Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2015, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2015, Blaðsíða 31
Vikublað 18.–20. ágúst 2015 Menning 23 Á landamærum skáldskapar og heimilda n Mikill missir fyrir íslenska kvikmyndagerð hennar þegar hann sá Heut les Cou- ers! á kvikmyndahátíðinni í Cannes: „Ég var ekkert mjög spenntur að sjá þessa mynd því þetta virtist ekki vera sú týpa af mynd sem ég hef sérstak- an áhuga á. En ég varð algjörlega gagntekinn af henni – hún var ótrú- lega sterk. Hún kom mér gjörsam- lega í opna skjöldu. Það er svo flott hvað hún er óvægin og hreinskilin við sjálfa sig.“ Kristín var einnig hrifin af myndinni: „Þetta hefði getað spólað út í þvílíkt melódrama en það er ekki eitt augnablik þar sem hún lætur grípa sig í því að láta vorkenna sér eða vera fórnarlamb. Þetta er mik- il og sterk baráttumynd fyrir lífinu. Það var það sem hún horfði stöðugt á. Hún hefur haldið úti þessa baráttu við veikindin svona lengi af því að hún stóð með lífinu og horfði stöð- ugt á möguleikann á að skapa með- an hún væri á lífi.“ Í viðtali við Fréttatímann árið 2012 kom þetta viðhorf skýrt fram í orðum Sólveigar sjálfrar: „Ég er heppin og er mjög hamingjusöm. Lífið er þannig að maður veit aldrei hvenær því lýkur og það getur gerst hratt þannig að maður verður að nota þann tíma sem maður hefur og ég er að flýta mér.“ „Baráttan við þennan sjúkdóm litar líf hennar og alla hennar kvik- myndagerð,“ segir Baltasar. Leikstjóri í sannleiksleit Árið 2003 kom út myndin Stormviðri, sem var tekin upp í Vestmannaeyj- um og Frakklandi. Myndin fjallaði um samband tveggja kvenna, ís- lensks sjúklings og fransks læknis. Myndin var frumsýnd á Un Certain Regard-hluta Cannes-kvikmynda- hátíðarinnar. Didda skáldkona var ráðin í hlutverk sjúklingsins eftir að Sólveig sá hana á kaffihúsi í Reykja- vík. Didda lék í tveimur myndum til viðbótar og sagði Sólveig frá því að þær væru innblásnar af og byggðar á persónu Diddu. „Hluti af því sem hún er að fást við alla ævi er skáldskapurinn í heim- ildinni og heimildin í skáldskapn- um. Að afnema landamæri, hún er að dansa á landamærum skáld- skapar og heimildamynda,“ segir Kristín og bendir á að það sé sterk hefð fyrir slíkum landamæradansi í franskri kvikmyndagerð. Nefnir hún til að mynda hina 87 ára gömlu Agn- ès Varda, sem var brautryðjandi í frönsku nýbylgjunni og hafði vafa- laust áhrif á Sólveigu eins og lang- flestar kvikmyndagerðarkonur í Frakklandi. „Hún var mjög næmur leikstjóri og stíllinn hennar einkenndist af því að hún var ekki endilega með allt fyrirfram neglt niður hvernig hún ætlaði að hafa hlutina – hún leyfði þeim bara að gerast,“ segir Baltasar Kormákur, en hann lék undir henn- ar stjórn í Stormviðri. „Hún leitaði að sannleikanum frekar en að hún væri búin að negla allt niður og svið- setja í huganum. Hún kom svolítið eins og heimildamyndagerðarmað- ur að leiknum myndum – sem var svolítið nýtt fyrir mér.“ Önnur myndin sem Didda tók þátt í var jafnframt sú eina sem tek- in var upp á íslensku, Skrapp út. En hún er yfirleitt talin sú fyrsta í þrí- leik sem inniheldur einnig Queen of Montreuil (ísl. Drottningin af Montreal) og L‘effet Aquatique (ísl. Sundáhrifin) sem var í eftirvinnslu þegar Sólveig lést. Sjónarhorn kvenna Síðasta myndin sem kom út á með- an Sólveig lifði var Lulu Femme Nue (ísl. Lulu nakin kona) og gekk vel í kvikmyndahúsum í Frakk- landi. Myndin, sem er ferðasaga miðaldra konu sem flýr leiðigjarnt hversdagslegt fjölskyldulífið, fékk fjórar stjörnur í DV og sagði Valur Gunnarsson meðal annars í kvik- myndarýninni: „Það er hressandi að sjá konu á þessum aldri streit- ast gegn því hlutverki að vera fyrst og fremst einhver sem veitir öðrum umhyggju, heldur er Lulu mann- eskja af holdi og blóði með alls kon- ar kenndir og þrár.“ „Í frönsku blöðunum er talað um hvað þetta er mikill missir fyrir franskar konur – og bara alla Frakka – því hún var svo mikið að birta sjón- arhorn kvenna. Ég held að það sé ekki nema ein mynd sem hún hafi gert þar sem karlpersóna er í aðal- hlutverki, það var heimildamyndin um dauðarefsingar í Bandaríkjun- um. En að öðru leyti sýndi hún sjón- arhorn kvenna,“ segir Kristín. „Hún var mikill listamaður og ætti skilið að vera á dagskrá alveg stöðugt. Hún var mjög virt í Frakklandi og víðar og í miklu meiri metum en hér á landi. En það er kannski af því að myndir hennar hafa aldrei verið sýndar hér að einhverju gagni.“ n Helstu kvikmyndir Sólveigar Anspach Haut les coeurs! (1999) Made in the USA (2001) Stormy Weather (2003) Skrapp út (2008) Queen of Montreuil (2012) Lulu femme nue (2013) L'effet aquatique (væntanleg) Andagift Didda hefur verið innblástur fyrir og leikið stór hlutverk í fjórum kvikmyndum Sólveigar - meðal annars íslensku grínmyndinni Skrapp út. Líf og dauði Dauðarefsingar í Texas í Bandaríkjunum var viðfangsefni heimildamyndarinnar Made in the USA. Sterkar konur Síðasta myndin sem kom út á meðan Sólveig var á lífi var Lulu Femme Nue. og hljómleikagestir lyftu upp símum sínum og kveikjurum. Hljómsveitin gerði sig svo líklega til að ljúka tón- leikunum og tók lagið Use Somebody við góðar undirtektir. Eftir að hafa þakkað fyrir sig fóru rótararnir að fitla ómarkvisst við hljóðfæri og snúrur en samstundis fóru áhorfendur að kalla hljómsveitina upp aftur. Og gestir fengu vilja sínum framgengt og fjör- ið hélt áfram. Á eftir laginu Crawl og Black Thumbnail náði stemningin augljóslega hámarki þegar sveitin tók lag sem eflaust margir höfðu beðið eftir, Sex is on Fire. Kings of Leon er ein vinsælasta rokkhljómsveit heims og þessir tón- leikar voru augljós vitnisburður um ástæður þess. Öll lögin voru frá- bærlega flutt, hljómsveitarmeðlim- ir flottir á sviðinu og tónleikarnir gengu hnökralaust fyrir sig. Eitt sem stóð upp úr var sýningin á stóru skjá- unum fyrir ofan og hliðina á hljóm- sveitinni. Oft sýna þessir skjáir ein- faldlega stækkaða mynd af því sem fram fer á sviðinu og bæta engu sér- stöku við. Á þessum tónleikum voru þessir skjáir aftur á móti sérstök upp- lifun út af fyrir sig og var hreinlega erfitt að slíta augun frá þeim. Á þeim voru tónleikarnir sýndir með hefð- bundnum hætti en ýmsum áhrifum og bakgrunni bætt við svo úr varð frábært sjónarspil. Öll umgjörð tón- leikanna og skipulag var með mikl- um ágætum og þeim sem að tónleik- unum stóðu til mikils sóma. Þetta var í fyrsta sinn sem Kings of Leon heldur tónleika á Íslandi en hljómsveitin á augljóslega langan og reynslumikinn feril að baki og býr að fjölda aðdáenda hér á landi. Óþarfi er að hafa um það fleiri orð – tón- leikarnir voru frábærir frá upphafi til enda. n kolbeinn@dv.is Flottur Followhill Öll lögin voru frá- bærlega flutt og Followhill-bræðurnir (og frændinn) flottir á sviðinu. Mynd dAvíð Þór „Enginn þurfti að fara í grafgötur um að Höllin var upp- full af alvöru aðdáendum þar sem sungið var með hverju einasta lagi sem tekið var. Tveir æskuvinir sænska spennusagnahöfundarins Stieg Larssons birtu í vikunni grein þar sem þeir sögðu útgáfu The Girl in the Spider’s Web, framhaldsbók eftir David Lag- ercrantz byggða á Millienium- þríleik Lars- sons, vera „grafarrán“ og sölu- vöruvæð- ing á lífsverki Larssons væri hrein og klár sirkuslist. Bróðir og faðir Larssons hafa lagt blessun sína yfir bókina en arflaus lífs- förunautur hans, Eva Gabriels- son, er mótfallin útgáfunni. Bók- in kemur út um allan heim þann 27. ágúst. Samkvæmt nýrri rannsókn Andrew W. Mellon-sjóðsins á fjölbreytileika starfsfólks á listasöfnum í Bandaríkjunum eru hvítir starfsmenn um 72% allra starfsmanna safnanna – en í æðstu stjórnunarstöðum eru þeir um 84%. Þetta er mun hærra hlutfall en hjá þjóðinni sjálfri þar sem hvítir eru aðeins um 60%. Starfsmenn af öðrum kynþátt- um eru líklegri til að vera ráðnir í lægra launaðar og ábyrgðar- minni stöður listasafnanna. Lögreglan í Los Angel-es verður með sér- stakan við- búnað við frumsýningu á kvikmyndinni „Straight Outta Compton“, sem er byggð á sögu rappsveitarinnar N.W.A, næstkomandi fimmtu- dag. Þá mun lögreglan vera með aukinn viðbúnað í verkamanna- hverfinu Compton, þaðan sem þessir frumkvöðlar gengja- rappsins koma. Lögreglan segir ástæðuna fyrir viðbúnaðinum vera eldfimt ástand í Ferguson í Missouri þar sem lögregla skaut svartan óvopnaðan ungling til bana í fyrra og nýleg morð í kvik- myndahúsi í Louisiana. Fyrsti slagari N.W.A. „Fuck the Police“ var hörð gagnrýni á rasískar að- gerðir og ofbeldi af hendi lög- reglunnar. Úr listheiminum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.