Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2015, Blaðsíða 24
Vikublað 18.–20. ágúst 20158 Matur & veitingar - Kynningarblað
Staldraðu við á Brautarstöðinni
Alls konar marglitað gúmmelaði
Í
Ármúlanum stendur vinaleg
sjoppa sem hefur sinnt fjölbreytt-
um hópi viðskiptavina allt frá árinu
1990. Brautarstöðin er svona ekta
íslensk sjoppa, með grilli, tóbaki
og alls konar marglitu gúmmelaði,
ásamt flóru fastagesta sem ýmist
starfa eða búa í hverfinu. Eigendurn-
ir Hinrik Auðunsson og Nuanchan
Phiatchan hafa staðið hafa vaktina frá
árinu 2003 ásamt dyggu starfsfólki.
Fylla togara af góðgæti
„Þetta er aðallega svona vinnu-
staðasjoppa,“ segir Hinrik. „Við köll-
um þetta skyndibitasjoppu,” en eins
og margir vita þá eru Múlarnir afar
fjölskrúðugt atvinnusvæði, svo ekki
sé minnst á Skeifuna sem er í næsta
nágrenni. „Hér er mikið rennirí allan
daginn. Þetta er annar miðbær. Nema
þessi er stöðumælalaus,“ útskýr-
ir Hinrik. „Við seljum mikið af ham-
borgurum og djúpsteikta ýsan okkar
hefur fallið vel í kramið hjá viðskipta-
vinum okkar. Svo er hádegistilboðið
okkar alveg gríðarlega vinsælt, en við
erum með „Happy Hour“ frá 11–14.“
Og þau sinna ekki einungis fólk-
inu í hverfinu því á undanförnum
árum hafa þau verið að selja einstak-
lingum, starfsmannafélögum og
smærri fyrirtækjum víðs vegar um
borgina vörur í kassavís í eins konar
milliheildsölu. Til dæmis eru nokkr-
ir togarar í föstum viðskiptum hjá
Brautarstöðinni sem birgja sig upp af
gúmmelaði áður en haldið er á haf út.
Heimilislegur andi
Hinrik kynntist ungur veitinga-
rekstrinum, en foreldrar hans ráku
hina goðsagnakenndu sjoppu Svarta
svaninn við Hlemm í fjölmörg ár, eða
frá 1984–2006. Þar starfaði Hinrik allt
fram til 2003 þegar hann keypti Braut-
arstöðina. „Foreldrar mínir hjálpuðu
mér mikið þegar ég var að byrja með
þessa verslun,“ segir Hinrik og bætir
við: „Hér er mjög heimilisleg stemn-
ing og hér hefur myndast góður andi
þar sem hér er hátt hlutfall fastra og
dyggra viðskiptavina og margir þeirra
hafa verslað hér alveg frá upphafi. Og
hér hefur sömuleiðis verið nánast
sama góða starfsfólkið frá upphafi.“
Brautarstöðina má réttilega
kalla fjölskyldufyrirtæki, en Hinrik
og Nuan, kona hans, skipta á milli
sín daglegum rekstri, og nú í sum-
ar fengu þau mikla aðstoð frá sjö ára
dóttur þeirra, Natalíu. „Hún kemur
sterk inn. Hún er upprennandi fram-
tíðarstarfsmaður,“ segir Hinrik stoltur.
„Auk þess hafa flest öll systkinabörn
mín verið hér í vinnu og börn starfs-
manna líka.“ Það má því allaf búast
við hlýrri og góðri stemningu þegar
litið er inn á Brautarstöðina í Ármúl-
anum. Verið velkomin. n
Natalía Hinriksdóttir Dóttir eigendanna fyrir framan Brautarstöðina.