Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2015, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2015, Side 14
Helgarblað 13.–16. nóvember 201514 Fréttir Erlent Hún er sjaldgæf, en banvæn n Sníkjudýr sem étur heila drap ársgamlan dreng n Foreldrar vilja vitundarvakningu Þ rír hafa látist í vesturhluta Queensland í Ástralíu af völdum sníkjudýrs, amöbu, sem étur heila á skömmum tíma. Síðasta fórnarlamb sníkjudýrsins var ársgamall dreng- ur, Cash Keough, sem hafði verið að leika sér með systkinum sínum með vatnsslöngu. Amaban virðist búa í vatni á strjálbýlum svæðum í Ástralíu og segir örverufræðingur- inn Robert Norton mikilvægt að íbúar Ástralíu viti af tilvist hennar. „Hún er sjaldgæf, en banvæn.“ Þrífst í hlýju vatni Amaban, Naegleria Fowleri, þrífst í fersku, hlýju vatni. Kjöraðstæður eru um 25°C. Um 300 manns hafa látist í heiminum vegna hennar, þar af 25 í Ástralíu á undanförnum árum. Hún finnur sér leið í gegn- um nef fólks og veldur alvarlegum bólgum og heilaskemmdum á stutt- um tíma. Móðir Cash Keough, Jodi Keough, segist halda að litli dreng- urinn hennar hafi smitast þegar hann var ásamt systkinum sínum að leika sér í garðinum á heitum sumardegi. „Við leyfum þeim oft að leika sér með garðslönguna á góð- viðrisdögum, við erum ekki með sundlaug og þetta var góð leið til þess að kæla börnin niður í hitan- um,“ sagði hún við ABC fréttastof- una. „Við teljum að það hafi verið á einum þessara daga, þegar ég leyfði krökkunum mínum að leika sér, sem að hann smitaðist.“ Nístandi sorg Cash veiktist hratt og lést. Sorgin var nístandi og ekki bætti úr skák að heyra að tvö önnur börn hefðu lát- ist af völdum sama sníkjudýrsins á skömmum tíma. Börnin höfðu búið í um 100 kílómetra fjarlægð frá Keough-fjölskyldunni. „Við urðum mjög hissa þegar við fréttum að tvö önnur börn hefðu látist. Andlát son- ar okkar hefur orðið til þess að málið er tekið alvarlega af heilbrigðisyfir- völdum í Queensland,“ segir hún. Þau hjónin telja sig þurfa að segja öðrum foreldrum söguna af Cash, hvað það var sem kom fyrir hann og láta vita af hættunni. „Mér finnst það vera á mína ábyrgð, að gera það. Ég tel að við verðum að gera allt sem við getum til að koma í veg fyr- ir að martröð okkar verði að martröð annarra,“ segir hún. „Ég vil gefa fólki upplýsingar. Ég held að það sé að- eins tímaspursmál hvenær þetta gerist aftur, að einhver missi einstak- ling sem þeir elska. Tölfræðin seg- ir okkur að allar líkur séu á að það verði barn eða ungbarn,“ segir hún. Fari varlega Heilbrigðisyfirvöld hafa varað spít- ala og læknamiðstöðvar við sníkju- dýrinu og gefið upplýsingar um hvernig hægt sé að meðhöndla einstaklinga sem sýna sömu ein- kenni og Cash Keough gerði. Til að koma í veg fyrir að amaban lifi í vatninu þarf að sía vatnið og hreinsa það. Það dregur úr líkunum á því að amaban þrífist, en útilokar það þó ekki. Keough-fjölskyldan hefur sett upp dýrt kerfi til að vernda aðra fjölskyldumeðlimi og segja dætrum sínum tveimur að þær megi alls ekki fá vatn upp í nefið. n ritstjorn@dv.is „Við leyfum þeim oft að leika sér með garðslönguna á góðviðrisdögum. Nístandi sorg Foreldrar Cash vilja vara aðra foreldra við, að þeir hreinsi og síi vatn sem börn þeirra leiki sér með og að krakkarnir vari sig á því að fá fersk vatn í nefið. Mest seldu ofnar á Norðurlöndum 10 ára ábyrgð Hjá okkur eru ofnar hitamál LÁGHITA MIÐSTÖÐVAROFNAR Gæði fara aldrei úr tísku Velkomin á nýja heimasíðu, www.isleifur.is Dragháls 14 - 16 110 Reykjavík Sími 4 12 12 00 Fax 4 12 12 01

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.