margfræga. Hvað kom fram í
fjárkúgunarbréfinu?
„Ég man það nú ekki orðrétt. Lög
reglan tók bréfið og ég á ekki eintak af
því. Innihald þess hefur að flestu leyti
komið fram í fjölmiðlum. Þarna stóð
eitthvað tiltölulega óljóst um það að
upplýsingar sem tengdust fjölmiðla
málum myndu koma sér mjög illa
fyrir mig og því hótað að ef ég hefði
samband við lögreglu yrði búin til
óþægileg fjölmiðlaumfjöllun.“
Hvað er rétt í því, hefurðu komið ná-
lægt fjármögnun Pressunnar eða DV?
„Nei, eins og ég hef lýst ítrekað yfir
og segi enn og aftur þá veit ég ekkert
um það með hvaða hætti eigenda
skiptin á DV báru að og ég veit ekkert
meira um eignarhald á Vefpressunni
og þau viðskipti öll en komið hefur
fram í fjölmiðlum.
Það hafa ýmsar sögur verið í gangi
um aðkomu mína eða Framsóknar
flokksins að þessum fjölmiðlum og
það virðist sem sumir fyrrverandi
eigendur DV hafi kennt Framsóknar
flokknum um það að þeir misstu yf
irráðin á blaðinu og gremjist það
mjög.“
Hvernig varð þér við að fá bréf eins og
þetta?
„Það var ekki þægilegt. Þar var
sérstaklega tekið fram að verið væri
að fylgjast með mér eða heimilinu og
þótt ég hafi lent í ýmsu í þessu starfi
er ég ekki vanur að sjá slíkt. Ráð
herrar eru hvattir til að láta vita ef
eitthvað þessu líkt gerist og við hjón
in gerðum það strax. Lögreglan gerði
síðan þær ráðstafanir sem hún taldi
eðlilegar.
Þarna var verið að blanda fjöl
skyldu minni í málið. Stjórnmála
menn eru, þrátt fyrir allt, ýmsu van
ir og ég get ímyndað mér að það sé
verra að vera maki stjórnmálamanns
heldur en að vera stjórnmálamaður
inn sjálfur. Þá er ég að tala almennt,
ekki bara um þetta bréf. Stjórnmála
maðurinn er í pólitískum slag frá degi
til dags á meðan makinn fylgist með
af hliðarlínunni og er jafnvel stund
um dreginn inn í málin að ósekju.
Það getur verið erfitt hlutskipti.“
Takmörkuð samskipti við
forvera
Víkjum að allt öðru. Það heyrist að
þú eigir góð samskipti við Davíð
Oddsson. Leitarðu ráða hjá honum,
eins og haldið er fram, og kannski
hjá forsetanum líka?
„Það er hefð fyrir því að forseti
og forsætisráðherra hittist við og
við, það hefur ekki verið mjög reglu
lega en við höfum haldið í þá hefð
að hittast þegar færi gefst og það eru
alltaf skemmtilegir fundir þar sem
farið er yfir gang mála almennt.
Í þessu starfi hef ég rekist á Davíð
Oddsson hér og þar eins og aðra
forvera. Þar sem hann er í öðrum
stjórnmálaflokki en ég þá takmarkar
það samskiptin. Það væri afar
óvenjulegt ef ég færi að líta á fyrr
verandi formann úr öðrum stjórn
málaflokki sem ráðgjafa. Reyndar
má segja að samskiptin við aðra for
vera mína hafi líka verið takmörk
uð, vinsamleg þegar ég hitti þá en
ekki mjög pólitísk. Hins vegar hef
ég á stundum spurt, ekki bara fyrr
verandi forsætisráðherra heldur líka
forsetann og jafnvel aðra fyrrverandi
stjórnmálamenn, út í reynslu þeirra
af hinu og þessu. Það er æskilegt að
hafa sem mestan skilning á liðnum
atburðum og því sem aðrir hafa ver
ið að fást við.“
Hvernig eru samskipti þín við Bjarna
Benediktsson?
„Þau eru mjög góð. Bjarni Bene
diktsson er einn skemmtilegasti
maður sem ég þekki. Reyndar er
það þannig að ráðherrarnir eru hver
um sig að elta sína dagskrá og stór
hluti dagsins, vikunnar og mánað
arins fer í að bregðast við henni.
Ríkisstjórnar fundirnir eru þó alltaf
á sama stað og þeir nýtast vel og
stundum sitjum við saman eftir þá
og ræðum málin.
Það er fleira sem verður fórnar
lamb dagskrárinnar. Ég gerði
ítrekaðar tilraunir til að hreyfa
mig meira og var búinn að taka
frá klukkutíma á dag í það. En um
leið og eitthvað kom upp á sá ég
að þarna var laus klukkutími og
ákvað að hreyfa mig bara daginn
eftir. Þannig gekk það dag eftir dag
og viku eftir viku. Þetta leystist um
tíma þegar nokkrir samstarfsmenn
í forsætisráðuneytinu fóru með
mér í ræktina. Þá var komið banda
lag um þessa tíma og gekk ágæt
lega og veitti sannarlega ekki af
því ég var kominn úr öllu formi og
orðinn alltof feitur. Ég þarf reyndar
að taka mig ennþá meira á, sérstak
lega varðandi mataræði. Ég er alltaf
að reyna að passa mig, en svindla
stundum, eins og þegar ég borðaði
kökusneið í þinginu sem varð að
frétt um allt land og víðar. En það er
ansi erfitt að svindla á mataræðinu
þegar þjálfarinn fær strax tilkynn
ingu um það í fréttum.“
Hótanir vegna haftamála
Það hafa verið í gangi alls kyns
slúður sögur um þig, hvernig tekurðu
slíku?
„Um leið og ég byrjaði í stjórn
málum fóru menn að hafa mikl
ar skoðanir á mér. Svo urðu til alls
konar sögur. Margar þóttu mér
fyndnar en sumar óviðeigandi.
Árið 2009 tók ég upp á því að safna
sögum um sjálfan mig og ætlaði
að búa til topp 10 lista, bara til að
hafa gaman af þessu. Svo hætti ég
að sinna því en enn þann dag í dag
heyri ég alls konar sögur. Ég hef ekki
látið það pirra mig mikið og í sum
um tilvikum þótt þær fyndnar. Ég
hef samt tekið eftir því að margir
trúa þessum sögum. Þannig virðast
þær ná þeim tilgangi sem ætlast er
til og skapa efasemdir. Það er hluti
af stjórnmálataktík að dreifa skipu
lega sögum um andstæðinginn og
í algjörri andstöðu við hugsjónina
um það hvernig stjórnmál eiga að
virka.
Ég veit að ákveðnir aðilar sem
vildu hafa áhrif á umræðuna út af
haftamálunum fóru skipulega að
dreifa ýmsum sögum um mig og
þá með það að markmiði að reyna
að draga úr trúverðugleika mínum
og skaða möguleika mína á því að
hafa áhrif á gang mála. Og talandi
um fjárkúgun og hótanir þá hef ég
meira að segja fengið hótanir úr
þeim ranni.“
Hvers eðlis?
„Þess eðlis að ríkisstjórnin væri
að ganga þannig fram gagnvart
þessum aðilum að við myndum fá
að gjalda þess fylgdum við þessari
stefnu áfram. Menn væru í aðstöðu
til að skaða okkur verulega.
Það er mjög hættulegt fyrir stjórn
málin ef það er orðin baráttuleið að
leggjast í persónuofsóknir og hóta
mönnum og telja það bestu leiðina
til að ná sínu fram.“
Frábærar stundir með
dótturinni
Starf forsætisráðherra er annasamt
og lítill tími til frístunda. Blaðamað
ur hafði heyrt að Sigmundur Davíð
máli í frístundum og spyr hvort svo
sé. „Ég gerði það hérna áður fyrr og
fannst það mjög skemmtilegt,“ segir
hann. „Þetta voru aðallega landslags
myndir, mest teikningar og vatnslita
myndir en ég hef líka prófað olíuliti.
Ég hef ekki sinnt þessu neitt að ráði
eftir að ég byrjaði í þessu starfi. Það
hefur einfaldlega ekki unnist tími til.
Það væri hins vegar gott að venja sig á
að taka til tíma til að mála vegna þess
að það er ein besta leiðin til að slaka
á. Vonandi næ ég að sinna listinni
aftur.“
Að lokum er hann spurður um
fjölskyldulífið en hann og eiginkona
hans, Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiga
þriggja ára dóttur. Hann segir: „Við
vorum áðan að tala um forvera mína
í stjórnmálum og eldri stjórnmála
menn og samskipti mín við þá. Það
er mjög áberandi hversu duglegir
þeir eru að koma með ábendingar
eða ráðleggingar um að maður verði
að eiga tíma með fjölskyldunni til að
slaka á. Allir stjórnmálamenn klikki
á þessu og geri sér ekki grein fyrir því
fyrr en eftir á hversu miklu máli þetta
skipti. Það er þá eitt af markmiðum
mínum að taka frá meiri tíma með
fjölskyldu minni og meiri tíma til að
slaka á. Það er fjölskyldan sem alltof
oft þarf að líða fyrir það að maður þarf
að sinna einhverju öðru.
Dóttir mín er orðin þriggja ára,
á mjög skemmtilegum aldri. Ég er
mikið í burtu en að undanförnu hef
ég náð að vera með henni í nokkur
skipti, keyri hana í leikskólann og fer
með henni í bíó. Þetta eru frábærar
stundir. Það skemmtilegasta sem ég
geri núna er að vera með henni og
þeim mæðgum.“ n
Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • jsb@jsb.is • www.jsb.isEF
LI
R
a
lm
an
na
te
ng
s l
/
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
f í
s k
h
ön
nu
n
Staðurinn - Ræktin
Hringdu í síma 581 3730
Nánari upplýsingar á jsb.is
Sumarkort 9.900 kr!
Æfðu með okkur í sumar, frábærir tímar í opna kerfinu
Stjórnmálin „Árin fyrir fjármálahrunið var ég búinn að missa trú á stjórnmálunum. Það
er skrýtin staða að vera annarrar skoðunar núna um ýmsa hluti vegna þess að ég er í stjórn
málum en ekki utan þeirra.“ Mynd SigTryggur Ari
Með eiginkonu sinni, Önnu
Sigurlaugu „Stjórnmálamaðurinn er í
pólitískum slag frá degi til dags á meðan
makinn fylgist með frá hliðarlínunni og
er jafnvel stundum dreginn inn í málin að
ósekju.“