Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2015, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2015, Page 26
Vikublað 18.–20. ágúst 201518 Sport úrval nýrra og nýlegra sendibíla 9/2012 Renault Master Sturtubíll - Ekinn aðeins 16 þús. km. ABS hemlar - Aksturstölva - Fjarstýrðar samlæsingar - Geislaspilari - Líknarbelgir - Loftkæl- ing - Rafdrifnar rúður - Rafdrifnir speglar - Útvarp - Vökvastýri - Þjónustubók. Lengd á palli er 3280 mm. okkar verð: 4.290.000,- án vsk (5.319.600,- með vsk.) bíllinn er á staðnum á frábæru verði! renaUlT MasTer dCi 125 10 leikmenn sem féllu úr náðinni hjá Van Gaal n Það er ekki tekið út með sældinni að spila undir stjórn hollenska harðstjórans Þ ó að Hollendingurinn Lou- is van Gaal hafi ávallt náð góðum árangri með þeim félögum sem hann hef- ur stjórnað hefur hann oft lent upp á kant við leikmenn sína. Aðeins ári eftir að hann tók við Manchester United er samband hans við markvörðinn David de Gea orðið stirt. De Gea vill fara til Real Madrid og van Gaal lét hafa eftir sér fyrir leikinn gegn Aston Villa á föstudag að de Gea vildi ekki spila fyrir United. Í kjölfarið heyrðist úr herbúðum de Gea að það væri ekki rétt. Telegraph tók saman lista yfir tíu þekkta leikmenn sem lentu upp á kant við hollenska harð- stjórann. n Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Giovanni „Van Gaal er sem Hitler fyrir brasilíska leikmenn; hann er hrokafullur, stoltur og á við vandamál að stríða.“ Þessi orð lét brasilíski framherjinn Giovanni falla árið 2010 en hann lék undir stjórn van Gaal hjá Barcelona skömmu fyrir aldamótin. Eftir að van Gaal tók við félaginu fækkaði tækifærum Giovanni í liðinu og það fór illa í Brassann. Það sem tók steininn úr var þegar van Gaal bað Giovanni um að koma með liðinu til Tenerife fyrir deildarleik. Þegar þangað var komið sagði van Gaal honum að hann yrði ekki á leikskýrslu. Lucio Brasilíski varnarmaðurinn Lucio var um tíma einn besti miðvörður heimsfótboltans. Árið 2009 var hann seldur frá Bayern München til Inter á Ítalíu þar sem hann vann Meistaradeildina á sinni fyrstu leiktíð. Van Gaal, sem var stjóri Bayern þegar Lucio var seldur, var ekki ofarlega á vinsældalistanum hjá Brassanum. „Van Gaal særði mig meira en nokkur hefur gert,“ sagði Lucio um stjórnarhætti Hollendingsins. Hristo Stoichkov Stoichkov, besti leikmaður í sögu Búlgaríu, hefur nýtt öll tækifæri til að hnýta í van Gaal á undanförnum árum. Nú síðast varaði hann Pedro, leikmann Barcelona, við því að ganga í raðir United því van Gaal myndi „skemma félagið“. Þetta ósætti á rætur sínar að rekja til þess tíma þegar Stoichkov lék undir stjórn van Gaal hjá Barcelona. Van Gaal vildi losna við Stoichkov og fór svo að hann yfirgaf félagið árið 1998 og hélt heim til Búlgaríu. „Ég ber enga virðingu fyrir van Gaal. Hann er rusl af manneskju.“ Franck Ribery Frakkinn Franck Ribery hjá Bayern München er á þeirri skoðun að Van Gaal sé „slæmur maður“. Þeir unnu þýsku deildina og þýsku bikarkeppnina saman árið 2010. Þrátt fyrir góðan árangur þýðir það ekki að mikill vinskapur hafi ríkt á milli þeirra tveggja. „Við áttum í erfiðleikum með samskipti. Þegar hann kom vissi enginn hvað myndi gerast. Honum var alveg sama um nöfn og fyrri afrek leikmanna. Allir þurftu að sanna sig á nýjan leik.“ Sitt sýnist hverjum um orð Ribery en yfirleitt virka hlutirnir einmitt svona þegar nýr stjóri tekur við liði. Zlatan Ibrahimovic Zlatan og van Gaal unnu saman hjá Ajax þegar ferill Zlatans var á hraðri uppleið. Það fór ekki vel í Zlatan þegar van Gaal, sem þá var tæknilegur ráðgjafi Ajax-liðsins, vildi aðeins að Zlatan myndi spila í Meistaradeildinni þar sem liðið væri nánast búið að tryggja sér hol- lenska meistaratitilinn. Í ævisögu sinni sagði Zlatan að van Gaal væri „oflátungslegur asni“. Luca Toni Ítalski markahrók- urinn var frábær með Bayern München, allt þar til Louis van Gaal tók við félaginu. Samband þeirra var stirt og var Luca Toni afar óhress með þá meðferð sem hann fékk hjá van Gaal. Í eitt skipti togaði van Gaal leikmanninn upp á eyrunum þar sem hann sat og borðaði kvöldverð með liðsfélögum sínum. „Það, hvernig van Gaal kom fram við leikmenn sína, var skammarlegt.“ Robin van Persie Margir muna eftir fimmunni sem Robin van Persie gaf Van Gaal síðasta sumar eftir að sá fyrrnefndi skoraði með flugskalla gegn þáverandi heimsmeisturum Spánar á HM í Brasilíu. Stuðningsmenn Manchester United héldu að stórkostlegir hlutir væru í nánd. Raunin varð þó önnur og náði van Persie engu flugi með Manchester United á síðustu leiktíð. Meiðsli settu vissulega strik í reikn- inginn hjá van Persie. „Ég bað um að fá að spila með varaliðinu til að fá fleiri mínútur. En eftir það var ég aftur kominn á bekkinn í aðalliðinu. Andrúmsloftið á milli okkar breyttist,“ sagði van Persie eftir að hann var seldur til Fenerbache í sumar. Victor Valdes Louis van Gaal og Victor Valdes hafa eldað grátt silfur saman að undanförnu. Van Gaal lét hafa eftir sér fyrir skemmstu að Valdes eigi enga framtíð á Old Trafford – hann hafi ekki rétta hugarfarið til að spila fyrir Manchester United. Þegar van Gaal stýrði Barcelona fékk Valdes sín fyrstu tækifæri hjá Barcelona. Ekki leið á löngu þar til Valdes var aftur kominn í varaliðið við litla hrifningu markvarðarins sem neitaði að æfa. Van Gaal vildi að Valdes yrði seldur frá félaginu en forseti Barcelona á þeim tíma, Joan Gaspart, þvertók fyrir það að selja einn efnilegasta leikmann félagsins. Valdes var eflaust ánægður þegar Van Gaal var látinn taka pokann sinn skömmu síðar. Mark van Bommel Hollendingurinn Mark van Bommel lék undir stjórn van Gaal hjá Bayern München frá 2009 til 2011. Tækifærum van Bommels fækkaði þegar Luiz Gustavo var keyptur til félagsins. Í kjölfarið tilkynnti van Gaal að van Bommel yrði ekki lengur fyrirliði liðsins. Var orðrómur þess efnis á kreiki að van Gaal teldi van Bommel of valdamikinn í leikmannahópi Bayern-liðsins og þetta væri leið van Gaal til að sýna hver réði. Þetta fór illa í van Bommel sem móðgaðist sárlega vegna þeirrar meðferðar sem hann fékk. Rivaldo Rivaldo var einn besti, ef ekki besti, knattspyrnumaður heims þegar Louis van Gaal stýrði Barcelona-liðinu. Liðið vann tvo Spánarmeistaratitla í röð og var Rivaldo síógnandi á vinstri vængnum. Rivaldo vildi frekar spila í holunni svokölluðu – fyrir aftan fremsta mann – og lét hann van Gaal vita af því. Van Gaal tók þessari bón Rivaldo illa og ekki leið á löngu þar til einn besti knattspyrnumaður heims var kominn á bekkinn. Undir lok tímabilsins var ljóst að Barcelona myndi ekki vinna Spánarmeistaratitilinn og fór svo að van Gaal var látinn taka pokann sinn. Harður húsbóndi Van Gaal kallar ekki allt ömmu sína.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.