Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2015, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2015, Page 10
Vikublað 18.–20. ágúst 201510 Fréttir F rosti Sigurjónsson, þing- maður Framsóknarflokks- ins, formaður efnahags- og viðskiptanefndar og nefndar- maður í utanríkismálanefnd, segir að það væri „kjánalegt“ og „tæki- færissinnað“ af Íslendingum að hætta einungis þátttöku í viðskiptaþvingun- um Evrópusambandsins gegn Rúss- landi einu og sér. Hann vill að tek- in verði almenn afstaða til þess hvort Íslendingar eigi yfirhöfuð að vera að taka þátt í utanríkisaðgerðum ESB gegn tólf ríkjum, þar á meðal Rússa. Viðskiptaþvinganir vesturvelda, ESB og Bandaríkjanna, eru tilkomn- ar vegna framgöngu Rússa gagnvart Úkraínu. Tekist er á um það hvort Ís- lendingar eigi að draga þátttöku í við- skiptaþvingunum vesturvelda gegn Rússum til baka í ljósi gagn aðgerða þeirra sem beinast að Íslandi. Einnig hvort tilefni sé til að bakka út ef bandalagsþjóðir innan ESB eru ekki reiðubúnar að lækka tolla á íslenskar sjávarafurðir, nú þegar mikilvægur markaður fyrir mörg útflutningsfyr- irtæki í sjávarútvegi hefur lokast. Gunnar Bragi Sveinsson utanrík- isráðherra hefur lýst því yfir að litl- ar líkur séu á að Ísland dragi í land á meðan Bjarni Benediktsson, fjár- málaráðherra og formaður Sjálf- stæðisflokksins, hefur lýst yfir efa- semdum um þátttöku Íslands. DV tók púlsinn á nokkrum þingmönn- um stjórnarflokkanna og spurði út í afstöðu þeirra til deilunnar sem skekur nú íslensk stjórnmál. Óþarfi að elta ESB Frosti Sigurjónsson bendir á að okk- ur beri engin skylda til þess að taka þátt í utanríkisaðgerðum ESB, ólíkt þátttöku Íslands í til að mynda við- skiptaþvingunum Sameinuðu þjóð- anna, sem hann bendir á að beinist ekki gegn Rússum. „Við erum ekki í ESB og ættum ekki að fylgja þeirra utanríkisstefnu. Það er ljóst að Gunnar Bragi hefur hingað til talið það eðlilegt að halda áfram á þeirri braut sem mótuð var löngu fyrir hans tíð og taka þátt í að- gerðum ESB, en ég tel að það sé óþarfi og eitt af því sem við hefðum átt að breyta þegar við áttuðum okkur á því að við ætluðum ekki að ganga inn í ESB,“ segir Frosti. Hann vill því ekki taka aðgerðirnar gegn Rússum út fyrir sviga og draga sérstaklega í land í því máli, heldur skoða málin heildstætt. „Það væri mjög ódiplómatískt að segja við ESB að við fylgjum ykkur í öllum ykkar aðgerðum, nema gegn Rússlandi. Ég skil það ekki, ég vil hafa prinsipp í þessu.“ Frosti kveðst líta svo á að efnahags- þvinganir almennt virðist ekki skila til- ætluðum árangri öðrum en þeim að kvelja þá sem minnst mega sín í þeim ríkjum sem þær beinist gegn. Ísland sé hlutlaust ríki og efnahagsþvinganir séu oft aðdragandi hernaðar eða átaka. Ís- land ætti að reyna að gæta hlutleysis. „Ég hef aldrei skilið af hverju við erum í þessum ESB-pakka. Það eru ekkert all- ar þjóðir með í því. Og þótt Norðmenn séu það, þá erum við ekki Norðmenn.“ Þátttakan ekki illa ígrunduð „Eins og staðan er núna sé ég ekki fyrir mér að við drögum stuðning okkar til baka. Menn verða að skoða þetta í miklu víðara samhengi þótt hagsmunirnir séu vissulega gríðar- legir og þetta grafalvarlegt mál,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmað- ur Framsóknarflokksins og nefndar- maður í utanríkismálanefnd. Hún segir nefndina einhuga í stuðningi sínum við aðgerðirnar gegn Rússum, þó einstaka þingmenn séu vissulega með fyrirvara þar á. Aðspurð kveðst hún persónulega ekki hafa neina fyr- irvara á stuðningnum við aðgerð- irnar. Hún bendir á, líkt og Frosti, að rætt hafi verið hvort ástæða sé til að ræða almennt og í víðara samhengi um þátttöku í viðskiptaþvingunum, gildi þeirra og árangur. Silja Dögg vísar því alfarið á bug, sem haldið hefur verið fram undanfarna daga að þátttaka Íslands sé illa ígrunduð eða illa undirbúin af hálfu stjórnvalda. „Svo er ekki. Nefndin hefur far- ið margsinnis yfir þetta mál á sínum fundum og ég geri ráð fyrir að ríkis- stjórnin hafi tekið þetta fyrir, þó ég sitji ekki þar, örugglega oftar en einu sinni. Þetta hefur verið rætt í þinginu og auð- vitað í fjölmiðlum. En auðvitað sá það enginn fyrir til hvaða gagnaðgerða Rússar myndu grípa. Það var búið að ræða að þeir myndu líklega bregðast við á einhverjum tímapunkti en það gat enginn sagt fyrir um hvort og þá hvernig þeir myndu bregðast við,“ seg- ir Silja Dögg og kallar eftir því að um- ræðan verði færð á yfirvegaðra plan en hún hefur verið undanfarna daga. Lítið tilefni til refsiaðgerða „Ég er mjög skeptískur á viðskipta- þvinganir og það þarf mikið til í mín- um huga að fara að beita slíku. Meira heldur en þarna er,“ segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins og varamaður í utanríkis- málanefnd, aðspurður um afstöðu hans til þátttöku Íslendinga í að- gerðunum gegn Rússum. Hann seg- ir að menn hefðu átt að hugsa út í af- leiðingar slíkrar þátttöku frá upphafi en persónulega telji hann viðskipta- þvinganir aldrei vera til góðs. „Þetta er að vísu mjög flókið og margir angar á þessu máli. Ef menn muna þá sat ég hjá á Evrópuráðs- þinginu um að vísa Rússunum í burtu. Ég er frekar á því að reyna að efla samskipti og viðskiptabönn eru almennt ekki til góðs.“ Hann gefur lítið fyrir tilefni við- skiptaþvingana gegn Rússum. Stað- an hafi ekki gefið ástæðu til að beita þvingunum og að afleiðingarnar fyr- ir Ísland eftir gagnaðgerðir Rússa hafi verið eitthvað sem hugsa hefði mátt betur út í í byrjun. „Heldur þú að hinar ESB-þjóðirnar hefðu far- ið í þessar aðgerðir með þessar af- leiðingar? Ég hef efasemdir um það.“ Finna verður leið út „Mínar skoðanir hafa legið fyrir frá upphafi. Ég er á móti þátttöku í þessu viðskiptabanni og fjallaði fyrst um n Þetta segja stjórnarþingmenn n Óþarfi að elta ESB n Þátttakan ekki illa ígrunduð Línudans á vígveLLi vestursins og rússa Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is „Erum ekki í ESB“ Frosti Sigurjónsson segir að Íslendingar ættu ekki að fylgja utanríkisstefnu ESB. Ekki illa undirbúið Silja Dögg Gunnars- dóttir hafnar því að ákvörðunin um að styðja viðskiptaþvinganirnar hafi verið illa ígrunduð.„Ég styð aðgerðir okkar gagnvart útþenslustefnu Rússa í Úkraínu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.