Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2015, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2015, Blaðsíða 13
Vikublað 18.–20. ágúst 2015 Fréttir 13 veittar upplýsingar um stöðu mála. Það kom Sylvíu í raun á óvart hversu miklar upplýsingar hún gat fengið frá sendiráðinu í ljósi þess hvernig lögfræðingurinn hafði greint henni frá málavöxtu. „Mér finnst mjög ljótt að gera þetta, að segja mér að fólkið sé allt látið og það í svona slysi. Ég veit auðvitað ekkert hvað hann var að hugsa, en ég skil þetta ekki. Ég fékk þessar upplýsingar strax frá sendi- ráðinu,“ segir hún og hrósar starfs- fólki þýska sendiráðsins á Íslandi í hástert. Það hafi verið allt af vilja gert til að aðstoða hana og koma á þessari tengingu sem er henni afar dýrmæt. Fann upprunann „Ég veit núna að ég er barn þýskrar konu og Tyrkja. Það segir mér ým- islegt um mig sjálfa. Ég er blóðheit, kannski svolítið snögg upp og verð fljótlega brún – nema á fótunum,“ segir hún og brosir. Nafnið Sylvía fylgdi henni líka heim frá Þýska- landi. Hún segist einnig rekja marga persónueiginleika sína til íslensku foreldra sinna. „Ég er líka mjög lík þeim að mörgu leyti, stundum alveg ótrúlega lík þeim.“ Hún hefur ekki fengið öll svörin við spurningum sínum, þótt hún viti sumt. Blóðmóðir hennar eignaðist sex börn, tvær telpur og fjóra drengi, og gaf þau öll til ættleiðingar. Sylvía veit ekki til þess að hún eigi samfeðra systkini sjálf, en segist hafa heyrt að í hópnum séu bræður sem eru tvíburar. Þeir virðast þó ekki hafa farið á sama heimilið og voru að lík- indum ættleiddir hvor í sínu lagi. Ættleiðingin var lokuð að því leytinu að hún gat ekki sjálf haft samband við systkini sín. Þau urðu sjálf að fá upplýsingar um hana og hennar hagi í gegnum millilið, það er sendi- ráðið, og það var svo í þeirra hönd- um hvort þau myndu hafa samband. Þau fengu öll netfangið hennar og aðrar upplýsingar til að hægt væri að hafa samband. Sendiráðið fann allan hópinn og öll systkini hennar vita því af henni, sem og blóðmóðir hennar. Blóðfaðir hennar hefur ekki svarað kalli sendiráðsins, en hún hefur skrif- ast á við blóðmóður sína. Þá hefur hún náð sambandi við þrjú af fimm systkinum og hitt tvö þeirra. Tveir bræður hennar hafa ekki svarað, en vita af henni og hafa netfangið hennar. Það eru líklega tví- burarnir. „Það er kannski ekki skrítið að fólk vilji ekki umturna öllu, en ef þetta hefði verið ég hefði ég skrifað þeim um leið. Vonandi láta þeir í sér heyra einhvern tímann.“ Blóðmóðir hennar reyndist vera mikill ferðalangur og var síðast þegar Sylvía vissi í Noregi. „Ég hef minni áhuga á að komast í samband við hana,“ segir hún. „Mér finnst það óneitanlega svolítið sérstakt að hún hafi eignast sex börn og gefið þau öll, en ég veit auðvitað ekkert hvers vegna hún gerði það.“ Ómetanleg tenging Sambandið við systur hennar og bróður hefur verið Sylvíu ómetan- legt. „Ég er elst systkina minna hérna heima, en ég er yngst úti. Þetta var auðvitað skrítið. Skyndilega átti ég fimm systkini – ég hélt þau væru kannski eitt eða tvö,“ segir Sylvía og brosir. Í ljós kom að systkini henn- ar höfðu ekki miklar innri tengingar og höfðu öll alist upp hvert í sínu lagi. „En þau vissu ekki af mér, ekkert þeirra, eftir því sem ég kemst næst. Ekki fyrr en ég fór að leita. Ég veit að systir mín er svo í sambandi við blóð- móður okkar þótt ég sé það ekki sjálf.“ Bíómyndaupplifun „Fyrsta systkinið mitt hafði sam- band við mig í ágúst 2013. Svo kom þetta bara svona eitt af öðru og ég fór svo út í apríl 2014. Þá fór ég með dóttur minni og hitti systur mína og dóttur hennar. Við hittumst í Frank- furt. Við ákváðum að fara bara í nokkra daga, svona ef þetta skyldi ekki heppnast. Ég gerði mér alveg grein fyrir því að þetta gat orðið gott, en ég vissi að þetta gat verið slæmt. En ég varð bara að taka þessa áhættu. Þetta hafði setið svo lengi í mér.“ Þegar hún loksins hitti svo systur sína var það tilfinningaþrungin stund. „Hún bara grét og grét. Þetta var svona eins og í bíómynd,“ segir hún. „Ég hafði eiginlega ekki tíma til að gera neitt nema að halda utan um hana.“ Sylvía fór aftur út í vor og voru þá miklir fagnaðarfundir. „Núna þegar við hittumst aftur þá bara ríghélt hún í mig.“ Þau systkinin sem hafa náð að tengjast, hafa samband í gegn- um netið, spjalla saman í tölvu- póstum og sjá myndir á Facebook. Systurdóttir hennar hefur svo kom- ið hingað til lands tvisvar á síðustu tveimur árum. Í maí síðastliðnum fóru þær Sylvía og Manuela, systir hennar, að hitta bróður þeirra, Peter. Hann glímir við alvarleg veikindi og í raun vissi Sylvía ekki hvort hún væri að fara að hitta hann í fyrsta og jafn- framt síðasta sinn. „En ég ákvað að ég vildi fara að hitta hann núna, hvernig sem það færi svo. Mér fannst það mjög mikilvægt.“ Sylvía leggur sig fram um að læra þýsku og er að taka áfanga í þýsku til að komast nær systkinum sín- um, en þau tala flest takmarkaða ensku. „Þetta kemur smátt og smátt. Ég þyrfti líklega að komast til Þýska- lands, búa og vinna og þá kemur þetta. Þangað til læri ég þetta bara í skólanum hérna heima.“ Sér ekki eftir neinu „Ég myndi aldrei vilja skipta á neinu – ég ólst upp hjá yndislegum for- eldrum og er í góðu sambandi við föður minn. En ég hvet fólk til að fara og leita ef það hefur áhuga á því. En það verða allir að gera sér grein fyrir því að þetta getur farið á báða vegu. Þetta geta verið von- brigði, en þetta getur verið mikil hamingja. Ég gerði það og ég sé ekki eftir því.“ n Glerhreinsir • Gólfsápa • WC hreinsir Rykmoppur og sápuþykkni frá Pioneer Eclipse sem eru hágæða amerískar hreinsi- vörur. Teppahreinsivörur frá HOST Hágæða hreinsivörur – hagaeda.is og marpol.is – Sími: 660 1942 Frábærar þýskar ryksugur frá SEBO Decitex er merki með allar hugsanlegar moppur og klúta í þrifin. UNGER gluggaþvottavörur, allt sem þarf í gluggaþvottErum einnig með: Marpól er með mikið úrval af litlum frábærum gólfþvottavélum Tilboð fyrir hótel og gistiheimili í apríl/maí! „Það var samt ekki þannig að ég væri sérstaklega að leita að blóðforeldrum mínum, heldur systkinum mínum. Systkini Hér eru þau Manuela, Peter og Sylvía. Þau hittust í fyrsta sinn í maí, en Peter glímir við alvarleg veikindi. Sylvía veit því ekki hvort eða hvenær hún fær tækifæri til að hitta hann aftur. Það var því mikilvægt að þau náðu að hittast í vor. Mynd Úr einkaSaFni Fjölskylda Bróðursonur Sylvíu er sláandi líkur henni eins og sést vel á þessari mynd. Mynd Úr einkaSaFni Stór hópur Hér má sjá Sylvíu og systkinabörn hennar, systur og dóttur Sylvíu. Á myndinni eru einnig tengdabörn Peters og Manuelu. Mynd Úr einkaSaFni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.