Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2015, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2015, Blaðsíða 28
Vikublað 18.–20. ágúst 201520 Lífsstíll Sími 555 3100 www.donna.is Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Skjót fyrstahjálp, hjartahnoð og hjartastuðtæki björguðu lífi mínu Ég lifði af Betri kostir í brauðmeti n Hugleiðingar um brauðmeti n Hugmyndir fyrir millimál n Fjölbreyttir möguleikar Þ egar fólk ákveður að taka sér hollari og betri lífsstíl fyrir hendur er oft þörf á miklum breytingum. Eitt það erfið- asta virðist vera að minnka brauðneysluna, flestir eiga í svoköll- uðu ástar-/haturssambandi við brauðmeti. Viðkomandi veit að hvítt brauð er ekki hollt í miklu magni, en það er bara svo lúmskt gott að það er erfitt að segja skilið við það. Þegar ég var yngri var brauð talið mun hollara en það er í raun og veru, það voru allir með brauð í nesti á mín- um skólaárum og oftar en ekki var það hvítt brauð. Það gat maður svo einnig keypt í mötuneyti skólans. Nú er öldin önnur og þekk- ingin orðin meiri og betri og því mikið lagt upp úr hollari kostum í brauðmeti. Enda er mikilvægt að halda góðum heilkornum og trefj- um í mataræðinu fyrir meltinguna og annað. Með því að velja betri kostina í brauðmetinu ertu að velja vörur sem eru minna unnar heldur en þær sem innihalda hvítt hveiti. Að velja vel Betri kostir eru til dæmis flatkökur, speltrúgbrauð, hrökkbrauð, rískök- ur, maískökur og svo framvegis. Svo er einnig mikilvægt að velja hollt meðlæti ofan á. Sumt hollustubrauð á það þó til að innihalda mikið af fræjum og getur því verið mjög hita- einingaríkt. Einnig er nauðsynlegt að hafa bak við eyrað að þrátt fyrir að þetta séu betri kostir þegar kemur að brauðmeti, er mikilvægt að halda fjölbreytileika í fæðunni yfir daginn. Sjálf vel ég mér yfirleitt eitt af þeim millimálum sem ég deili með hér á síðunni yfir daginn í bland við aðra hollustu. Hugmyndir að millimálum sem innihalda brauðmeti Ég ákvað að taka saman nokkur af mínum uppáhalds millimálum sem innihalda brauðmeti, að sjálf- sögðu með hollu meðlæti. Það er ávallt mikilvægt að vera meðvit- aður um hversu mikið er notað af meðlætinu. Það að borða mik- ið af hollum mat getur dregið úr árangrinum eða valdið stöðnun. Þetta snýst allt um að velja betri kostina í hófi. Gangi ykkur vel og þangað til næst, Ale Ræktardurgur. n Alexandra Sif Nikulásdóttir ale_sif@hotmail.com Úrvalið gott Ég tók saman brauðmetið á heimilinu mínu, ásamt því meðlæti sem ég er vön að nota ofan á, til þess að sýna ykkur að það þarf alls ekki að vera leiðinlegt að velja betri kostina þegar kemur að brauðmetinu. Súkkulaðirískökur með banana Hér erum við með glútenlausar súkkulaðirískök- ur sem ég fer sérstaklega í Kost að kaupa. Þessar eru snilld til að grípa í ef mann langar í eitthvað sætt. Ég nota tvær slíkar kökur og sker niður miðlungsstóran banana sem ég deili á þær báðar. Gott á grillið Það hafa flestir hlegið að mér þegar ég tala um að grilla flatkökur, en um leið og þú smakkar muntu skilja af hverju ég geri það. Ein besta uppgötvun sem ég hef gert. Einnig grilla ég oft kjúklingaskinkuna með þegar það á við. Grillaðar flatkökur með avókadó og kjúklingaskinku Þessi blanda er án efa mín uppáhalds! Hér erum við að tala um tvær grillaðar flatkökur, tvær grillaðar kjúklingaskinkur og 50 grömm af avókadó (um það bil hálfur) sem ég deili á báðar. Til að setja punktinn yfir i-ið bæti ég við iceberg-salati og smá salti ofan á avókadóið. Flatkökur með léttsmurosti og kjúklingaskinku Þessa blöndu má einnig grilla, en í þetta sinn sleppti ég því. Sem millimál er flott viðmið að fá sér tvær flatkökur, hóflega af léttsmurostinum og kjúklingaskinkuna. Oft smyr ég flatkök- una og set svo á grillið, þannig bráðnar smurosturinn og þetta minnir helst á grillaða samloku. Rískökur með lífrænu hnetusmjöri Þessi blanda er einstaklega hentugt millimál og nýtist einnig virkilega vel sem máltíð fyrir æfingar. Þarna er mikil orka sem er sniðugt að nýta í átökunum. Það sem ég bendi hins vegar á er í rauninni tvennt, sem er mikilvægt að hafa bak við eyrað. Það skiptir máli hvernig hnetusmjör þú kaupir þér, sum á markaðinum innihalda mikið af viðbættum efnum eins og sykri. Ég kaupi yfirleitt frá Sollu eða H.Berg. Ég fæ mér tvær svona kökur og nota eina matskeið af smjörinu og deili á báðar. Í einni matskeið af hnetusmjöri eru um 100 hitaeiningar og því auðvelt að bæta slatta af hitaeiningum við með of miklu magni, þó svo að það líti ekki út fyrir að vera mikið. Hrökkbrauð með kotasælu, epli og kanil Ég fæ mér yfirleitt tvö Finn Crisp hrökkbrauð sem millimál. Ég set fyrst kota- sæluna á, sker niður fjórðung af grænu epli og strái smá kanil yfir fyrir enn betra bragð. Flatkökur með banana Þú last rétt! Flatkökur með banana er ein mesta snilld sem ég veit og alveg fáránlega góð blanda. Þá fæ mér tvær slíkar í millimál með miðlungs banana sem ég deili á þær báðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.