Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2015, Page 49
Helgarblað 25.–29. júní 2015 Kynningarblað - Sumarhátíðir 5
Ein með öllu – aldrei stærri
Verslunarmannahelgin á Akureyri verður engri lík
Þ
að er óhætt að fullyrða að
það verði allt iðandi af lífi
á Akureyri um verslunar-
mannahelgina þar sem
fram fer hátíðin Ein með
öllu sem um árabil hefur verið einn
vinsælasti viðkomustaður þús-
unda Íslendinga sem eru á faralds-
fæti þá helgi. Í ár verður allt stærra
í sniðum því samhliða hátíðinni
verður í fyrsta sinn haldið Ung-
lingalandsmót UMFÍ á Akureyri.
Skipuleggjendur búast við 10–15
þúsund manns til bæjarins vegna
mótsins. Það verður því vel í lagt
og engu til sparað til að gera versl-
unarmannahelgina ógleymanlega á
Akur eyri í ár.
Fjör alla helgina
Ein með öllu hefst sem fyrr með
tónleikunum Fimmtudagsfílingur
í göngugötunni á fimmtudags-
kvöld þar sem fram kemur hópur
glæsilegra tónlistarmanna. Sjón-
varpsstöðin N4 stendur að tónleik-
unum og mun senda út í beinni út-
sendingu frá þeim. Síðan er langur
listi af skemmtunum og fjöri fyrir
alla fjölskylduna yfir helgina.
Karamellurigning og
kirkjutröppuhlaup
Ber þar helst að nefna karamellu-
rigningu á göngugötunni, kirkju-
tröppuhlaupið, óskalagatónleika
Akureyrarkirkju, tónleika á Ráð-
hústorgi, Mömmur og muffins
í Lystigarðinum, þétt dagskrá á
skemmtistaðnum Græna hattin-
um, Sjallanum og öðrum stöðum
bæjarins. Leikhópurinn Lotta sýn-
ir Litlu gulu hænuna í Lystigarðin-
um. Þá skreyta Akureyringar bæ-
inn rauðan þriðja árið í röð. Það
verður útimarkaður í miðbænum,
hoppukastalar, Boltafjör verður
með vatnabolta á staðnum. Tívolí-
ið mætir í bæinn, hægt verður að
fara í fótbolta í klessuboltum, öll
söfn Akureyrar verða opin og Dyn-
heimaballið árlega verður haldið að
venju. Síðan munu ungar framtíðar-
stjörnur fá tækifæri til að láta ljós
sitt skína í söngkeppni unga fólks-
ins. Söngvaborg, skautadiskó, sögu-
ganga um gamla verksmiðjuhverfið
við Gleráreyrar í boði Iðnaðarsafns-
ins, ævintýraland Skáta á Hömrum,
paint ball, sigling með Hún II um
Pollinn, danssýningar auk fjölda
uppákomna í miðbænum, Glerár-
torgi og um gervallan bæ.
Stærri og flottari en nokkru
sinni
Davíð Rúnar Gunnarsson, hjá Við-
burðastofu Norðurlands, vinnur
að undirbúningi bæði Einnar með
öllu og Unglingalandsmóti UMFÍ,
og hann segir enn vera að bætast
við skemmtikrafta sem koma munu
fram á hátíðinni. Amabadama, Úlf-
ur, Úlfur, Sveppi og Villi, Páll Óskar,
Einar töframaður, Maus, Lovegúrú,
Steindi JR og Bent, Aron Óskars og
hljómsveit, Matti Matt, Ljótu hálf-
vitarnir, Einar Höllu, Biggi Sævars
og fleiri og fleiri. Öllum þessum
herlegheitum verður raðað af kost-
gæfni niður í dagskrá hátíðarinnar
sem nær síðan hápunkti á sunnu-
dagskvöldinu með Sparitónleikum á
Leikhúsflötinni og veglegri flugelda-
sýningu sem lofað er að verði stærri
og flottari en nokkur sinni áður.
Þar verður að sögn Davíðs sam-
einaðir í einn stóran viðburð,
loka atriði og hápunktar beggja
hátíðanna með fjölbreyttri tónlist-
ardagskrá og skemmtun fyrir alla
fjölskylduna.
Davíð hvetur fólk til að fylgjast
með heimasíðu hátíðarinnar, ein-
medollu.is, þar sem heildstæð dag-
skrá mun birtast þegar nær líður
verslunarmannahelginni. n
„Það verður því vel
í lagt og engu til
sparað til að gera verslun-
armannahelgina ógleym-
anlega á Akureyri í ár.