Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2015, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2015, Blaðsíða 2
Vikublað 18.–20. ágúst 20152 Fréttir Lífrænt Valið besta heilsuefnið Fæst í apótekum, Hagkaup, Krónunni, Grænni heilsu, Heilsuhúsinu og Fjarðarkaup. www.thebeautyshortlist.com Best Health Supplement - Overall Wellbeing Hreinsar líkamann, bætir andadrátt og líkamslykt, fegrar og frískar húðina Bætir meltingu, gerir líkamann basískan, kemur á réttu pH gildi Yr 100 lífræn næringarefni sem gefa orku, einbeitingu og vellíðan Spirulina, Chlorella & Barleygrass Lifestream framkvæmir þrefaldar næringarprófanir; við uppskeru, eftir framleiðslu og að lokum með vottun frá óháðri prófunarstofu. Dagleg græn upplyfting. Heilnæmt fæði, hámarks upptaka og nýting á næringarefnum. 120 hylki. Norðmenn hirða allar milljónirnar n Norðmenn sigursælir í Víkingalottóinu n Kaupa mest og vinna mest H eppinn Norðmaður vann fyrsta vinning í Víkinga- lottóinu ...“ Einhvern veginn svona hafa ófáar fréttir byrj- að þar sem greint er frá úr- slitum í þessum vinsæla lukkuleik sem alla dreymir um að vinna í. Norð- menn hafa verið ótrúlega sigursæl- ir í Víkingalottóinu á undanförnum árum; í fimm síðustu útdráttum hafa sjö Norðmenn verið með allar tölurn- ar réttar og ef litið er til síðustu tuttugu útdrátta hafa sextán Norðmenn feng- ið þann stóra. DV lék forvitni á að vita hvers vegna Norðmenn eru svona sig- ursælir í Víkingalottóinu. Sextíu prósent af seldum röðum „Staðreyndin er sú að Norðmenn kaupa að meðaltali um sextíu prósent af öllum seldum röðum,“ segir Stefán Konráðsson, fram- kvæmdastjóri Íslenskrar getspár, í samtali við DV. DV tók saman upplýsingar um síðustu 24 út- drætti og kom þá í ljós að 18 Norð- menn hafa unnið fyrsta vinn- ing, fjórir Finnar, þrír Danir, einn Svíi og einn Íslendingur. Sá vann stærsta vinning í sögu íslensks happdrættis, eða tæpar 162 millj- ónir króna. Var það stærri vinn- ingur en sá sem vannst í febrúar 2013 í Víkingalottóinu en þá vann stálheppinn Íslendingur 127 millj- ónir króna. Vinna í helmingi tilfella Miðað við það hversu Norðmenn eru duglegir að kaupa Víkingalottó ætti það ekki að koma á óvart hversu sigursælir þeir eru. Stefán segir að frá upphafi hafi Norðmenn fengið fyrsta vinning í um helmingi tilfella, alls 763 skipti. Danir, sem kaupa um tuttugu prósent af öllum seldum röðum, hafa fengið fyrsta vinning 469 sinnum, að sögn Stefáns. Þar á eftir koma Finnar, sem kaupa 12 pró- sent af öllum röðum, sem hafa feng- ið fyrsta vinning 278 sinnum. Fyrsti vinningur hefur komið 24 sinnum til Íslands en Íslendingar kaupa um tvö prósent allra raða í Víkingalottó- inu. Eystrasaltsríkin, Eistland, Lett- land og Litháen, fengu inngöngu í Víkingalottóið fyrir nokkrum árum; Lettar hafa aldrei unnið, Litháar fimm sinnum og Eistar fjórum sinn- um. Þúsund fá vinning Stefán segir að miðað við tölfræðina þurfi það ekki að koma á óvart að Norðmenn vinni reglulega þann stóra. Bætir hann við að þó að Ís- lendingar hafi oft þurft að horfa á eft- ir þeim stóra til Norðmanna fái um þúsund til tólf hundruð Íslendingar að jafnaði smærri vinninga í hverri viku í Víkingalottóinu. n „Staðreyndin er sú að Norðmenn kaupa að meðaltali um sextíu prósent af öllum seldum röðum Framkvæmdastjóri Stefán Konráðsson er framkvæmdastjóri Íslenskrar getspár. Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Sigursælir Norðmenn kaupa um sex- tíu prósent allra seldra raða í Víkingalottóinu. Þeir vinna enda langoftast. Nakinn á Laugaveginum Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu handtók tvo menn þar sem þeir höfðu verið að fara inn í ólæsta bíla og hafa á brott með sér lausa muni úr þeim á mánu- dagsmorgun. Mennirnir voru að sögn lögreglu í ágætu ástandi og að skýrslutöku lokinni voru þeir því frjálsir ferða sinna. Lögreglan fékk einnig ábendingar um að nakinn mað- ur væri á ferðalagi á Laugavegin- um. Eftir að lögregla hafði uppi á honum kom í ljós að viðkomandi var veikur. Honum var því komið í hendur heilbrigðisstarfsmanna, að sögn lögreglunnar. Ölvaður, án prófs, á of miklum hraða Lögreglan á Suðurlandi stöðv- aði för ungs karlmanns á Ölf- usárbrú snemma á sunnu- dagsmorgun. Bifreið mannsins mældist á 130 kílómetra hraða á Suðurlandsvegi undir Ingólfs- fjalli. Þrátt fyrir stöðvunarmerki lögreglu hélt maðurinn áfram för sinni en lögreglu tókst, sem fyrr segir, að stöðva hann undir Ing- ólfsfjalli. Ökumaðurinn reyndist undir áhrifum áfengis og var auk þess á stolinni bifreið. Til að bæta gráu ofan á svart hafði maðurinn aldrei tekið bílpróf og var hann því handtekinn og færður í fanga- geymslu. Hann var látinn laus síð- ar um daginn eftir yfirheyrslu þar sem hann gekkst við brotunum. Ætlar að setja met Ómar fer á rafhjóli frá Reykjavík norður á Akureyri F jölmiðlamaðurinn Ómar Ragnarsson ætlar í dag, þriðju- dag, að setja nýtt Íslandsmet. Það hyggist hann gera með því að fara lengstu vegalengd sem raf- knúið hjól hefur farið á einni hleðslu. Markmiðið er að fara frá Reykjavík og alla leið norður á Akureyri á hjólinu. Ómar hefur verið í sex mánuði að undirbúa ferðalagið, sem hann kall- ar „Aðgerðin orkuskipti“. „Hjólað verður á rafknúna reiðhjólinu Sörla sem Gísli Sig- urgeirsson rafeindavirki á og hef- ur útbúið, en fram að þessu hefur hjólið Náttfari verið notað mest í til- raunaferðum,“ segir Ómar sem ætlar aðeins að nota rafmagn og ekki fóta- afl á leiðinni. Ómar hefur þegar far- ið prufuferð frá Akureyri, en þurfti að hætta í efri Bakkaselsbrekku, þegar mótorinn á hjólinu ofhitnaði. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.