Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2015, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2015, Side 21
Umræða 21Helgarblað 13.–16. nóvember 2015 Myndin Flugslys á Reykjanesi Alvarlegt flugslys varð á Reykjanesi á fjórða tímanum á fimmtudagseftirmiðdag. Björgunarlið og landhelgisgæsla stóðu í ströngu fram eftir kvöldi. Tveir menn voru í lítilli flugvél sem brotlenti í hrauninu. Frekari upplýsingar lágu ekki fyrir þegar blaðið fór í prentun. mynd sigtRygguR aRi Ég mun fyrirgefa henni með bros á vör Þær hafa nú oft flúið Það er svo einfalt að það getur ekki klikkað aðalsteinn Pétur Karlsson, Íslandsmeistari í póker. – dv.is Vilhjálmur H. Vilhjálmsson um Jóhönnu Sigurjónsdóttur lögmann. – dv.is dögg Hjaltalín bókaútgefandi um hænurnar sínar sem flúðu í vikunni. – dv.isRósa guðbjartsdóttir um súpumatseld. – DV Seðlabankinn notar eina skotið á almenning! Þ að er algjörlega magnað að fylgjast með fulltrúum Seðla- bankans þessa dagana sem hafa ítrekað hækkað stýri- vexti hér þrátt fyrir að engar forsendur séu fyrir slíku enda er verð- bólgan um þessar mundir í sögulegu lágmarki eða sem nemur 1,8%. Nú hafa þeir riðið fram á völlinn og sagt að ástæða stýrivaxtahækkana sé til að draga úr ráðstöfunartekjum heimil- anna og fjárfestingargetu fyrirtækj- anna. Það er greinilegt að fulltrúar Seðla- bankans eru hér í bullandi pólitík og það virðist sem þessir ágætu herra- menn séu búnir að gleyma efnahags- hruninu sem varð hér fyrir örfáum árum vegna glæfragangs fjármála- kerfisins og aðhaldsleysis íslenskra eftirlitsaðila. Þeir virðast líka vera búnir að gleyma að Austurvöllur log- aði eðlilega stafnanna á milli vegna þess að ráðstöfunartekjur heimil- anna hrundu, þúsundir fjölskylda voru bornar út af heimilum sínum, þúsundir misstu atvinnuna og skuld- ir íslenskra heimila stökkbreyttust á einni nóttu. Öllu hruninu var varpað á herðar íslensks almennings og þurfti meðal annars íslenskur almenningur að taka á sig upp undir 500 milljarða vegna endurreisnar fjármálakerfisins. Lífeyrissjóðirnir töpuðu 500 milljörð- um í glórulausum fjárfestingum sem hefur leitt til þess að búið er að skerða lífeyri verkafólks og iðnaðarmanna meðal annars um 200 milljarða frá hruni. Íslenskt hagkerfi botnfraus og svo núna loksins þegar hagkerfið er byrjað að þiðna þá stökkva snillingarn- ir fram hjá Seðlabankanum og hækka stýrivexti hér sem hafa það markmið að skerða ráðstöfunartekjur íslenskr- ar alþýðu. Það liggur algjörlega fyrir að stýrivaxtahækkanir Seðlabankans bitna langþyngst á þeim skuldsettustu í okkar samfélagi enda nægir að nefna að yfirdráttarlán íslenskra heimila um þessar mundir nema upp undir 100 milljörðum að ótöldum öðrum lánum sem íslensk heimili eru með. Vonir slökktar Það er sorglegt til þess að vita að loks- ins þegar íslensk alþýða vonast til þess að framundan séu bjartari tím- ar þá skuli Seðlabankinn voga sér að haga sér með þessum hætti eft- ir þær skelfilegu hamfarir sem ís- lenskur almenningur mátti þola í kjölfar bankahrunsins. Nú kvarta þessir snillingar hvað harðast yfir því að 25.000 kr. hækkun á mánaðar- launum verkafólks sé hér að ógna ís- lenskum stöðugleika og því þurfi að grípa til róttækra aðgerða til að draga úr ráðstöfunartekjum heimilanna. Þó að það skipti ekki máli í þessu samhengi þá er rétt að nefna að þeir passa vel upp á ráðstöfunartekjurnar sínar í Seðlabankanum og nægir að nefna aðalhagfræðing Seðlabankans sem nýverið hefur farið fram á að fá greitt fyrir setu í peningastefnunefnd bankans sem nemur 100.000 kr. á mánuði og það aftur í tímann en væntanlega eru þessir fundir haldn- ir á hefðbundnum vinnutíma aðal- hagfræðingsins. Hræsnin frá þessum mönnum er allsráðandi. Seðlabankastjóri hefur sagt þegar hann hefur talað um afnám gjald- eyrishafta að hann sé einungis með eitt skot í byssunni. Ég held að það sé ágætis samlíking að segja að það skot hafi Seðlabankinn ákveðið að nota á íslenskan almenning! n „Það er greinilegt að fulltrúar Seðla- bankans eru hér í bullandi pólitík. Vilhjálmur Birgisson formaður verkalýðsfélags Akraness Af Pressunni Hamrahlíð 17, 105 Reykjavík / Hús Blindrafélagsins / Sími 552-2002 Sama veRð í 7áR! Linsur fyrir öll tækifæri 2500 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.