Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2015, Qupperneq 37

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2015, Qupperneq 37
Vikublað 18.–20. ágúst 2015 Fólk 29 Beikon og stuð á Skólavörðustíg n Ljúfir tónar n Ilmandi beikon B eikonhátíðin á Skólavörðustíg er orðinn árviss við- burður og set- ur mikinn svip á borgarlífið. Ljósmyndari DV var á svæðinu á laugardaginn og tók þess- ar skemmtilegu myndir. n ragga@dv.is Mótmælahópurinn Þessir gárungar höfðu klætt verðandi brúðguma upp sem Valla og létu hann halda á ljómandi fínu mótmælaskilti. Þessi jakkaföt verða ekki toppuð Jakob Frímann miðborgarstjóri horfir dolfallinn á amerískan beikongest í mest viðeigandi jakkafötum dagsins. Maður- inn með nikkuna Reynir Jónasson mætti með nikkuna og setti skemmti- legan svip á hátíðina. Á ferðinni Ellý Ármanns og dóttir hennar, Ellý, kátar á leið upp Skólavörðustíginn. Biðin eftir beikoninu Mikill mannfjöldi lagði leið sína á hátíðina um helgina. Flestir sneru heim með beikon í maga! H ún segir sögur af konu sem gleypti glerflygil í fullri stærð og leyfir okkur að heyra hvernig hann glamrar inni í henni þegar hún hreyfir sig. Hún skimar eftir jarðætum og kyrjar á sinn einstaka hátt um ketti með ráða- brugg í bakgarðinum. Hugmynda- flugið virðist engin takmörk eiga sér og hún talar stórkostlega fallegt mál. Steinunn Eldflaug Harðardóttir, eða DJ Flugvél og geimskip, er einn sérstæðasti tónlistarmaður sem Ís- land hefur alið. Mál manna er að hún gæti verið hin nýja Björk – ef nógu margir munu kunna að meta einstak- an stíl hennar. Þriðji hljómdiskur Steinunnar, Nótt á hafsbotni, kom út nýverið og af því tilefni hélt tónlistarkonan magn- aða neðansjávartónleika á Húrra, laugardagskvöldið 15. ágúst. Steinunn er algjörlega óhrædd við að fara ótroðnar slóðir í tónlist sinni og skapar þannig hljóðheim sem er engu líkur. Sjálf kallar hún hana el- ektróníska furðutónlist. Röddin henn- ar er eins og mjúkur bjölluhljómur sem lokkar og hreyfir við þeim sem á hlýða og það er hreinlega ekki hægt að vera í vondu skapi þegar tónarnir hljóma. Vinur útsendara DV á tónleik- unum lét þau orð falla að hann gæti hlustað á hana endalaust, hún ætti að lesa inn hljóðbækur. Þar hitti hann naglann á höfuðið því Þórunn Hjart- ardóttir, mamma Steinunnar, á far- sælan feril í innlestri hljóðbóka, sömuleiðis afinn, Hjörtur Pálsson, og amma hennar, Steinunn Bjarman, hefur lesið útvarpssögur á Rás 1. Steinunn fékk tónleikagesti til að föndra fiska, setja þá á prik, og mæta með á tónleikana. Fiskarnir þetta kvöld voru úr pappír, glimmer, sum- ir prjónaðir og sumir með ljósi! Söng- konan veitti glæsileg verðlaun fyrir þrjá flottustu fiskana, boli og hljóm- diska, við mikinn fögnuð viðstaddra. Í lokin dreif hún mannskapinn út á götu þar sem hún tryllti lýðinn með örlítilli flugeldasýningu eins og henni einni er lagið. n Verkfærin hennar Steinunnar Raf- magnspíanó og trommuheilar og alls konar glingur er meðal þess sem Steinunn notar til að skapa einstaka tónlist sína. Neðansjávar- tónar og glamúr n DJ Flugvél og geimskip með tónleika á Húrra n Einstök gleði í furðulegri raftónlist Ragnheiður Eiríksdóttir ragga@dv.is Nótt á hafsbotni Svona lítur nýja platan út. Laser, glimmer og neon! Sviðsmynd Steinunnar er einstök á hverjum tónleikum. Hún klæðist litríkum fatn- aði með alls konar áferð, málar sig í framan með neonlitum og festir ljós á hendur sínar. Steinunn í sínu nátt- úrulega umhverfi Þarna verða töfrarnir til! MyNdiR SigtRygguR ARi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.