Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2015, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2015, Blaðsíða 4
Vikublað 18.–20. ágúst 20154 Fréttir REGAL hunda- og kattafóður - góð næring fyrir dýrin þín Smáralind • Kringlunni • Reykjanesbæ • sími 511 2022 • www.dyrabaer.is Inniheldur EKKI • Hveiti, soja eða maís • Aukaefni • Erfðabreytt matvæli • Sykur eða mjólkurafurðir Fella niður dómsmálið Stjórn Félags íslenskra hjúkr- unarfræðinga (Fíh) hefur tek- ið ákvörðun um að fella niður dómsmál það sem félagið hef- ur höfðað gegn íslenska ríkinu í tengslum við lagasetningu á verkfall hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu. Í síðustu viku féll dómur í Hæstarétti í máli BHM gegn rík- inu þar sem íslenska ríkið var sýknað af kröfum BHM. Stjórn Fíh taldi ýmis veigamikil atriði í mála- tilbúnaði fé- lagsins gegn ríkinu vera frábrugðin því sem tekist var á um í dómsmáli BHM en málatilbúnaður Fíh væri þó einnig byggður á mörg- um af sömu efnisrökum og tek- ist var á um í dómsmáli BHM. „Telja verður ljóst af forsend- um í dómi Hæstaréttar, að rétturinn fellst ekki á flestar af þeim röksemdum sem haldið hefur verið á lofti af hálfu stéttarfélaganna. Samkvæmt dóminum telur Hæstiréttur að staða kjaradeilu aðila og önn- ur atvik séu með þeim hætti að réttlætanlegt hafi verið fyrir rík- ið að grípa inn í deiluna með lagasetningu. Þegar af þeirri ástæðu tel- ur stjórn Fíh sýnt að áfram- haldandi rekstur dómsmáls þess gegn ríkinu muni ekki skila fé- laginu og félagsmönnum þeirri niðurstöðu sem vænst var þegar dómsmálið var höfðað,“ segir í til kynningunni en stjórn Fíh lýs- ir yfir vonbrigðum með niður- stöðu Hæstaréttar í máli BHM. F erðamenn sem koma við í Kirkjufjöru í Dyrhólaey virða ekki lögregluborða og fara ít- rekað inn fyrir lokað svæði. Þannig leggja þau sig í stórhættu en ástæðan fyrir því að svæðinu var lokað er sú að á föstudaginn hreif alda með sér sex ferðamenn á haf út. Lögreglan brá á það ráð að setja upp lögregluborða til að loka af svæðinu en miðað við ljósmyndir sem Davíð Þór Gunnarsson tók fyr- ir DV um helgina eru fáir og jafnvel enginn sem virðir lokunina. Lög- regluborðinn er þessi hefðbundni guli lögregluborði en á honum stendur „Aðgangur bannaður“ og einnig „Lögreglan“. Engar aðrar upplýsingar er að finna á svæðinu um þetta stór- hættulega brim, hvorki á íslensku né ensku. „Ég held að allir þeir ferðamenn sem ég ljósmyndaði hafi verið full- meðvitaðir um það að svæðið væri lokað. Þeir bæði skriðu og hoppuðu yfir bandið til að komast nær,“ segir Davíð Þór. „Ef ég væri staddur erlendis og kæmi að svona stað þar sem búið væri að loka af svæði með gulum borða og á borðanum væri mynd af lögregluskildi þá væri ég ekkert að hoppa yfir hann.“ n atli@dv.is Fara inn fyrir merkt svæði lögreglunnar til að taka myndir Í lífshættu fyrir ljósmynd Í stórhættu Hér sést einnaf þeim ferðamönnum sem virtu ekki lokunina. Mynd dÞG Hópkaup rekin á annarri kennitölu n Móberg keypti ekki gamla rekstrarfélagiðn Hefur ekki áhrif á viðskiptavini S ölusíðan Hópkaup er nú rek- in á kennitölu félags sem nýir eigendur hennar stofn- uðu árið 2012 en ekki hafa fengist upplýsingar um hvort allar kröfur á fyrrverandi eiganda síðunnar hafi verið gerðar upp þegar sala á vörumerkinu gekk í gegn fyrr í sumar. Síðan er nú í eigu Móbergs ehf. en nafni dótturfélags þess var breytt í Hópkaup ehf. nokkrum vik- um áður en móðurfélagið tilkynnti um kaupin í síðustu viku. Keypti hugmyndina Móberg er í eigu Skorra Rafns Rafns- sonar, eiganda Netgíró, Bland, 433. is, Wedo og Móa Media og stofn- anda íslenska smálánafyrirtækisins Hraðpeningar. Dótturfélag Móbergs keypti Hópkaup af DCG ehf. sem er í eigu Leifs Alexanders Haraldsson- ar, stofnanda smálánafyrirtækjanna Kredia ehf. og Smálán ehf. Sölusíð- an var áður rekin af öðru félagi í eigu Leifs, H19 ehf., sem hét Hópkaup ehf. fram að 10. júlí síðastliðnum þegar nafni þess var breytt, sama dag og dótturfélag Móbergs tók heitið upp. Lárus Gísli Halldórsson, stjórn- armaður í Hópkaupum, staðfestir í samtali við DV að Móberg hafi ekki tekið við gamla rekstrarfélagi sölu- síðunnar, sem var stofnað í byrjun árs 2011, og að umrætt dótturfélag þess hafi fengið nýtt nafn. „Við keyptum reksturinn af gamla Hópkaup og tökum við því félagi í þeirri mynd sem það hefur verið í. Eldra rekstrarfélagið er hjá gömlu eigendunum. Við vorum í raun að kaupa hugmyndina og setja hana inn í samsteypuna hjá okkur. Gagn- vart notendum og viðskiptavinum er allt óbreytt en það er ný kennitala og nýir eigendur,“ segir Lárus. Ábyrgist öll bréf Eins og kom fram í fréttatilkynn- ingu Móbergs um kaupin þá er Hóp- kaup fyrirtæki sem býður upp á vör- ur og þjónustu með afslætti, en með þeim fyrirvara að ákveðinn lág- marksfjölda fólks þurfi til að tilboð- in verði virk. Félagið keypti á sama tíma eignarhaldsfélagið Leit.is sem hefur rekið íslenskan leitarvef frá ár- inu 1999. Lárus svarar aðspurður að nýir eigendur sölusíðunnar ábyrgist öll Hópkaupsbréf, það er þær ávísanir á vörur og þjónustu sem viðskiptavin- ir hennar hafa keypt, sem enn eru í gildi. Tekur hann fram að gildistími inneignar sé skilgreindur á bréfun- um sjálfum. „Félagið mun efla verulega þau tækifæri sem almenningi gefst til að kaupa vörur og þjónustu með veru- legum afslætti í krafti fjöldans,“ seg- ir Lárus. Ekki náðist í Leif Alexander Haraldsson við vinnslu fréttarinnar. Samkvæmt nýjasta ársreikningi Hópkaupa ehf. tapaði það tæpum 64 þúsund krónum árið 2013. Félag- ið, sem hét þá 1808 ehf., átti þá eignir upp á 305 þúsund krónur en skuld- aði ekkert. Nýjasti ársreikningur H19 ehf., áður Hópkaup ehf., er einnig frá árinu 2013 en félagið var þá rekið með rúmlega 35 milljóna króna tapi. Eignir félagsins námu þá rúmum 28 milljónum en skuldirnar rétt rúmum 46 milljónum. n Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Eigandi Móbergs Skorri Rafn Rafnsson segir kaupin á Hóp- kaupum og Leit.is koma til með að styrkja og auka umsvif Móbergs á netinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.