Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2015, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2015, Page 11
Missir þeirra var vissulega mikill en Ingveldur stendur fast á því að það yrðu mikil mistök og í raun rangt að dæma Ástu seka fyrir það sem henni er gefið að sök. Hún kveðst þó ekki hafa rætt við Ástu síðan atvikið varð, en vilji gjarnan gera það. „Mig vantar eiginlega að ná sam- bandi við hana. Mér finnst að það hafi verið farið illa með hana. Mig langar að sýna henni að ég sannar- lega kenni henni ekki um þetta og hef aldrei gert. Ég þarf að ná sam- bandi við þessa stúlku. Ég vil bara styrkja hana á einhvern hátt. Sýna henni það að það er ekki ég sem er að hugsa svona. Ég hef lýst því yfir í sjónvarpinu þannig að þetta er alltaf mín skoðun, allan tímann. Ég ætla að vona að Guð gefi að þessir blessuðu dómarar séu almennilegir og sýkni hana af öllu, því ég vil að þessi kona fái bara skaðabætur fyrir hvers konar meðferð hún hef- ur fengið.“ Mikið álag Ingveldur kveðst muna ljóslifandi eftir atburðum dagsins þegar eigin- maður hennar lést. Hún tekur und- ir með framburði Ástu og fjölmargra vitna sem fyrir dómi lýstu því hversu gríðarlegt álag hafi verið á Ástu og öðrum starfsmönnum spítalans þennan dag. „Ég var þarna sjálf frá hálf þrjú til hálf sjö þennan sama dag og ég sá alveg hvað var að ske. Hvernig var farið með fólkið sem var að vinna þarna. Manneskjan [Ásta, innsk. blm.] var kölluð hér og þar, allan tímann sem ég var þarna. Hvernig á fólk að geta einbeitt sér þegar búið er að kalla í það úti um allan spítala? Það getur ekki einbeitt sér að starf- inu, það er útilokað. Manneskjan er send um allt. Þetta náttúrlega geng- ur ekki svona.“ Allt breytt daginn sem hann lést Ein af mörgum ósvöruðum spurn- ingum málsins varðar vaktarann (e. monitor) sem var við rúm Guð- mundar. Fram kom að einhverra hluta vegna var slökkt á viðvör- unarhljóðinu sem hefði átt að fara í gang þegar súrefnismettun hans féll niður fyrir ákveðin mörk sem hefði þá gefið til kynna að hann væri að kafna. Ragnheiður Guð- mundsdóttir, hjúkrunarfræðingur á vakt þetta kvöld, sem fyrst veitti því athygli að Guðmundur væri í hjartastoppi, lýsti því raunar yfir að ekkert af þessu hefði gerst ef vaktar- inn hefði ekki verið á „silent.“ Eins og fram hefur komið í ítarlegri um- fjöllun DV um málið þá var tækið sent út til Þýskalands til rannsókna sem engri niðurstöðu skilaði varð- andi það hvenær slökkt var á hljóð- inu því enginn kannaðist við að hafa gert það. Ingveldur rifjar upp að það hafi ýmislegt breyst við uppsetningu á stæðinu sem Guðmundur lá í frá því daginn áður en hann lést. „Hver slökkti á pípinu á tækinu er svo annar handleggur, því það gerði hún ekki. Það átti að vera kveikt á hljóðinu í tækinu og það var ekki. Það var búið að breyta allri upp- setningu þegar ég kom þarna frá deginum áður. Ég var þarna alltaf, alla daga í nokkra klukkutíma á dag og allir ósköp elskulegir en svo var allt í einu búið að breyta öllu þarna. Þetta stendur mér allt ljóslifandi fyrir hugskotssjónum ennþá. Það er ekkert hægt að breyta því.“ Fékk bara símtal Þó að Ingveldur taki fram að hún kenni ekki nokkrum starfsmanni spítalans um nokkurn hlut þá finnst henni að það hefði mátt standa öðruvísi að málum þegar ljóst var að eiginmaður hennar væri látinn. „Mér fannst líka þegar maður- inn deyr, þá var ég nýkomin hérna heim og var að fá mér að borða og það var bara hringt í mig og sagt: „Hann er dáinn.“ Það er bara hringt og þetta sagt. Það eru prestar starf- andi þarna á spítalanum, fleiri en einn, og djáknar og allt þetta. Það mátti alveg gera þetta öðruvísi. Ég stóð hér eins og vingull heima hjá mér og skildi þetta ekki. Það er of- boðslega ljótt hvernig allt í kringum þetta mál er ekki fallegt. Ég er ekki að kenna nokkrum starfsmanni um þetta en þarna var einhver pottur brotinn. Og þessi stúlka á ekki skil- ið að það sé farið svona með hana.“ Mistök geta gerst Eins og fram kom í máli Ástu fyrir dómi þá hefur málið reynst henni afar þungbært. Hún lýsti því yfir að hún væri búin að vera í helvíti síð- ustu þrjú árin, hjónaband hennar væri ónýtt og 12 ára barn hennar hefði átt afar erfitt. Hana hafi oft langað til að deyja. Ingveldur kveðst vel skilja að málið hafi reynst Ástu svo erfitt. „Þetta er vel menntuð stúlka, það er ekkert að henni. Hún er bara dugleg í að gera hlutina eins og hún er beðin um og það er fjöldi fólks sem upplifir það sama og hún, að einhver mistök geta skeð hjá þér á vaktinni en það er ekki endilega ein manneskja sem ber ábyrgð þar á. Ég hef sjálf starfað árum saman í heilbrigðisgeiranum þannig að ég veit allt um þetta. Þetta er bara ljótt, hræðilega ljótt.“ n n Ingveldur vonar að Ásta Kristín Andrésdóttir verði sýknuð n Hefur aldrei kennt henni um að eiginmaður hennar lést Skilaboð Ástu til Ingveldar og fjölskyldu n Þakklát fyrir stuðninginn n Gefur mér mikið „Mér þykir mjög sárt að þau hafi þurft að ganga í gegnum þetta með mér,“ segir Ásta Kristín Andr- ésdóttir í samtali við DV þar sem hún tjáir sig í fyrsta skipti við fjölmiðla síðan málið kom upp og gafst tækifæri til að koma á framfæri þakk- læti sínu til Ingveldar og fjölskyldu Guðmundar. „Ég hef fullan skiln- ing á því að þetta hafi verið jafn erfitt fyrir þau og þetta var fyrir mig,“ bætir hún við. Eins og fram kemur í viðtalinu við Ingveldi hér á síðunni þá hafa þær ekki náð að ræða saman síðan Guðmundur lést og líf þeirra beggja breyttist svo um munaði. Viðtölin við Ingveldi í fjölmiðlum á upphafsstigum saksóknarinnar og hlýjan í hennar garð sem finna mátti í orðum hennar þar fóru þó ekki fram hjá Ástu sem klökknar þegar hún svarar spurningu blaðamanns um hvort það hafi hjálpað henni. „Já, það gefur mér mikið að finna fyrir stuðningi fjölskyldunnar og það hjálpaði mér ótrúlega mikið þegar hún [Ingveldur, innsk. blm.] kom fram í fréttum fyrir jólin 2013.“ Vonar að Ásta verði sýknuð Ingveldur hefur allt frá upphafi lýst sig mótfallna því að Ásta Kristín yrði sótt til saka vegna andláts eiginmanns hennar í október 2012. Hér er hún í fréttum Stöðvar 2 í maí í fyrra. „Mér finnst að það hafi verið farið illa með hana. Bíður dóms „Ég ætla að vona að Guð gefi að þessir blessuðu dómarar séu almennilegir og sýkni hana af öllu,“ segir Ingveldur. Helgarblað 13.–16. nóvember 2015 Fréttir 11

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.