Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2015, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2015, Qupperneq 22
Vikublað 18.–20. ágúst 20156 Matur & veitingar - Kynningarblað Kjúklingastaðurinn Suðurveri fagnar 48 ára afmælinu Einn elsti skyndibita- staðurinn í Reykjavík K júklingastaðurinn Suður- veri, Stigahlíð 45–47, er lík- lega elsti starfandi skyndi- bitastaðurinn í Reykjavík. Staðurinn hóf starsfemi sína í Suðurveri árið 1967 og fagnar því 48 ára afmæli sínu nú í ár. Jón Eyjólfs- son tók við rekstri veitingastaðarins í september 2006 og er þriðji eig- andi hans. Ári síðar var Jón búinn að stækka og endurnýja allan veitinga- staðinn. Gómsætur kjúklingur Kjúklingastaður- inn í Suðurveri sér- hæfir sig auðvitað í kjúklingaréttum. Sér- kryddaðir steiktir kjúklingabitar eru án efa aðalsmerki staðar- ins en á matseðl- inum kennir ým- issa grasa. Á kvöldin er hægt að fá heilan grillaðan kjúkling sem er hægeldað- ur upp á gamla mát- ann. Þannig helst hann bragðmikill og safa- ríkur. Karríkjúklingur- inn er líka gríðarlega vinsæll, borinn fram með hrísgrjónum og dásamlegri karrísósu. Kjúklingaborgarinn er lag- aður úr heilum kjúklinga- bringum og borinn fram með frönskum sem sumir vilja meina að séu þær bestu í bænum. Ekki bara kjúklingur Kjúklingastaðurinn í Suður- veri ber nafn með rentu en það útilokar þó ekki aðra gómsæta rétti af matseðlinum. Fyrir hina sem kjósa hamborgara þá verða þeir alls ekki sviknir og er djúp- steikti fiskurinn fyrir löngu orðinn að föstum lið vikunnar hjá mörg- um íbúum í hverfinu. Nautasteikin bráðnar í munni með kryddsmjöri, smjörsteiktum sveppum og bragð- góðri sósu sem er að sjálfsögðu lög- uð á staðnum. Reyndar eru allar sósurn- ar sem fást á Kjúklinga- staðnum heimalagað- ar frá grunni rétt eins og hrásalatið, sem er víst að nálgast heimsfrægð. Mikil leynd er yfir uppskriftinni sem hefur haldist eins frá opnun, 1967. Það er lagað daglega og er því alltaf ferskt. Jón segir að svo vin- sælt sé það að fyrir hver jól komi heilu fjölskyldurn- ar sem kaupa það í magni með jólasteikinni. Þverskurður samfélagsins Þéttur hópur fastagesta hefur haldið tryggð við staðinn í gegnum árin. Það er alltaf mikið að gera á Kjúklingastaðnum í Suðurveri og í hádeginu og á kvöldin er staðurinn iðandi af lífi. Kúnna- hópurinn er breiður og á hverj- um degi sest þverskurður af þjóðfélaginu niður til að seðja hungrið eða grípur matinn með heim. Jón segir að staðinn sæki allir, allt frá unglingunum í hverfinu, þjóðþekktum einstaklingum, eldri borgurum, að fjölskyldufólki. Notalegt umhverfi Jón leggur mikið upp úr því að skapa traustum viðskiptavinum sínum huggulegt andrúmsloft. Bæði bekk- ir og borð eru stór og breið þannig að vel fer um fólk og er allur matur á staðnum borinn fram á alvöru borð- búnaði og sker sig þannig úr frá öðr- um skyndibitastöðum. Kjúklingastaðurinn í Suðurveri er opinn alla daga frá kl. 11.00 til 21.30. n „Mikil leynd er yfir uppskriftinni sem hefur haldist eins frá opnun, 1967.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.