Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2015, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2015, Blaðsíða 29
Vikublað 18.–20. ágúst 2015 Lífsstíll 21 Rafport ehf • Nýbýlavegur 14 • 200 Kópavogur • S: 554-4443 • rafport.is Við bjóðum uppá allar gerðir merkivéla og prentara sem henta inná hvert heimili og fyrirtæki Komdu við og kíktu á þetta frábæra úrval sem við höfum upp á að bjóða FYRIR MEÐFERÐ EFTIR 2-7 DAGA EFTIR MEÐFERÐ ekki gera upp a mil li, al lir eiga skilid Baby Foot! , FÆST Í V E RS LUNUM UM LAND A L LT L angar þig í eitthvað verulega óhollt allan liðlangan daginn? Nú virðist vera komin einföld lausn: Spilaðu Tetris. Samkvæmt rannsókn sem birt- ist nýlega í tímaritinu Addictive Behaviours hefur tölvuleikurinn Tetris jákvæð áhrif á djúpa löngun í óhollan mat, kynlíf, svefn, sígarettur, kaffi og áfengi. Vísindamenn fengu 31 þátttak- anda til að lýsa reglulega í skila- boðum löngun sinni í mat, áfengi, kaffi, sígarettur og ýmsar athafnir nokkrum sinnum á dag í eina viku. Tæplega helmingur þátttakenda var látinn spila Tetris í þrjár mínútur af og til. Í ljós kom að tölvuleikurinn minnkaði löngunina töluvert. Jackie Andrade, einn vísinda- mannanna sem kom að rannsókn- inni, segir útskýringuna einfalda. „Hluti af lönguninni er að ímynda sér upplifunina sem felst í því að neyta efnisins eða framkvæma athöfnina. Það er erfitt að ímynda sér eitthvað ljóslifandi á sama tíma og maður spilar Tetris,“ sagði Andrade. Vísindamenn sem komu að rann- sókninni vonast til þess að hægt sé að yfirfæra aðferðina á einstaklinga sem eiga við alvarlegan fíkniefna- vanda að stríða. n Tetris gegn óhollustu Tölvuleikurinn hefur jákvæð áhrif á sterka löngun Tetris Þátttakendur spiluðu tölvuleikinn fræga í nokkrar mínútur á dag. V ísindamenn hafa fundið tengsl á milli hjónabandserf- iðleika og slæms mataræð- is. Í rannsókn, sem fjall- að var um í tímaritinu Clinical Psychological Science, kom fram að magn hormóns sem tengist matar- lyst mælist hærra hjá hjónum eft- ir rifrildi ef hjónin voru í eðlilegri þyngd eða rétt yfir meðalþyngd miðað við BMI-stuðulinn. Enginn munur mældist hjá hjónum með BMI yfir 30. Lisa Jaremka, aðstoðarpró- fessor við bandaríska háskólann í Delaware, sem hefur rannsakað tengsl milli andlegs álags og matar- æðis, segir niðurstöðurnar ekki sanna að rifrildin valdi slæmum ákvörðunum þegar kemur að matar- æði. „En það eru greinileg tengsl þar á milli hjá báðum kynjum.“ n Tengsl milli rifrilda hjóna og óhollustu Hormón sem tengist matarlyst mælist hærra K onur sem vinna meira en 40 tíma á viku eða lyfta reglulega þungu gætu verið lengur að verða ófrískar en aðrar kon- ur. Þetta kemur fram í bandarískri rannsókn sem fréttastofa Reuters fjallaði um. Vísindamenn fylgdu 1.739 hjúkrunarfræðingum sem reyndu að verða ófrískar. Um 16% þeirra höfðu ekki tekist ætlunarverk sitt innan tólf mánaða og 5% ekki innan tveggja ára. Konur sem unnu meira en 40 tíma á viku reyndust 20% lengur að verða ófrískar miðað við konur sem unnu frá 21 tíma upp í 40 tíma. Konur sem lyftu yfir 10 kílóum nokkrum sinnum á dag voru 50% lengur að verða ófrískar. Audrey Gaskin, vísindamaður við Harvard-skólann í Boston og einn af aðstandendum rannsóknarinn- ar, segir flest heilbrigð pör eiga von á barni innan þriggja mánaða. n Mikil vinna hefur áhrif á frjósemi Það borgar sig að fara hinn gullna meðalveg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.