Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2015, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2015, Blaðsíða 18
Vikublað 18.–20. ágúst 20152 Matur & veitingar - Kynningarblað Veisluþjónusta og ljúfmeti Sérsniðnar veislur frá Culina C ulina, sem þýðir eldhús á lat­ ínu, er alhliða veisluþjón­ usta með bækistöðvar á höf­ uðborgarsvæðinu, en býður landsmönnum þjónustu til sjávar og sveita. Hjá Culina er hægt að panta veitingar fyrir hefðbundnar veislur s.s. brúðkaup, fermingar og jólahlaðborð, en líka fyrir öll önnur tækifæri, smá og stór. Culina sérhæf­ ir sig einnig í þemaveisum af ýms­ um toga þar sem þema veislunnar endurspeglast í matnum. Persónuleg þjónusta Dóra Svavarsdóttir, matreiðslumeist­ ari, eigandi og framkvæmdastjóri Culina, hefur leitast við að sér­ sníða veislur að óskum viðskipta­ vina hverju sinni og leggur áherslu á persónulega þjónustu, en hún set­ ur saman matseðla í samvinnu við viðskiptavinina. Dóra hefur áratuga­ reynslu af grænmetisréttum, en kjöt og fiskur eru líka á matseðlinum. Hún hefur einnig mikla reynslu af því að vinna með fæðuóþol og ofnæmi og eru allir réttir eldaðir frá grunni. Engin aukaefni eða óþörf rotvarnar­ efni eru í réttunum frá Culina. Sælkeravörur í úrvali Culina er ekki eingöngu veisluþjón­ usta heldur framleiðir fyrirtækið ljúf­ meti undir sínum merkjum sem eru mörg hver orðin fastir liðir á borðum landsmanna. Má þar nefna klassískt gúmmelaði eins og aioli­hvítlauks­ sósu, hummus og döðlu­chutney en einnig nýstárlegar og ómótstæði­ legar kræsingar eins og rauðrófu­ grafna bleikju og lakkríssmjör. Hjá Culina er líka bakað grófasta brauðið í bænum og einnig hörkex, sem er glútenlaust hráfæðiskex. Ljúfmetið frá Culina fæst í Búrinu Grandagarði og Frú Laugu bænda­ markaði sem er með verslanir við Laugalæk og á Óðinsgötu. Helgina 29.–30. ágúst verður svo haldinn í Hörpu stærsti matarmarkaður lands­ ins þar sem forvitnir matgæðingar geta m.a. nálgast ljúfmetið frá Culina. Culina veitingar & veisluþjón­ usta er til húsa á Skemmuvegi 12 í Kópavogi. Frekari upplýsingar má nálgast í síma 892­5320 eða með því að senda póst á netfangið er dora@ culina.is. Heimasíðan er www. culina.is. n Góðgæti Sérsniðin veisluþjónusta frá Culina. Sérframleiðsla Döðluchutney frá Culina. Skemmtilegt andrúmsloft á Laundromat Café Nýr og gómsætur matseðill L aundromat Café var opnað árið 2011 í Austurstræti og er á skömmum tíma orðið að þekktu kennileiti í Reykjavík. Alls eru staðirn­ ir nú fjórir, en hinir þrír eru í Kaupmannahöfn. Skemmti­ legt andrúmsloft er allsráð­ andi á staðnum, en hug­ myndin að Laundromat er að bjóða fólki að þvo fötin sín, fá sér að borða, lesa bók, drekka kaffi eða vafra á netinu í þægi­ legu og afslöppuðu umhverfi. Frá morgni til kvölds Dagurinn byrjar snemma á Laundro­ mat og togar morgunverðarmat­ seðillinn til sín bæði hungraða ferðamenn, fólk á leið til vinnu og barnafólk. Það er alltaf mikið að gera á Laundromat og þegar morgun­ vaktinni lýkur tekur hádegið við með nýjum matseðli sem er í gangi langt fram á kvöld. Nú er hægt að njóta sérstaks morgunverðarmatseðils allt til 16.00 á daginn en um helgar er einnig boðið upp á hinn klassíska „brunch“­matseðil með ýmsum nýj­ ungum á borð við bláberja­ og ban­ anapönnukökur. Nýr matseðill Glenn Moyle er yfirmatreiðslumað­ ur staðarins og er frá Nýja­Sjálandi. Eftir að hafa starfað sem matreiðslu­ maður í Nýja­Sjálandi í nokkur ár fékk hann ferðabakteríuna og ferð­ aðist um heiminn áður en hann kom til Íslands. Hann hefur unnið að nýjum matseðli fyrir Laundro­ mat sem nú er kominn í gagnið. Á matseðlinum er enn að finna klass­ íska rétti sem Laundromat er rómað fyrir en Glenn hefur bætt við nýjum og spennandi réttum eins og Laun­ dromat antipasti sem er tilvalinn snarlréttur til þess að njóta með vin­ um yfir góðum drykk. Glenn leggur mikla áherslu á að nota alltaf fers­ kasta og besta hráefni sem völ er á hverju sinni og að allir réttir Laun­ dromat séu lagaðir frá grunni. Laundromat Café er opnað klukk­ an 8.00 alla virka daga og er opið til 24.00. Á föstudögum og laugardög­ um er opið til 01.00. Laundromat er við Austurstræti 9 í Reykjavík og er síminn 587­7555 og heimasíðan er www.thelaundromatcafe.com. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.