Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2015, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2015, Blaðsíða 6
Vikublað 18.–20. ágúst 20156 Fréttir Hlaupaskór ársins hjá Runners World Saucony Triumph 12 Verð kr. 24.990,- Verið alltaf velkomin í Kolaportið! Opið laugardaga og sunnudaga kl. 11-17. Næg bílastæði við Kolaportið Það liggja allar leiðir til okkar – veldu þína! Kolaportið er umkringt af bílastæðahúsum. Vesturgata · Mjóstræti Fjöldi stæða 106 Ráðhúsið · Tjarnargata 11 Fjöldi stæða 130 Traðarkot · Hverfisgata 20 Fjöldi stæða 270 Kolaportið · Kalkofnsvegur 1 Fjöldi stæða 270 K V IK A Hækka virði fasteigna Hótels Sögu um milljarð eftir söluferli Telja fasteignir hótelsins mun meira virði í ljósi kauptilboða sem bárust H ótel Saga, sem er að fullu í eigu Bændasamtaka Ís- lands, hefur ákveðið að hækka virði fasteigna hót- elsins í bókum sínum um einn milljarð króna og voru þær, ásamt lóð félagsins, metnar á tæp- lega 3,8 milljarða króna í árslok 2014. Við endurmatið var með- al annars horft til kauptilboða sem bárust í eignirnar í byrjun þessa árs, að því er fram kemur í skýringum í nýbirtum ársreikningi Hótels Sögu. Í frétt DV hinn 27. janúar síð- astliðinn var upplýst um að fjór- ir fjárfestahópar hefðu skilað inn bindandi kauptilboðum í fasteign og rekstur Hótels Sögu, en félagið hafði verið sett í söluferli í nóvem- ber á síðasta ári. Gert var ráð fyrir því að heildarkaupverðið, miðað við þau tilboð sem bárust í hótelið, yrði í kringum fjórir milljarðar króna, samkvæmt heimildum DV. Ekk- ert varð hins vegar af sölunni þar sem stjórn Bændasamtakanna til- kynnti skömmu síðar að hún hygð- ist ekki ætla að ganga til viðræðna um sölu á fasteign og rekstri hótels- ins á grundvelli þeirra kauptilboða sem bárust. Hagnaður jókst um 14% Var það mat stjórnar samtakanna að hagstæðara væri að halda rekstri hótelsins áfram í stað þess að sam- þykkja fyrirliggjandi kauptilboð. Í afkomutilkynningu sem Bænda- samtökin sendu frá sér í síðustu viku kom fram að sú afstaða hefði ekki breyst. Nam hagnaður félags- ins 46 milljónum króna á árinu 2014 og jukust rekstrartekjur hót- elsins um 14% á milli ára og voru samtals 1.508 milljónir króna á liðnu ári. Rekstrarhagnaður fyrir af- skriftir og fjármagnsliði (EBITDA) var 268 milljónir og hækkaði um 33 milljónir frá fyrra ári. Í ársreikningi Hótels Sögu ehf., sem var skilað til fyrirtækjaskráar fyrir viku síðan, segir að þar sem markaðsverð fasteigna var talið „verulega hærra“ en bókfært verð, þá hafi það verið hækkað og fært til nálgunar við áætlað markaðsverð. „Við endurmat fasteignanna var meðal annars horft til kauptilboða í eignirnar í ársbyrjun 2015,“ segir í ársreikningnum. Samhliða þessu endurmati á virði fasteignanna þá hækkaði eigið fé félagsins, að teknu tilliti til áhrifa á tekjuskattsskuld- bindingu, um 800 milljónir króna. Var eigið fé Hótels Sögu því 1.223 milljónir króna í árslok 2014 borið saman við 277 milljónir árið áður. Eiginfjárhlutfall félagsins er um 39%. Fjárhagsleg endur- skipulagning Hótel Saga, þar sem um 100 manns starfa, samanstendur af 209 her- bergjum, tíu funda- og veislusölum og tveimur veitingastöðum. Fast- eign Hótels Sögu ehf. við Hagatorg er um nítján þúsund fermetrar að stærð og hýsir meðal annars hót- elstarfsemi, veitingastaði, banka, hárgreiðslustofu og líkamsrækt- arstöð. Skrifstofur Bændasamtak- anna eru á þriðju hæð fasteignar- innar. Rekstur Hótels Sögu var erfið- ur fyrstu árin eftir hrun vegna mik- illa skulda sem hvíldu á félaginu og árið 2009 var eigið fé fyrirtækisins neikvætt um 1,8 milljarða króna. Í ársreikningi Hótels Sögu ehf. fyr- ir árið 2013 var greint frá því að í lok ársins hafi fjárhagslegri endur- skipulagningu félagsins lokið með samkomulagi við Arion banka. Fólst samkomulagið í því að bank- inn leysti til sín hlutabréf Hótels Sögu (98,75%) og Bændasamtak- anna (1,25%) í Hótel Íslandi ehf., víkjandi lán félagsins við Bænda- samtökin felld niður að fullu, eldri lán við Arion banka voru gerð upp að hluta, afgangurinn afskrifaður og hluti langtímaskulda var jafn- framt endurfjármagnaður. Bænda- samtökin lögðu að auki til nýtt hlutafé að jafnvirði 250 milljónir. n Skipta félaginu upp og ráðast í endurbætur Fyrirhugað er að skipta Hótel Sögu ehf. upp í fasteignafélag og rekstrarfélag. Verður Ingibjörg Ólafsdóttir áfram hótelstjóri Hótels Sögu og fram- kvæmdastjóri rekstrarfélagsins Hótels Sögu ehf. sem annast mun sem fyrr allan hótel- og veitingarekstur í húsinu. Elías Blöndal Guðjónsson, lögfræðing- ur Bændasamtaka Íslands, verður framkvæmdastjóri fasteignafélagsins Bændahallarinnar ehf. Þetta var tilkynnt á fundi í Bænda- höllinni með starfsmönnum Bænda- samtaka Íslands og Hótels Sögu sem fór fram 12. ágúst í síðustu viku og greint er frá í frétt á heimasíðu Bændasamtak- anna. Þá verður á næstu mánuðum og árum jafnframt ráðist í umtalsverðar endurbætur á hótelinu. Þannig verða herbergi gerð upp, veitingarými endur- hönnuð og svæðum fyrir verslun og þjónustu fjölgað. Hörður Ægisson hordur@dv.is Sindri Sigurgeirsson Formaður Bænda- samtakanna. Bændahöllin Hótel Saga er að fullu í eigu Bændasamtaka Íslands.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.