Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2015, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2015, Blaðsíða 32
Vikublað 18.–20. ágúst 201524 Menning Sögur tveggja listakvenna Gunnella og Lulu Yee sýna verk sín í Gallerí Fold L istakonurnar Gunnella og Lulu Yee sýna verk sín í Gall- erí Fold. Sýning þeirra stend- ur til 30. ágúst. Gunnella sýnir olíumálverk og verk Lulu Yee eru fígúratífir skúlptúrar úr keramiki. Gunnella er spurð af hverju þær hefðu kosið að sýna saman: „Við kynntumst á síðasta ári á samsýn- ingu í Seattle í Bandaríkjunum. Lulu var sýningarstjóri og valdi fjóra lista- menn frá Íslandi og fjóra frá Banda- ríkjunum fyrir sýning Sú sýning bar nafnið Auga Óðins og þemað þar var Óðinn og goðafræðin. Eftir sýn- inguna héldum við sambandi. Sýn- ing á verkum mínum var fyrirhug- uð í Gallerí Fold og þá kom upp sú hugmynd að Lulu Yee myndi taka þátt í þeirri sýningu með mér. Okkur fannst verkin spila vel saman. Mín- ar myndir eru litríkar og hennar verk sömuleðis. Hún vinnur út frá álfum, huldufólki og tröllum. Mitt þema er íslensk náttúra, saga okkar, menning og sveitalíf.“ Sýning listakvennanna hefur yf- irskriftina Sögur. Við erum báðar að segja sögur,“ segir Gunnella. „Fólk hefur sagt mér að þegar það horfi á myndirnar mínar sjái það sögu í þeim, en það þarf ekki endilega að vera sú saga sem mér fannst ég vera að segja. Það er alltaf eitthvað að ger- ast í myndunum og það má ef til vill lesa margt úr þeim. Hver og einn skilgreinir þær á sinn hátt.“ Gunnella hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga. Hún var heiðruð af New York Times og valin á lista tíu bestu myndskreyta árið 2005 í Banda- ríkjunum fyrir bókina Hænur eru hermikrákur eftir Bruce McMillan. Í október mun Mjólkursamsalan nýta mynd eftir hana á mjólkurfernur og ágóðinn af sölunni rennur til styrktar tækjakaupa á Landspítalanum. Lulu Yee býr í New York en er fædd og uppalin í Kaliforníu. Hún hefur áður haldið sýningu á Ís- landi en auk þess sýnt verk sín víða um heim og tekið þátt í fjölmörgum samsýn- ingum. Hún bjó á Íslandi um fjögurra ára skeið. „Ég kom hingað árið 1996 eft- ir að mamma dó og mál- aði myndir sem ég kalla kraftaverkamyndir,“ segir hún. „Ég ræddi við fólk um kraftaverk og málaði það sem það sagði mér. Sögurn- ar voru margs konar. Einn maður sagði mér frá föður sínum sem var farþegi í flug- vél sem brotlenti og komst lífs af. Hann lýsti fyrir mér slysinu frá sjónarhóli föður síns. Það var kraftaverk að faðir hans skyldi lifa af því margir létust í slysinu. Ein kona hafði þráð að eign- ast barn mjög lengi og fékk loks þá ósk sína uppfyllta. Þarna voru líka sögur af fólki sem færði fórn fyr- ir aðra.“ Lulu Yee segist vinna myndlist sína með fjöl- breytilegum hætti, hún málar með olíu, vinn- ur með textíl og keramik. Fígúrurnar sem eru á sýn- ingunni eru málaðar með leirmálningu og glerungum og margbrenndir sem skapar mörg lög af teikningu og lit. „Ég hef málað þessar fígúrur í næstum 20 ár en síðustu ár hef ég gert þær úr keram- iki og fyrir vikið verða þær enn meira lifandi en áður,“ segir hún. n Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is „Það er alltaf eitt- hvað að gerast í myndunum og það má ef til vill lesa margt úr þeim. Hver og einn skilgreinir þær á sinn hátt. Lulu Yee og Gunn- ella Verk þeirra spila vel saman enda eru þær báðar að segja sögur. MYnd SiGtrYGGur Ari Auðhumla eftir Gunnellu „Mitt þema er íslensk náttúra, saga okkar, menning og sveitalíf,“ segir hún. Verk eftir Lulu Yee Verkin eru fígúratífir skúlptúrar úr keramiki. Fæst í öllum helstu apótekum og Heilsuhúsinu.www.provision.is Viteyes AREDS2 er andoxunarvítamín með sinki, lúteins og zeaxantíns og er ætlað við aldursbundinni augnbotnahrörnun. Nú er vítamínið með endurbættri formúlu sem gerir það enn betra en áður. Viteyes í nýju umbúðunum er komið í dreifingu og er fáanlegt á sömu stöðum og áður, um allt land. NÝTT OG ENDURBÆTT AUGNVÍTAMÍN Í NÝJUM UMBÚÐUM! Nýjar umbúðir Augnheilbrigði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.