Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2015, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2015, Blaðsíða 8
Vikublað 18.–20. ágúst 20158 Fréttir Project1_Layou t 1 24/11/2011 12:58 Page 1 Rauðarárstíg 33, 105 Reykjavík Fjarðargötu 19, 220 Hafnarfirði, sími 511-7000, www.innrammarinn.is Fjarðargötu 19, Hafnarfirði Velkomin á nýtt rammaverkstæði og verslun Úrval tilbúinna ramma og myndaalbúma Gamli GluGGinn úr nýi GluGGinn í svo einfalt er það! súðarvoGur 3-5, reykjavík GluGGaGerdin@GluGGaGerdin.is s: 5666630 / GluGGaGerdin.is » Brotist inn í sumarhús Brotist var inn í sumarbú- stað í Úthlíð í Biskupstungum á tímabilinu 9. til 16. ágúst síðast- liðinn. Fjörutíu tommu Sam- sung-flatskjá, verkfærum og áfengi var stolið í innbrotinu. Þjófurinn eða þjófarnir komust inn í bústaðinn, sem er við Hellisgötu, með því að spenna upp glugga. Engar vísbendingar eru um hver var að verki en hægt er að koma upplýsingum til lög- reglu í síma 444 1010. Lífleg skóverslun Verð á skóm var 11,4 prósent- um lægra í júlí síðastliðnum en í sama mánuði á síðasta ári. Þetta virðast landsmenn hafa nýtt sér því skóverslun jókst um 19,1 pró- sent að raunvirði í mánuðinum samanborið við júlí 2014. Þetta kemur fram í tölum frá Rann- sóknarsetri verslunarinnar á Bif- röst. Aukning í skósölu að raun- virði nam um 5,6 prósentum milli ára. Þá greinir Rannsóknarsetrið frá því að verð á fötum hafi hækk- að um 1,6 prósent frá júlí í fyrra. Sala á fötum jókst um 7 prósent frá sama mánuði í fyrra á nafn- virði og 5,3 prósent að raunvirði. „Hefði mátt skoða þessi mál miklu fyrr“ Framkvæmdastjóri SFS gagnrýnir íslensk stjórnvöld fyrir að hafa ekki samið um afnám tolla hjá ESB O kkar skoðun er sú að það hefði mátt skoða þessi mál miklu fyrr,“ segir Kol- beinn Árnason, fram- kvæmdastjóri Samtaka fyr- irtækja í sjávarútvegi (SFS), spurður hvort samtökin telji að íslensk stjórnvöld hefðu átt að semja við Evrópusambandið (ESB) um lækk- un eða afnám allra innflutningstolla á makríl og síld áður en Rússar tóku ákvörðun um að setja afurðirnar á bannlista. „Þetta myndi gera okkur kleift að selja inn á Evrópumarkaðinn og sækja þangað en þegar það eru 18 prósent tollar þá er alveg ljóst að við getum ekki keppt við þá sem fyrir eru,“ segir Kolbeinn. Noregur samdi í sumar Norðmenn, sem hafa sætt innflutn- ingsbanni til Rússlands síðan í ágúst í fyrra, sömdu nýverið við ESB um tollfrjálsan innflutning á ferskum síldarflökum og frosnum makrílflök- um til sambandsins. Íslensk stjórn- völd áttu á sama tíma í viðræðum við ESB um tollfrjálsa kvóta á tegundum eins og humri og karfa en ekki um uppsjávartegundir á borð við mak- ríl, síld og loðnu sem íslensk sjáv- arútvegsfyrirtæki hafa selt Rússum fyrir tugi milljarða króna á ári. Sam- kvæmt skriflegu svari utanríkisráðu- neytisins við fyrirspurn DV bera fros- in síldar- og makrílflök enga tolla inn á markað ESB. Íslensk sjávarút- vegsfyrirtæki hafa aftur á móti ein- beitt sér að útflutningi á heilum og hausuðum makríl sem ber átján pró- sent innflutningstolla. „Þegar það eru 18 prósent tollar á ákveðnum vörum þá er alveg ljóst að við getum ekki keppt við þá sem eru fyrir á bóli, hvort sem það eru Evrópusambandsþjóðir eða Norð- menn núna. Þetta yrði aftur á móti engin allsherjarlausn en Evrópa er nokkuð stór markaður fyrir makríl,“ segir Kolbeinn. Minni gæði „Evrópa er bæði öðruvísi markaður og alls ekki jafn stór og Rússlands- markaðurinn og því miður er það svo að eitthvað af okkar vöru er ekki af þeim gæðum að það muni ná fót- festu þarna. En þetta myndi klárlega hjálpa," segir Kolbeinn og útskýrir að makríll sé veiddur hér á öðrum tíma en í flestum samkeppnislönd- um. Fiskurinn komi hingað til fæðu- öflunar, tiltölulega magur, og fitni innan fiskveiðilögsögunnar, sem geri hann lausari í sér en á öðrum árstíma. „Það gerir það að verkum að hann er ekki hentugt hráefni í allar vörutegundir og ekki þennan allra mesta hágæða makríl sem sumir markaðir í Evrópu gera kröfu um. Það fer líka reyndar eftir tímabilum og núna erum við til dæmis að sigla inn í tímabil þar sem makríllinn er stærri og betri og því ekki hægt að alhæfa um gæðin,“ segir Kolbeinn. Ekki náðist í Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. n Óvissuástand Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri SFS, bendir á að eftirspurn eftir íslenskum uppsjávarafurðum í Evrópu er talsvert minni þar en á Rússlandsmarkaði. Þriðjungur fór til Rússlands Hagstofan birti í gær, mánudag, nýjar tölur um vöruútflutning til Rússlands. Eins og komið hefur fram hefur útflutn- ingurinn margfaldast síðustu ár, úr 2,3 milljörðum króna að verðmæti árið 2004 í 29,2 milljarða árið 2014. Í fyrra nam útflutningurinn 4,9 prósentum af heildarútflutningi Íslands. Stærsti hluti útflutnings til Rússlands er uppsjávarfiskur, aðallega makríll og síld. Um þriðjungur af heildarútflutn- ingi á uppsjávarfiski á árinu 2014 fór til Rússlands. Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is MyNd TekiN af vef LÍÚ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.