Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2015, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2015, Blaðsíða 49
Helgarblað 25.–29. júní 2015 Kynningarblað - Sumarhátíðir 5 Ein með öllu – aldrei stærri Verslunarmannahelgin á Akureyri verður engri lík Þ að er óhætt að fullyrða að það verði allt iðandi af lífi á Akureyri um verslunar- mannahelgina þar sem fram fer hátíðin Ein með öllu sem um árabil hefur verið einn vinsælasti viðkomustaður þús- unda Íslendinga sem eru á faralds- fæti þá helgi. Í ár verður allt stærra í sniðum því samhliða hátíðinni verður í fyrsta sinn haldið Ung- lingalandsmót UMFÍ á Akureyri. Skipuleggjendur búast við 10–15 þúsund manns til bæjarins vegna mótsins. Það verður því vel í lagt og engu til sparað til að gera versl- unarmannahelgina ógleymanlega á Akur eyri í ár. Fjör alla helgina Ein með öllu hefst sem fyrr með tónleikunum Fimmtudagsfílingur í göngugötunni á fimmtudags- kvöld þar sem fram kemur hópur glæsilegra tónlistarmanna. Sjón- varpsstöðin N4 stendur að tónleik- unum og mun senda út í beinni út- sendingu frá þeim. Síðan er langur listi af skemmtunum og fjöri fyrir alla fjölskylduna yfir helgina. Karamellurigning og kirkjutröppuhlaup Ber þar helst að nefna karamellu- rigningu á göngugötunni, kirkju- tröppuhlaupið, óskalagatónleika Akureyrarkirkju, tónleika á Ráð- hústorgi, Mömmur og muffins í Lystigarðinum, þétt dagskrá á skemmtistaðnum Græna hattin- um, Sjallanum og öðrum stöðum bæjarins. Leikhópurinn Lotta sýn- ir Litlu gulu hænuna í Lystigarðin- um. Þá skreyta Akureyringar bæ- inn rauðan þriðja árið í röð. Það verður útimarkaður í miðbænum, hoppukastalar, Boltafjör verður með vatnabolta á staðnum. Tívolí- ið mætir í bæinn, hægt verður að fara í fótbolta í klessuboltum, öll söfn Akureyrar verða opin og Dyn- heimaballið árlega verður haldið að venju. Síðan munu ungar framtíðar- stjörnur fá tækifæri til að láta ljós sitt skína í söngkeppni unga fólks- ins. Söngvaborg, skautadiskó, sögu- ganga um gamla verksmiðjuhverfið við Gleráreyrar í boði Iðnaðarsafns- ins, ævintýraland Skáta á Hömrum, paint ball, sigling með Hún II um Pollinn, danssýningar auk fjölda uppákomna í miðbænum, Glerár- torgi og um gervallan bæ. Stærri og flottari en nokkru sinni Davíð Rúnar Gunnarsson, hjá Við- burðastofu Norðurlands, vinnur að undirbúningi bæði Einnar með öllu og Unglingalandsmóti UMFÍ, og hann segir enn vera að bætast við skemmtikrafta sem koma munu fram á hátíðinni. Amabadama, Úlf- ur, Úlfur, Sveppi og Villi, Páll Óskar, Einar töframaður, Maus, Lovegúrú, Steindi JR og Bent, Aron Óskars og hljómsveit, Matti Matt, Ljótu hálf- vitarnir, Einar Höllu, Biggi Sævars og fleiri og fleiri. Öllum þessum herlegheitum verður raðað af kost- gæfni niður í dagskrá hátíðarinnar sem nær síðan hápunkti á sunnu- dagskvöldinu með Sparitónleikum á Leikhúsflötinni og veglegri flugelda- sýningu sem lofað er að verði stærri og flottari en nokkur sinni áður. Þar verður að sögn Davíðs sam- einaðir í einn stóran viðburð, loka atriði og hápunktar beggja hátíðanna með fjölbreyttri tónlist- ardagskrá og skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Davíð hvetur fólk til að fylgjast með heimasíðu hátíðarinnar, ein- medollu.is, þar sem heildstæð dag- skrá mun birtast þegar nær líður verslunarmannahelginni. n „Það verður því vel í lagt og engu til sparað til að gera verslun- armannahelgina ógleym- anlega á Akureyri í ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.