Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2015, Page 38

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2015, Page 38
Helgarblað 13.–16. nóvember 201530 Sport Þ etta er búið að vera ævin- týri,“ segir Katrín Tanja þar sem hún kemur sér fyrir á ritstjórnarskrifstofu DV. Hún var krýnd heimsmeistari í júlí eftir hörkukeppni á heimsleik- unum í Los Angeles – hraustasta kona heims. Lífið hefur breyst tals- vert, en hún segist þó reyna að halda í rútínuna og hafa tilveruna í eins föstum skorðum og hægt er. Þannig líður henni best og þá fær hún næði til að stunda það sem henni finnst skemmtilegast – crossfit. „Ég finn að þetta krefst meiri athygli, ég þarf að sinna fleiri hlut- um, svara tölvupósti og mæta hér og þar, en mitt daglega líf er samt alveg eins: Ég vakna, fer á æfingu, tek mér hádegishlé og fer aftur á æfingu,“ segir hún um það hvort lífið hafi breyst mikið eftir keppnina í sum- ar. Eftir æfingar dagsins þarf hún að huga að hvíld og því að styrkja líkamann, það er utan hefðbund- ins æfingatíma, með sjúkraþjálfun, gufuböðum, nægum svefni og góðri næringu. „Mér finnst þess vegna enn jafn gaman að vakna á morgnana og drífa mig á æfingu. Ég er alltaf jafn spennt að æfa og velti því stöðugt fyrir mér hvernig ég geti bætt mig,“ segir hún. „Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri. Ef ég mætti gera hvað sem er þá væri það nákvæmlega þetta: að mæta á æfingu,“ segir hún. Hraustasta kona heims hugsar því daglega um það hvernig hún geti orðið betri, hvaða markmiðum hún ætli sér að ná, hvernig hún ætli að ná enn lengra í íþróttinni en það er mikilvægast að halda í gleðina. „Það er það sem gerir þetta svo skemmti- legt – að fylgjast með árangrinum. Að vita hvað ég get gert. Ég held líka að þannig sé best að ná árangri og verða bestur – með því að ýta sjálfum sér alltaf lengra og lengra. Fara aðeins lengra en allir hinir.“ Þetta hefur verið viðburðaríkt Katrín Tanja Davíðsdóttir gekk inn í síðasta dag heimsleikanna í crossfit í sumar og hugsaði með sér: „Ég get unnið þetta mót,“ sem hún og gerði. Hún er hraustasta kona heims, heimsmeistarinn okkar í cross- fit, æfir sex tíma á dag og segist fá tækifæri til að gera það sem henni finnst skemmtilegast alla daga. Hún ræddi við Ástu Sigrúnu Magnúsdóttur um lífið fyrir og eftir heimsmeistaratitil, hvernig ósigurinn styrkti hana og hvernig það skiptir öllu máli að taka þátt af gleði. Fer aðeins lengra en allir hinir Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.