Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2015, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2015, Blaðsíða 19
Vikublað 18.–20. ágúst 2015 Kynningarblað - Matur & veitingar 3 Einfaldleiki og alúð P rimo er veitingastað- ur í hjarta miðborgarinn- ar sem býður upp á alvöru ítalska matargerð þar sem ferskleiki og gæði hráefn- isins fær að njóta sín. Einfaldleiki og alúð einkennir matreiðsluna og sólin og gleðin sem umlykur Mið- jarðarhafið fær að skína í gegnum matinn frá Primo. Lagað frá grunni Á matseðli Primo finnur þú heimagert pasta eins og lasagne, gnocchi og cannelloni ásamt klassískum pastaréttum frá hin- um ýmsu héruðum Ítalíu. Ricotta- osturinn hefur verið fastur liður á borðum Ítala frá bronsöld en á Primo er hann lagaður frá grunni. Bræðurnir Kristinn og Brynjar, matreiðslu- menn Primo, leggja gríðarlega áherslu á meðhöndlun hráefn- isins, að það sé gert af alúð og af virðingu fyr- ir hinni ítölsku matar- hefð. Á matseðlinum er svo einnig að finna ljúffengt antipasti, úr- val af kjöti og fisk og á eftirréttaseðlinum leynist að sjálfsögðu panna cotta og tiramisu ásamt öðru góðgæti. Napólska pitsan Á Primo eru bakaðar einstakar pitsur. Brynj- ar hefur hartnær ára- tuga reynslu af pitsubakstri en þegar hann hóf störf á Primo langaði hann að færa sig nær uppruna pitsunnar eða til napólsku pitsunnar. Napólska pitsan, sem má kalla móður pitsunn- ar, er einfaldleikinn uppmálaður þar sem hvert hráefni fær að njóta sín til fullnustu. Deigið blæs mikið út en er þunnt og stökkt. Sósan er búin til úr þroskuðum og sólkysstum tómötum og ofan á sósuna er lagður ferskur mozzarella-ostur. Fersk basilíka og jómfrúarólífu- olía fullkomna svo þessa klass- ísku og margróm- uðu pitsu. Á þess- um grunni eru byggðar dásam- legar pitsur og á matseðlinum munu allir finna pitsu við sitt hæfi. Fullkominn endir Eftir góða máltíð er það til siðs í mörgum héruðum Ítalíu að bjóða upp á kælt Limoncello. Limoncello er líkjör sem er búinn til úr sítrón- um og er sætur og súr á sama tíma. Limoncello á sér langa sögu á Ítal- íu og trúa því margir að drykkurinn hafi lækningarmátt. Hvort það sé satt eður ei vita Kristinn og Brynj- ar að Limoncello er hinn fullkomni endir á góðri máltíð og bjóða mat- argestum Primo að ljúka máltíðinni á ítalska vegu. Veitingastaðurinn er í fallegu húsi við Bankastræti í Reykjavík. Þar er hugguleg stemning og kjörið umhverfi fyrir rómantíska máltíð, gæðastund með fjölskyldunni og borðhald fyrir stærri hópa. Primo býður bæði upp á hádegisverð og kvöldverð og í hádeginu er boðið upp á pitsu-, pasta- og fisk dags- ins á einstaklega góðu verði. Elhús- ið er opnað klukkan 11.30 alla daga nema laugardaga þegar opnað er klukkan 12.00 og er opið til 22.00 á virkum dögum en til 23.30 á föstu- dögum og laugardögum. Borða- pantanir eru í síma 553-4200 og finna má matseðla og aðrar upplýs- ingar á vefsíðu Primo, www.primo. is. n Alvöru ítölsk matargerð hjá Primo Alúð Á Primo eru bakaðar einstakar pitsur. MyNd ArNAsoN.Me Hlýlegt Andrúmsloftið á Primo er hlýlegt og gott. MyNd ArNAsoN.Me Hráefni Mikil áhersla er lögð á meðhöndlun hráefnisins. MyNd ArNAsoN.Me

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.