Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2015, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2015, Blaðsíða 12
Vikublað 18.–20. ágúst 201512 Fréttir K æra frú Thorhildur Silvia, með vísun til samskipta okk­ ar árið 2011 hlotnast mér nú sá heiður að láta þig vita að við höfum fengið upp­ lýsingar um blóðmóður þína, systur þína Manuelu og bræður þína, Bodo og Fridhelm. Vinsamlegast láttu mig vita ef þú hefur enn áhuga á að fá þessar upplýsingar.“ Svona hljómaði tölvupóstur þýska sendiráðsins á Íslandi sem Þórhild­ ur Sylvía Magnúsdóttir fékk sendan í júlí árið 2013. Sylvía var þá 42 ára og hafði nokkru áður haft samband við sendiráðið og óskað eftir aðstoð við að leita uppi blóðforeldra sína og systkini, ef hún ætti einhver. Sylvía var ættleidd til Íslands frá Þýskalandi á fæðingarári sínu, árið 1971. Foreldrar hennar fóru til Karls­ ruhe í Þýskalandi og sóttu dóttur sína. Þau dvöldu þar um tíma og fengu svo að fara með telpuna heim til Íslands. Þar ólst Sylvía upp í góðu yfirlæti og við mikið atlæti. Það var svo ekki fyrr en að ætt­ ingi hennar missti það út úr sér í fjöl­ skylduboði, þegar Sylvía var níu ára gömul, sem hún komst að því að hún hefði verið ættleidd. Slysni „Ég komst þess vegna bara að þessu fyrir slysni þegar ég var mjög ung. Ég átti kannski ekkert að fá að heyra þetta. Við ræddum þetta ekkert frekar, við mamma, á þeim tíma­ punkti – hún var ekki tilbúin til þess. Reyndar ræddum við þetta eiginlega aldrei. Mamma gat ekki eignast börn og ég held að það hafi hvílt þungt á henni,“ segir Sylvía, en foreldrar hennar hér á Íslandi höfðu skilið og bjó hún hjá móður sinni og stjúpföð­ ur á þessum tímapunkti. Sylvía á tvær hálfsystur hér á landi, samfeðra. „Fjölskyldan mín hérna er alveg yndisleg, bæði móður­ fjölskyldan og föðurfjölskyldan mín. Mér leið aldrei eins og ég væri eitt­ hvað öðruvísi en önnur börn í þess­ um fjölskyldum. Þau eru mér öll mjög kær,“ segir hún. Móðir Sylvíu lést fyrir nokkrum árum en hún á í góðu sambandi við föður sinn. En það var alltaf eitthvað sem vantaði – einhver tenging við upprunann. Leitin að systkinum, ekki for- eldrum „Það var samt ekki þannig að ég væri sérstaklega að leita að blóðforeldr­ um mínum, heldur systkinum mín­ um. Ég vildi nálgast þau,“ segir hún, „en mig langaði að vita meira. Þetta sat alltaf í mér.“ Þessar spurningar leituðu á hana reglulega á meðan hún ólst upp og eftir að hún fullorðnaðist. Hún ákvað að taka málin og leitina að svörum í sínar eigin hendur. Þegar Sylvía var sextán ára fór hún, ásamt þáverandi kærasta sínum, til fundar við lög­ mann sem hafði aðstoðað foreldra hennar við ættleiðinguna. „Hann sagði mér að blóðforeldrar mín­ ir hefðu farist í bílslysi. Það væri því ekkert sem hann gæti gert og engar upplýsingar að hafa,“ segir Sylvía. Lögmaðurinn sagði henni einnig að hún væri sú eina sem hefði lifað bílslysið af og væri hún því hálfgert kraftaverkabarn. Sylvía hafði sínar efasemdir um frásögnina og þetta sat áfram í henni. „Ég veit ekki hvort mamma og pabbi vissu réttu söguna, það er að blóðforeldrar mínir hefðu ekki látist í slysi. Ég hef heldur aldrei sóst eft­ ir þeim upplýsingum frá þeim. Þetta var mömmu mjög erfitt.“ Það tók Sylvíu því langan tíma að melta svörin og láta svo aftur á það reyna að finna blóðættingja sína í Þýskalandi. Tóku henni vel Sylvía hafði fengið að heyra það í gegnum tíðina að það væri möguleiki á því að hún ætti systkini hér á landi. Hún hóf leitina því í íslenska utanrík­ isráðuneytinu sem fann ekkert sem benti til þess. Þar fékk hún mikla að­ stoð. Sama var upp á teningnum þegar hún fór til fundar við þýska sendiráð­ ið. Henni var vel tekið og allir voru af vilja gerðir til að leiðbeina henni og aðstoða. Þá fóru hjólin loksins að snúast. Áður en leitin hófst sögðu starfsmenn sendiráðsins þó við hana að hún yrði að gera sér grein fyrir því að það gæti brugðið til beggja vona. Hún yrði að undirbúa sig vel. Það var 2011 sem Sylvía hafði samband við sendiráðið og árið 2013 voru henni S í m i: 567 4 8 4 0 • Fu n a h ö fð i 1 • 110 R v k . bilo@bilo. is • w w w. b i l o. i s Skoðaðu heimasíðuna okkar ww w. bi lo .is Ef þú er t í b ílahugleiðingum? ... með okkur! FRÁ KR. 48.900 Sylvía Magnúsdóttir, bóndi á Hlíðarenda í Skaga- firði, hóf vonlitla leit að blóðættingjum sínum fyrir nokkrum árum eftir að henni hafði verið tjáð að blóðforeldrar hennar hefðu látist í hörmulegu slysi þegar hún var aðeins nokkurra mánaða gömul. Það kom henni því í opna skjöldu þegar hún reyndist eiga fimm systkini á lífi í Þýskalandi. Hún hefur hitt nokk- ur þeirra og segist ekki sjá eftir því að hafa haldið leitinni að ættgarðinum til streitu. Þótt hún ætti yndislega foreldra og fjölskyldu hér á landi þá var það henni mikilvægt að leita upprunans.„Mér finnst mjög ljótt að gera þetta, að segja mér að fólkið sé allt látið og það í svona slysi. Þýskur bakgrunnur Sylvía lærir þýsku af kappi þessa dagana og hyggur á fleiri ferðir til Þýskalands til að hitta systkini sín. Mynd SigTryggur Ari Leitaði ættingja og fann fimm systkini „Þetta var svona eins og í bíómynd Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.