Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2015, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2015, Blaðsíða 30
Vikublað 18.–20. ágúst 201522 Menning Allt sem þú vilt vita um sveppi Sveppahandbókin – 100 tegundir íslenskra villisveppa er bók eftir Bjarna Diðrik Sigurðsson. Átta- tíu tegundum villtra matsveppa er gerð skil og jafnframt tuttugu tegundum eitraðra sveppa sem ber að varast. Einnig er að finna í bókinni hagnýtar upplýsingar um sveppi og sveppatínslu, út- breiðslu og greiningu tegunda, hvenær best er að tína sveppi, um næringargildi þeirra og hvernig þeir skulu meðhöndlaðir. Nýjar bækur Á landamærum skáldskapar og heimilda n Sólveig Anspach er látin 54 ára að aldri n Gerði um 20 myndir S ólveig Anspach kvik- myndaleikstjóri lést 7. ágúst síðastliðinn eftir langa bar- áttu við krabbamein. Hún var 54 ára. Sólveig var stöð- ugt dansandi á mörkum ólíkra heima: bandarískur Íslendingur í Frakklandi, kona í karllægum kvik- myndabransa, heimildamynda- gerðarkona í leiknum kvikmyndum. Þrátt fyrir að vera ekki þekkt nafn meðal íslensks almennings naut Sólveig mikillar virðingar í Evrópu en hún gerði yfir tuttugu myndir í Frakklandi og á Íslandi: heimilda- myndir og sjónvarpsmyndir, auk fjölmargra stuttmynda. Á mörkum ólíkra þjóða Sólveig fæddist í Vestmannaeyj- um 8. desember árið 1960, dóttir Högnu Sigurðardóttur, fyrstu kon- unnar sem komst í fremstu röð ís- lenskra arkitekta, og Gerhards Anspach, Bandaríkjamanns af þýsk- um og rúmenskum gyðingaætt- um. Foreldrarnir kynntust í listahá- skóla í París, en þar hafði Gerhard ílengst eftir að hafa tekið þátt í inn- rás bandamanna í stríðinu. Eftir námið bjuggu þau um tíma í Banda- ríkjunum en hrökkluðust aftur til Frakklands vegna McCarthyismans í landinu – en pabbi Sólveigar var kommúnisti. Hún ólst því upp í París en varði sumrum hjá ömmu sinni og afa í Vestmannaeyjum. Í viðtali við Morgunblaðið í sept- ember 2003 sagðist hún hvorki líta á sig sem íslenska né franska kvik- myndagerðarkonu – kannski helst vestmannaeyska. „Maðurinn er eins og tré, á sér margar rætur. Ég á mér margar rætur, á Íslandi, Bandaríkj- unum og í Frakklandi, svo einhverj- ar séu nefndar. Föðuramma mín var rúmensk þannig að ég á rúmenskar rætur líka,“ sagði Sólveig. En Íslands- tengingin var alltaf sterk og sótti hún um íslenskan ríkisborgararétt á full- orðinsaldri. Í París hlaut Sólveig listrænt og heimspekilegt uppeldi og íslensk- ir listamenn áttu oft leið hjá. Krist- ín Jóhannesdóttir leikstjóri var tíður gestur á heimilinu eftir að foreldrar Sólveigar höfðu skilið. „Ég hef sjald- an upplifað jafn ótrúlega sterka kær- leiks- og félagsheild og jafnræði eins og á því heimili. Sólveig ólst upp við að það væri engin hírarkía í sam- skiptum manna, enda varð það síðar einkenni á persónusköpun hennar og tengslum milli persóna. Það eru allir jafnir og eiga sína möguleika,“ segir Kristín. Skáldskapurinn í heimildinni Eftir að hafa lagt stund á heim- speki og klíníska sálfræði nam Sól- veig kvikmyndagerð við Fondatiou Europenne des Métierd de l'Image et du Son, FEMIS-ríkiskvikmynda- skólann, og útskrifaðist 1989. Það var í þriðja sinn sem hún sótti um inngöngu en mamma hennar hvatti hana stöðugt til að gefast ekki upp. Allan tíunda áratuginn ein- beitti hún sér að heimildamyndum og vann meðal annars myndir um fæðingarstað sinn, Vestmannaeyj- ar, og var verðlaunuð á kvikmynda- hátíðinni í Cannes fyrir Made in the USA – mynd um aftökur í Texas. „Eins og oft þegar kvenleikstjór- ar og -höfundar eiga í hlut var hún að leita að einhverju tjáningar- formi eða tungutaki sem er ekki al- veg þessi karllæga sýn sem við höf- um lifað við og er ríkjandi. Hún lagði meira vægi á hið kvenlæga. Það sem mér fannst einkennandi í fari henn- ar var þessi ótrúlega fallega mýkt og elska gagnvart persónum, efninu og heiminum. En um leið var hún of- boðslega harður nagli,“ segir Kristín. Heimildin í skáldskapnum Fyrsta leikna kvikmyndin sem hún samdi og leikstýrði, Haut les Couers! (eða Hertu upp hugann!), frá árinu 1999 fjarlægðist raunveruleikann þó ekki mikið meira en heimilda- myndirnar. Myndina byggði Sólveig á eigin reynslu en hún fjallar um unga barnshafandi konu sem grein- ist með brjóstakrabbamein. Sólveig greindist sjálf fyrst með krabbamein aðeins 33 ára en þá var hún komin fjóra mánuði á leið. Karin Viard lék aðalhlutverkið og hlaut Cesar-verð- launin fyrir hlutverkið. Kvikmyndagerðarmaðurinn Baltastar Kormákur, sem átti síðar eftir að framleiða og leika fyrir Sól- veigu, segist fyrst hafa kynnst verkum „Lífið er þannig að maður veit aldrei hvenær því lýkur og það getur gerst hratt þannig að maður verður að nota þann tíma sem mað- ur hefur og ég er að flýta mér. Stór listamaður Sólveig Anspach kvikmyndagerðarkona er látin, 54 ára að aldri. Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Vala og afi skoða dýrin Vala fer í húsdýragarðinn er barna- bók eftir Þórunni Gyðu Björns- dóttur. Hún er leikskólakennari og lestur fyrir ung börn hefur verið henni hugleikin. Þetta er bók fyr- ir þau. Vala fer í húsdýragarðinn með afa og þau skoða dýrin. Og þá var kátt í Höllinni Kings of Leon í Laugardalshöll F immtudaginn 13. ágúst tróð hljómsveitin Kings of Leon upp fyrir framan hátt í 8.000 manns í Laugardalnum. Um leið og dyrnar opnuðust að Nýju Laugardalshöllinni streymdu rokkþyrstir aðdáendur hljómsveit- arinnar inn og komu sér fyrir. Þegar klukkan var orðin rúmlega átta og húsið farið að fyllast steig hljóm- sveitin Kaleo á svið og setti tóninn fyr- ir kvöldið eins og henni einni er lagið. Eftir heldur rólega byrjun keyrðu þeir allt í botn með lögunum Rock 'n' Roll- er og Fool. Það kemur ekki á óvart að Kaleo geri það gott því þrátt fyrir að hljómsveitin sé tiltölulega ung, sem og liðsmenn hennar, þá er tónlistin flutt af miklu öryggi og lögin grípandi. Rétt rúmlega níu mættu loks liðs- menn Kings of Leon á svið og Caleb Followill, söngvari hljómsveitarinn- ar, þakkaði Kaleo fyrir góða upphitun. Fyrr en varði varð ljóst að hvergi yrði slegið af og hljómsveitin tók lagið Supersoaker af nýjustu plötu sveit- arinnar. Því fylgdi svo hver smellur- inn á fætur öðrum í bland við minna þekkt lög af nýjustu plötum sveitar- innar. Meðal laga sem spiluð voru eru Fans, Closer, Knocked Up, Molly's Chamber, On Call og Notion. Enginn þurfti að fara í grafgötur um að Höll- in var uppfull af alvöru aðdáend- um þar sem sungið var með hverju einasta lagi sem tekið var. Skemmti- leg stemning myndaðist svo þegar hljómsveitin flutti lagið Cold Desert Logandi kynlíf Söngvarinn Caleb Followhill lifði sig inn í alla helstu slagara Kings of Leon, allt frá Molly's Chamber til Supersoaker og Sex on Fire. Mynd davíð Þór ATN Zebra 16 Z-spjótlyfta • Fjórhjóladrifin • Diesel • Vinnuhæð: 16,4m • Pallhæð: 14,4m • Lágrétt útskot: 9,3m • Lyftigeta: 230kg • Aukabúnaður: Rafmagns- og lofttenglar í körfu. • Til afgreiðslu strax Ýmsar aðrar ATN spjót- og skæralyftur til afgreiðslu með stuttum fyrirvara.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.