Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2015, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2015, Blaðsíða 20
Vikublað 18.–20. ágúst 20154 Matur & veitingar - Kynningarblað Úrvalskjöt og hágæðavín Hrossakjötið sérstaklega vinsælt Þ egar sest er til borðs í Gamla vínhúsinu, í hlýlegu og vina- legu umhverfi sem minnir helst á ítalskan vínkjallara, fer óhjákvæmilega um þig sælutilfinning. Sérstaklega ef þú kannt að meta gott kjöt og gott vín á góðu verði. Þjónustufólkið er auk þess einstaklega vinalegt og lætur þér líða enn betur. Fyrsta flokks hráefni Húsið sérhæfir sig í grilluðum steik- um, en vinsælustu diskarnir eru nautasteik með bérnaisesósu og frönskum kartöflum, hrossafille piparsteik með rjómalagaðri græn- piparsósu og bakaðri kartöflu og hrefnusteik með grænpiparsósu, grænmeti og bakaðri kartöflu. Hrá- efnið er alltaf ferskt og fyrsta flokks. Unnur Arna Sigurðardóttir, einn eigendanna, nefnir sérstaklega að hrossakjötið hafi aukist gríðarlega í vinsældum á undanförnum árum, sérstaklega á meðal Íslendinga, og nú er meira beðið um það en nauta- kjötið. Rétta vínið Það skiptir miklu máli að sötra á rétta víninu með steikinni og þar komum við svo sannarlega ekki að tómum kofunum. Gamla vínhúsið býður upp á úrval hágæðavína frá Suður-Ameríku, Ástralíu, Bandaríkj- unum og Evrópu. Eigendur staðar- ins eru sérstaklega vel að sér í þess- um fræðum, en þau hafa ferðast víða um heim til að heimsækja vínhéruð og kynna sér framleiðsluna. Frekari upplýsingar um matseðil- inn og bókanir má finna á vefsíðunni www.gamlavinhusid.is, en Gamla vínhúsið er staðsett bæði í Reykjavík og Hafnarfirði. n Gamla vínhúsið Hlýlegt og gott andrúmsloft. Vínúrval Það skiptir miklu máli að hafa rétta vínið með steikinni. Piparsteikin svíkur engan. Góðgæti Nautasteik með bérnaisesósu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.