Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2015, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2015, Side 6
6 Fréttir Helgarblað 13.–16. nóvember 2015 Bankastjórinn Birna Einarsdóttir segir fjölbreytni í tekjustoðum bankans hafa aukist. Mynd Sigtryggur Ari Bankarnir högnuðust um 66,5 milljarða Íslandsbanki kynnti 17 milljarða afgang H agnaður Íslands banka á fyrstu níu mánuðum ársins nam 16,7 millj örðum króna eftir skatta sam an borið við 18,2 millj arða á sama tíma bili 2014. Þetta kom fram í afkomutilkynningu sem bankinn sendi frá sér í gær en samkvæmt henni voru tekjur af eins­ skiptisliðum ekki jafn umfangsmikl­ ar og á sama tíma í fyrra og afkoman í ár endurspeglar því betur reglulegar tekjur og rekstur fyrirtækisins. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Ís­ landsbanka, sagði í tilkynningunni ljóst að fjölbreytni í tekjustoðum bankans hefði aukist. Hrein ar vaxta­ tekj ur námu 21 millj arði, útlán til viðskipta vina juk ust um 4% frá ára­ mót um en innlán um 10%. Heild ar­ eign ir bankans námu 1.004 milljörð­ um í lok september. Arion banki birti sitt níu mánaða uppgjör eftir lokun markaða á fimmtudag. Samkvæmt því nam hagnaður bankans 25,4 milljörðum en óreglulegir liðir léku þar stærra hlutverk en í afkomu Íslandsbanka. Skiptu þar mestu atburðir eins og sala Arion á hlutum í fasteignafé­ laginu Reitum, fjarskiptafyrirtækinu Símanum og alþjóðlega drykkjar­ framleiðandanum Refresco Gerber. Landsbankinn var fyrstur stóru við­ skiptabankanna þriggja til að kynna níu mánaða uppgjör. Hagnaður bankans á tímabilinu var 24,4 millj­ arðar og skiluðu bankarnir þrír því jákvæðri afkomu upp á samtals 66,5 milljarða. n haraldur@dv.is Veðmál margra vogunar- sjóða á Glitni misheppnaðist n Fá 30,2% upp í kröfur sínar n Setið fastir með fé sitt á Íslandi á mjög hárri ávöxtunarkröfu M argir þeirra erlendu vog­ unarsjóða sem hafa ver­ ið í hópi stærstu kröfuhafa slitabús Glitnis á umliðn­ um árum munu hagnast lítið sem ekkert á fjárfestingu sinni nú þegar það hillir loksins undir að slita­ búin fái undanþágu frá höftum til að greiða út erlendar eignir til kröfuhafa. Fram kemur í skýringarriti til kröfuhafa Glitnis um fyrirhugað nauðasamningsfrumvarp, sem DV hefur undir höndum, að áætlaðar heimtur almennra kröfuhafa verði 31,5% af nafnvirði. Þegar gert er hins vegar ráð fyrir 8% ávöxtunarkröfu á þær eignir sem verða í félaginu eftir að búið er að greiða út ríflega 500 milljarða í erlendum gjaldeyri til kröfuhafa við samþykkt nauða­ samnings – samtals um 193 millj­ arða – þá lækka áætlaðar heimtur í 30,2%, segir í skýringarriti Glitnis til kröfuhafa. Samkvæmt greiningu á viðskipt­ um með kröfur á Glitni á tímabil­ inu frá október 2008 til september 2013, sem ráðgjafafyrirtækið Moelis & Company framkvæmdi að beiðni slitastjórnar Glitnis, þá voru um 64% fjárhæðar allra krafna í eigu lítils hóps kröfuhafa sem höfðu eignast þær nýlega á vegnu meðaltalsverði sem nam 28% af nafnvirði. Frá þeim tíma hefur gangverð krafna á Glitni lítið breyst og verðið verið á bilinu 27% til 32% af nafnvirði. Pattstaðan var dýrkeypt Ljóst er því að þeir vogunarsjóð­ ir sem hófu að kaupa upp mikið magn krafna á Glitni eftir árið 2010 – en þá voru kröfurnar byrjaðar að ganga kaupum og sölum nærri 30% af nafnvirði – eru í fæstum tilfellum að hagnast á þeirri fjárfestingu. Það verður ennþá augljósara þegar horft er til þess að allt frá árinu 2012 hefur meirihluti eigna Glitnis verið laust fé í erlendum gjaldeyri, að stærstum hluta reiðufé á innlánsreikningum, sem hefur verið ávaxtað á afar lág­ um vöxtum. Á sama tíma hafa þeir vogunarsjóðir sem eiga stærstan hluta allra krafna á hendur Glitni þurft að gera um 15% ávöxtun­ arkröfu (IRR) – sem er algeng ávöxtunarkrafa á slíkar áhættufjár­ festingar – á fjárfestingu sína í slita­ búinu. Sú pattstaða sem var í tengsl­ um við skuldaskil föllnu bankanna, þar sem höftin hafa hingað til kom­ ið í veg fyrir útgreiðslur til erlendra kröfuhafa, hefur því kostað kröfu­ hafa háar fjárhæðir samtímis því að hundruð milljarða hafa legið á nán­ ast vaxtalausum erlendum innláns­ reikningum um árabil. Þetta er í samræmi við það sem fram kom á upplýsingafundum sem ráðgjafar stjórnvalda í haftamálum áttu með fulltrúum stærstu kröf­ uhafa slitabúanna þriggja síðastliðið vor. Samkvæmt heimildum DV upp­ lýsti um helmingur þeirra tíu vog­ unarsjóða sem áttu fulltrúa á þeim fundum að þeir þeir myndu bók­ færa hjá sér lítinn sem engan hagn­ að eða tap vegna fjárfestinga sinna í kröfum á gömlu bankanna. Þeir sem keyptu fyrst hagnast Stærsti einstaki kröfuhafi Glitnis er sem kunnugt er írska skúffufélagið Burlington Loan Management sem er í eigu bandaríska vogunarsjóðs­ ins Davidson Kempner. Aðrir helstu kröfuhafar Glitnis, eins og DV hef­ ur áður greint frá, eru meðal annars bandarísku vogunarsjóðirnir Solus Alternative Asset Management, Sil­ ver Point og Nomura Corporate Funding Americas. Í hópi stærstu kröfuhafa Glitn­ is er ljóst að Burlington Loan Management – umsvifamesti kröfu­ hafi íslensku slitabúanna – hefur ávaxtað fjárfestingu sína afar vel en félagið eignaðist þorra krafna sinna á hendur Glitni fljótlega eft­ ir að þær fóru að ganga kaupum og sölum eftir fall bankans. Fram kom í fyrrnefndri greiningu Moelis & Company að áætlað meðaltalsverð krafna á tímabilinu frá október 2008 til nóvember 2009 hafi verið 14% af nafnverði hjá þeim sem enn voru þá í hópi kröfuhafa Glitnis. n Óseldar eignir færast til Glitnis HoldCo Hið nýja íslenska eignarhaldsfé­ lag sem heldur utan um eignir Glitnis eftir nauðasamning mun heita Glitnir HoldCo og verða stjórnarmenn félagsins þrír tals­ ins. Þetta kemur fram í nauða­ samningsfrumvarpi Glitnis sem var sent til kröfuhafa í síðustu viku. Fyrir utan fjármögnun í erlendri mynt til Íslandsbanka munu eignir félagsins að stærst­ um hluta samanstanda af ríflega 30 milljarða króna útlánasafni í erlendum gjaldeyri. Samkvæmt sjóðsstreymisáætlun Glitnis er gert ráð fyrir því að búið verði að umbreyta þeim eignum í reiðufé á árinu 2017. Greint var frá því í DV í lok september að Steinunn Guð­ bjartsdóttir, formaður slitastjórn­ ar Glitnis, myndi ekki taka sæti í stjórn eignaumsýslufélagsins, líkt og áður hafði verið ráðgert. Stjórnarmenn Glitnis HoldCo verða þeir Mike Wheeler, Steen Parsholt og Tom Grøndahl. Við staðfestingu nauða­ samnings mun Glitnir gefa út skuldabréf, og nýja hluti í Glitni, sem verður afhent kröfuhöf­ um í hlutfalli við fjárhæð krafna þeirra. Afborganir af skuldabréf­ inu verða ársfjórðungslega og fjárhæðin hverju sinni ræðst af því hvernig til tekst að umbreyta eignum í reiðufé. Hörður Ægisson hordur@dv.is dýrar tafir Það hefur kostað kröfuhafa háar fjárhæðir að vera fastir með fjárfestingu sína í kröfum á Glitni um árabil. Láttu þér líða vel Opnunartími Virka daga frá kl. 7.00 - 20.00 Laugardaga frá kl. 9.00 - 18.00 Sunnudaga frá kl. 10.00 - 14.00 meccaspa.is Hótel Saga, Hagatorgi • 107 Reykjavík • Sími: 511 2111 og 862 0822 (utan opnunartíma) Gildir f yrir alla r tegund ir af nu ddi við afhend ingu þe ssa miða. 20% afsláttu r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.