Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2015, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2015, Side 32
Helgarblað 13.–16. nóvember 20158 Gæðakaffi - Kynningarblað Kaffi ristað á staðnum Te & Kaffi: Hver staður með sinn karakter Á dögunum breytti Te & Kaffi um áherslur á kaffihúsinu í Aðalstræti og kallar nú staðinn Micro Roast en þó áfram undir vörumerki Te & Kaffi. Halldór Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri kaffihúsa Te & Kaffi, segir allt kaffi fyrir kaffihúsið ristað þar í 5 kílóa brennsluofni. „Við kaupum inn kaffi frá mis- munandi kaffibúgörðum hvaðanæva að úr heiminum. Stundum fáum við lítið magn frá hverjum bónda fyrir sig og getum því einungis selt það í takmarkaðan tíma, eða þar til það klárast. Þær tegundir eru allar seld- ar í brúnu línunni okkar sem fæst einungis á kaffihúsum og eru ristað- ar í litla ofninum okkar á Aðalstræti. Einnig erum við með uppáhellibar þar sem við leyfum viðskiptavinum að velja á milli kaffitegunda sem við handhellum svo upp á með mismun- andi aðferðum, svo sem v60, aero- press, siphon eða chemex. Er óhætt að segja að þetta hafi mælst afar vel fyrir. Einnig erum við að prófa okk- ur áfram með kaffi og te kokteila sem verða til sölu hjá okkur bráðlega.“ „Í Aðalstræti starfrækjum við einnig kaffiskólann og erum þar með mjög góða aðstöðu til að þjálfa bæði okkar starfsfólk og viðskiptavini en við tökum á móti ýmsum áhugasöm- um hópum. Hægt er að panta nám- skeið hjá okkur á staðnum. Hver og einn af okkar kaffiþjónum fer í gegn- um mörg námskeið og síðan eru endurmenntunarnámskeið haldin reglulega og almennt gæðaeftirlit á kaffihúsunum. Það tekur tíma að læra að vera góður kaffibarþjónn og í Aðalstrætinu er lögð mikil áhersla á nákvæmni í lögun á kaffi þar sem kaffimagn og vatnsmagn er mælt fyrir hverja uppáhellingu.“ Þó að framleiddar séu háþróaðar kaffivélar segir Halldór að yfirleitt sé uppáhellingurinn bestur og það sýni sig best í því gæðakaffi sem þarna er framreitt, enda hráefnið fyrsta flokks. Te & Kaffi rekur alls 12 kaffi- hús auk þess sem fjölbreyttar kaffi- tegundir frá fyrirtækinu eru seldar í verslunum vítt og breitt um landið. Fjögur af kaffihúsunum eru bóka- kaffi í verslunum Eymundsson, þrjú í Reykjavík og eitt á Akureyri. Þá hefur Te & Kaffi nýlega opnað endurbætt kaffihús á Stjörnutorgi í Kringlunni. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.