Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2015, Page 46

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2015, Page 46
Helgarblað 13.–16. nóvember 201538 Menning M amúska – Sagan um mína pólsku ömmu er bók eftir Halldór Guðmunds- son. Halldór, sem nú er forstjóri Hörpu, var um árabil einn áhrifamesti maður í ís- lenskri bókaútgáfu. Hann er höf- undur nokkurra bóka, þar á með- al er bókin Skáldalíf sem fjallar um Gunnar Gunnarsson og Þórberg Þórðarson, og ævisaga Halldórs Lax- ness, en fyrir hana hlaut hann Ís- lensku bókmenntaverðlaunin. Halldór fór um árabil til Frank- furt á bókasýningar og heimsótti í leiðinni Mamúsku á veitingastað hennar. Halldór skrifaði bók á þýsku um hana sem kom út árið 2010 í Þýskalandi en þessi íslenska útgáfa er að ýmsu leyti ólík henni. Mamúska fæddist í rússneska keisaradæminu og ólst upp við fá- tækt í sveit, flutti síðar til Vilníus og svo til Frankfurt þar sem hún opnaði veitingastað sem laðaði til sín gesti og var rómaður fyrir gómsæta rétti. Mamúska var gríðarlega sterkur og sérstakur persónuleiki og birtist ljós- lifandi á síðum bókarinnar. Með þeim Halldóri tókst falleg og sérstök vinátta sem höfundurinn lýsir einkar eftirminnilega. Stóð allt af sér „Ég kynntist þessari konu fyrir 30 árum og fannst hún strax mjög heill- andi,“ segir Halldór. „Eftir að ég var búinn að skrifa tvær stórar bækur, ævisögulegs eðlis, þá fór ég að velta því fyrir mér hvort líf hennar væri ekki efni í bók. Halldór Laxness, Gunnar Gunnarsson og Þórbergur Þórðarson, þeir voru mjög upptekn- ir af öldinni sem þeir lifðu, spegluðu sig í henni og spegluðu hana í verk- um sínum. Þarna varð á vegi mín- um kona sem hafði lifað þessa öld án þess að hugleiða hana í löngum textum eða reyna að móta hana eða gera sjálfa sig að merkilegum hluta af henni, hún vildi bara lifa hana af. Þegar ég gerði mér grein fyrir upp- runa hennar þá fór mig að langa til Kona sem var á skjön við allt Halldór Guðmundsson skrifar um óvenjulega konu Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is 1 Þýska húsiðArnaldur Indriðason 2 EndurkomanÓlafur Jóhann Ólafsson 3 Þín eigin goðsagaÆvar Þór Benediktsson 4 Víga-Anders og vinir hans Jonas Jonasson 5 Vín – Umhverfis jörðina á 110 flöskum Steingrímur Sigurgeirsson 6 Vikkala SólKristín Margrét Kristmannsdóttir 7 Litlar byltingarKristín Helga Gunnarsdóttir 8 MunaðarleysinginnSigmundur Ernir Rúnarsson 9 HundadagarEinar Már Guðmundsson 10 Matreiðslubókin mín og Mikka Walt Disney Metsölulisti Eymundsson 4. nóv.–10. nóv. 2015 Arnaldur Indriðason Í sýningunni Og himinn- inn kristallast, endur- skapar danshöfund- urinn Sigga Soffía flugeldasýningu síðustu menningarnætur. Það vakti mikla athygli að danshöfund- ur skyldi vera fenginn til að stýra þessari glæsilegustu flugeldasýningu ársins. Athyglin var verðskulduð því sjónarspilið var einstakt. Á menningarnótt urðu flugeldar dansarar, en í sýningu Dansflokks- ins urðu dansarar flugeldar. Sigga Soffía beitir sömu vinnuaðferðum, dansararnir miðluðu hita og sprengi- krafti. Hugurinn opnaðist og hjart- að og maginn og allur líkaminn bara. Hughrifin voru mögnuð, en áhrifin náðu líka út í líkamann. Kitl í fingrum og tám, andkafir og dansandi fiðrildi í maga. Þessi sýning er það magnaðasta sem undirrituð hefur séð hjá Ís- lenska dansflokknum í langan tíma. Allir þættir hennar, búningar, lýsing, sviðsmynd, tónlist, tal og auðvitað dansinn, smullu saman í óvenju fal- legri og magnaðri heild. Sviðseldar brunnu, en þeir voru næstum óþarfi því hitinn sem dansararnir náðu að miðla nægði alveg. Búningum Hildar Yeoman verður sérstaklega að hrósa. Hún skapaði mismunandi tegundir flugelda – þeir voru fjölbreyttir og fengu sína eins- töku persónuleika með hjálp efnafræðilegra útlistinga í texta, sérstökum hreyfing- um og lýsingu. Dansarar dansflokks- ins eru sterkir og fágaðir. Þau hafa hvert og eitt sinn persónulega stíl og styrk- leika, sem kannski mundi vera til vansa í verki sem krefðist meiri sam- hæfingar. Í þessu tilfelli hæfði verkið þeim fullkomlega. Allir dansararn- ir fengu að njóta sín, en sérstaklega vil ég nefna tvídans og sóló tívolí- bombunnar nálægt lokum verksins. Þvílík upplifun. n Og hjörtun opnast Ragnheiður Eiríksdóttir ragga@dv.is Dans Kafli 2: Og himinninn kristallast Danshöfundur: Sigga Soffía Níelsdóttir í samvinnu við dansarana Tónlist: Jóhann Jóhannsson o.fl. Ljós: Björn Bergsteinn Guðmundsson Búningar: Hildur Yeoman Sviðsmynd: Helgi Már Kristinsson Dramtúrg: Alexander Roberts Dansarar: Aðalheiður Halldórsdóttir, Ásgeir Helgi Magnússon, Cameron Corbet, Halla Þórðardóttir, Hjördís Lilja Örnólfsdóttir, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir og Þyri Huld Árnadóttir Sími 568-5556 www.skeifan.is Eysteinn Sigurðsson Löggiltur fasteignasali / Sími: 896-6000 eysteinn@skeifan.is / skeifan.is Magnús Hilmarsson Sölumaður / Sími: 896-6003 magnus@skeifan.is / skeifan.is Sigurður Hjaltested Löggiltur fasteignasali / Sími: 821-5400 sigurdur@skeifan.is / skeifan.is Föst söluÞÓKNuN 1% með vsk.Vegna mikillar sölu vantar allar stærðir eigna á skrá Eysteinn Sigurðsson Löggiltur fasteignasali / Sími: 896-6000 eystei n@skeifan.is / skeifan.is Magnús Hilmarsson Sölu aður / Sími: 896-6003 magnus@skeifan.is / skeifan.is Sigurður Hjaltested Löggiltur fasteignasali / Sími: 821-5400 sigurdur@skeifan.is / skeifan.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.