Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2015, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2015, Side 16
Vikublað 18.–20. ágúst 2015 Heimilisfang Kringlan 4-12 6. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 16 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson • Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Þá er lagt af stað í land- vinninga viðbjóðsleikans Vigdís Hauksdóttir, um meinta andúð Láru Hönnu bloggara á henni og Framsókn. – DV Ólga í Sjálfstæðis- flokknum Ólga er innan Sjálfstæðisflokks- ins vegna afstöðu formannsins, Bjarna Benediktssonar, til við- skiptaþvingana gagnvart Rúss- landi. Einkum mun óánægjan vera í röðum frjálslyndari hægri manna sem endurspeglast meðal annars í skrifum Þórlind- ar Kjartanssonar á Deiglunni og um- mælum Þorsteins Pálssonar í viðtali við Eyjuna. Er það mál manna í þessum armi flokksins að hvers kyns fráhvarf frá viðskipta- þvingunum gagnvart Rússum feli í sér meiri háttar breytingu á áratuga gamalli stefnu flokks- ins í utanríkismálum. Fari svo að Bjarni fylgi stefnu útgerðar- manna frekar en utanríkisráð- herra í hans eigin ríkisstjórn má búast við að ólgan nú sé aðeins sýnishorn af því sem koma skal. Furðuleg umræða Umræðan um þátttöku Íslands í refsiaðgerðum vesturveldanna gegn Rússum hefur tekið á sig margar furðulegar myndir á síð- ustu dögum. Þannig virðist þess misskilnings hafa gætt hjá sum- um á hægri væng stjórnmálanna að þær aðgerðir séu sérstaklega á vegum Evrópusambandsins. Svo er þó augljóslega ekki en auk langsamlega flestra ríkja Evrópu – bæði utan og innan ESB – þá styðja einnig lýðræðisþjóð- ir á borð við Bandaríkin, Japan, Nýja-Sjáland, Ástralía, Kanada og Japan refsiaðgerðirnar gegn ráðamönnum í Kreml. Þá hafa aðgerðir Rússa á Krímskaga og í austurhluta Úkraínu, í trássa við alþjóðalög, verið fordæmdar af öllum fimmtán þjóðum Öryggis- ráðs Sameinuðu þjóðanna nema tveimur – Kína og Rússlandi. Hvert einasta orð hefur staðist tímans tönn Lára Hanna Einarsdóttir, um reiði Vigdísar yfir tveggja ára gamalli Facebook-færslu hennar. – DV Að sjálfsögðu tekur Ísland þátt í refsiaðgerðum gagn vart Rússlandi Unnur Brá Konráðsdóttir, sem talaði þvert gegn orðum formanns síns um sama mál. – DV F erðamannastraumurinn til Ís- lands hefur náð nýjum hæð- um. Við státum af því að vera þægileg heim að sækja og góð- ir gestgjafar. Margt bendir þó til þess að við náum ekki að sinna því hlut- verki jafn vel og við vildum. Fréttir um helgina um miklar raðir í Leifs- stöð í bland við illa hirta flugstöðina er ekki sú mynd sem við viljum gefa gestum okkar, hvort sem þeir eru að koma eða fara.. Fljótlega dregur úr þessum mikla straumi. Kúfurinn er senn að baki. Stjórnvöld á sviði ferðamála verða að bregðast við nú þegar og koma þessum hlutum í það horf að sómi sé að. ISAVIA, sem annast rekstur Leifsstöðvar, þarf að gera betur. Það er ekki ásættanlegt að ruslafötur séu yfirfullar og rusl dreifist um flugstöð- ina. Þessi mikli fjöldi ferðamanna hlýtur að gefa ISAVIA meiri tekjur og krafan er að starfsfólki verði fjölgað til að anna þessu verkefni á sóma- samlegan hátt. Sama gildir um önnur svið ferða- þjónustunnar. Stjórnvöldum ber að flýta vinnu við að koma á einhvers konar náttúrugjaldi sem nýtt verði til uppbyggingar á viðkvæmum svæð- um. Tryggja þarf öryggi á hættuleg- um stöðum og stuðla að viðunandi hreinlætisaðstöðu. Það er enginn tími til stefnu. Rökin liggja fyrir og búið að margtyggja þau af öllum að- ilum. Nú væri mikilsvert að sann- ir náttúruvinir hegði sér sem slíkir og leggi lið þeirri aðferð sem hent- ugust er. Láti pólitík ekki ráða för. Í stað gagnrýni verði samvinna og samstarf um útfærslu náttúrugjalds/ passa/skatts/greiðslu, eða hvaða nafni menn vilja nefna þá gjald- töku sem blasir við að vera sjálfsögð. Þetta þarf að vera eitt af fyrstu ver- kefnum þegar Alþingi verður sett, fyrri hluta september. Þegar nýtt ferðamannatímabil rennur upp á næsta ári þurfum við að vera í stakk búin til að taka utan um þessi mál. Þá verða engar afsakanir í boði. Það er skammur tími til stefnu og okk- ur ber að nota hann vel. Við þurfum að hlúa að orðstír okkar sem ferða- mannaland og um leið að tryggja að náttúruperlur standi áfram und- ir nafni. Tíminn til að koma þessum hlutum í rétt horf er núna. n M enn og þjóðir trúa enn á kraftaverk þótt vísindin hafi útilokað þau bjánaleg- ustu en tekið við af þeim á vissan hátt og trúnni sem prestar mölluðu í kirkjum en vísindamenn núna með tilraunum á músum. Þá er ekki minnst á markaðshjá- trú, fjármálahjátrú, femínistahjá- trú og stjórnmálahjátrú með eða án einræðisherra. Þjóðahjátrú tengd einstaklingum byggist oft á þeim. Einnig geta þjóðir trúað á forseta eða forsætisráðherra, menn og konur. Til að verða dýrkaður er gott að hafa fæðst flugríkur eða risið úr fá- tækt til metorða og ekki sakar að koma frá útkjálka, hafa í æsku mok- að úr fjósi, orðið fyrir einelti, lækn- ast af hæfilegri geðtruflun, áfengis- sýki, vera með laskað móðurlíf eða hafa jafnvel brotið af sér, því batnandi manni er best að lifa. Hjátrú er þess eðlis að hún lúrir í sálinni og ekki beitt hversdags nema til matgæsku, bætiefnaáti og öðru sem léttir leiðann yfir að vera ekki snilling- ur en geta fengið uppbót með hjálp- armeðulum svo hægt verði að ljúga að maður virki sjálfan sig í tengslum við umhverfið og þekkingu á heimin- um. En þegar mikill vandi steðjar að þjóðum gýs hjátrúin upp. Þá er leitað í flýti að kraftaverkakarli á æðri stöðum. Konur eru lægra settar hvað varðar lausnarorðin. Þær ráða á sviði krafta- verka hrukkukremsins, jóga og góð- verkahlaupa gegn krabbameini. Síst er að undra að núna „þegar við fáum að kenna á Rússum í alvöru“ sé svip- ast um eftir lausnara. Beiðni um hann koma frá smábátasjómönnum, að for- setinn fari að tala við einkavin sinn, Pútín, og komi með lausn á sölu mak- rílsins sem enginn veit hver á; kannski stolinn frá öðrum kvótaþjóðum. Það skiptir engu máli í íslenskri réttlætis- hugsun. Engan skyldi undra að sjómenn finni snjallræði sem varðar Bessa- staði, þeir munu fyrstir hafa stung- ið upp á því að við fengjum magnað- an kvenforseta. Núverandi forseti er líka magnaður og hefur leitaði bjarg- ráða til annars forseta í tengslum við þjóðarstolt þegar hann bað Clinton að láta gera hetjumynd um Leif Ei- ríksson í anda kvikmyndarinnar um Pocahontu. Clinton hreifst en sagð- ist engu ráða í Hollywood. Kannski tekst betur með Pútín. En hví ekki að senda Jón Gnarr í peysufötum eða Pál Óskar í búningi á víkingaskipi? Líklega mundu goðin sigla heilir í höfn og hvetja smábátasjómenn til frekari markílveiða og ríkisstjórn- ina að koma ekki nálægt öðru en ál- veravæðingu. Svipaður barnsskapur er ekki séríslenskt fyrirbrigði í samtíman- um á bjargráðasviðinu. Forsætisráð- herra Grikkja fór með eiginkonuna í betliför til Moskvu að leita lausna hjá Pútín. Eiginkonan lætur aldrei sjá sig opinberlega en ástæðan fyr- ir undantekningunni var sú að hún kom kommúnisma inn hjá eigin- manninum á unglingsárum þeirra og átti í förinni að leika á komm- úníska strengi í Kreml. En þar rík- ir þá hvorki sovétskt bræðralag né marxismi; markaðshyggja komin í staðinn. Forsætisráðherrann leit- aði á aðrar slóðir og fékk til bjargar amerískan svikahrapp, Glenn Kim, úr banka Lehman Brothers sem olli mesta bankahruni fégráðugra þjóða samtímans. Hægt er að segja að ráð gríska vinstrimannsins hafi svínvirk- að, að snúa við blaðinu. Hann gekk í lið með fyrrum andstæðingum og át ofan í sig gríska vinstragumsið fyrir skammtímalausn. Kannski reynir ríkisstjórn okkar svipað, að éta ofan í sig „skagfirska prinsipið“ og hefja til vegs óvenju- lega visku Birgittu Pírata sem segir að maður eigi aldrei að láta öll eggin í sömu körfu. Sigmundur gæti líka far- ið til Færeyinga og Grænlendinga og beðið þá að smygla fiskinum okkar til Rússlands og láta óseljanlega skag- firska kindaskrokka fljóta með í pakk- anum. n Tíminn er naumur og hann er núna Kraftaverk „En hví ekki að senda Jón Gnarr í peysufötum eða Pál Óskar í búningi á víkingaskipi? Guðbergur Bergsson rithöfundur Kjallari Leiðari Eggert Skúlason eggert@dv.is „ Í stað gagnrýni verði samvinna og samstarf um útfærslu náttúrugjalds/passa/ skatts/greiðslu, eða hvaða nafni menn vilja nefna þá gjaldtöku sem blasir við að vera sjálf- sögð. Mynd EGGErt SKúLaSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.