Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2015, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2015, Blaðsíða 26
26 Fréttir Erlent Helgarblað 25.–29. júní 2015 NÝTT Á ÍSLANDI HÁGÆÐAVÍTAMÍN FRÁ LIFE EXTENSION 20% KYNNINGARAFSLÁTT TIL 4. JÚLÍ LYFSALINN Í GLÆSIBÆ G L Æ S I B Æ Mörg hundruð látin vegna hita n Hitabylgja gengur yfir stærstu borg Pakistan og suðurhluta landsins n Fleiri hundruð látin M örg hundruð manns hafa látið lífið í hita- bylgju sem gengið hefur yfir stærstu borg Pakistan, Karachi, og Sindh-hérað. Yfirvöld í Sindh-héraði hafa lýst yfir neyðarástandi á svæðinu og kallað allt heilbrigðisstarfsfólk til vinnu; lækna, hjúkrunarfræðinga og aðra. Þá hafa sjúkrastofnanir í Sindh-héraði verið birgðar upp af lyfjum. Hátt í þúsund manns látið lífið Staðfest hefur verið að yfir 700 manns hafi látið lífið í Karachi vegna hitans, en dánarorsök hefur í öllum tilfellum verið hitaslag og eldra fólk í meirihluta. Opinberir starfsmenn ráðleggja fólki að bíða ekki með að jarðsetja sína nánustu – líkhúsin verði brátt yfirfull. Sjúklingar sem hlotið hafa aðhlynningu vegna hitaslags hafa verið um 2.400 talsins. Hitinn fór hæst upp í 45 gráður en hitastig hefur ekki mælst svo hátt í um 15 ár. Töluvert hefur verið um raf- magnstruflanir í borginni á liðn- um dögum sem leitt hafa til þess að vatnsdælur vatnsveitna hafa stöðvast. Fjöldi hverfa hefur því orðið vatnslaus um lengri eða skemmri tíma. Íbúar borgarinnar hafa brugðist við með mótmælum á götum úti. Neyta hvorki matar né drykkjar Flestir Pakistanir eru múslimar og halda föstumánuðinn heilagan. Í þeim mánuði, sem stendur yfir frá 18. júní til 17. júlí þetta árið, þurfa múslimar að fasta og mega þeir hvorki neita matar né drykkjar milli sólarupprásar og sólseturs í heilan mánuð. Í steikjandi hitanum bragða Pakistanir því hvorki vott né þurrt á meðan hitabylgjan gengur yfir. Háskólinn í Karachi hefur ákveðið að fresta prófum um einn mánuð vegna veðursins Hefur fólki verið ráðlagt að halda sig innandyra og drekka nóg af vatni. Yfirvöld vonast til að regn sem fylgir monsúntímanum bæti eitthvað úr skák en sá tími er á næsta leiti. Um 20 millj- ónir manna búa í borginni Karachi. Ekki er langt síðan hitabylgja gekk yfir austur- hluta landsins og kostaði 2.500 manns lífið. n Birna Guðmundsdóttir birna@dv.is Hitabylgja í Pakistan Gamall maður skolar sig. Pakistönsk stúlka Skvettir vatni framan í sig í steikjandi hita. Hitabylgja gengur yfir Pakistan Hópur manna í borginni Karachi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.