Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 22.01.2016, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 22.01.2016, Blaðsíða 4
2345 börn eiga ekki tvenna skó sem passa samkvæmt fátæktarkönnun Unicef á Íslandi og 1665 börn eiga aðeins föt sem hafa verið notuð af öðrum. 2120 börn geta ekki tekið þátt í ferðum eða viðburðum á vegum skólans ef krafist er þátttökugjalds, 300 börn hafa ekki aðstöðu til heima- náms og 605 börn hafa ekki að- gengi að tölvu. 1285 börn eiga ekki bækur sem henta þeirra aldri, 1815 börn eiga ekki útileik- föng og 985 börn eiga ekki inni- leikföng sem henta þeirra aldurs- skeiði. 2270 börn fá ekki fisk- eða kjötmáltíð dag- lega og 530 börn fá ekki ávexti eða grænmeti daglega. 1060 börn geta ekki boðið vinum sínum í afmæli og 2875 börn geta ekki boðið vinum sínum heim. | gse Sex Íslendingar með sykur- sýki hafa fengið ígrætt nýtt bris. Aðgerðin er aðeins gerð þegar nýrun hafa gefið sig. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Af þeim sex einstaklingum sem hafa gengist undir aðgerðina eru fimm enn með starfandi bris og því með eðlilega blóðsykursstjórn- un. Þeir þurfa því ekki á insúlín- meðferð að halda lengur. „Ígræðslum á brisi fer fjölgandi og árangurinn af aðgerðunum fer batnandi. Aðgerðirnar eru yfir- leitt gerðar samhliða því þegar nýrnabilun verður hjá sykursjúk- lingnum. Þá fær hann ígrætt nýtt nýra og bris úr sama látna einstak- lingnum,“ segir Runólfur Pálsson, nýrnalæknir á Landspítal- anum. Aðgerðirnar á Ís- lendingum fara fram á Sahlgrenska sjúkrahús- inu í Gautaborg en þær eru gerðar víðar um heiminn. „Áður voru aðgerðirnar gerðar með lökum árangri. Undanfarna tvo áratugi hafa verið gerðar umfangs- miklar prófanir á að græða bara frumur, sem framleiða insúlín, í sykursjúklinga. Frumurnar voru einangraðar úr brisinu. Árangur- inn af þeirri aðferð var ekki nógu góður svo það var aftur horfið til þess að græða heil bris í sykur- sjúklinga samhliða nýrnaígræðslu. Vegna tækniframfara við líffæra- ígræðslur hafa þær aðgerðir sýnt sífellt betri árangur. Þetta er því mjög áhugavert.“ Fríða Bragadóttir, framkvæmda- stjóri Félags sykursjúkra: „Bris- ígræðsla er ekki eitthvað sem við bindum vonir við að sé framtíðar- lausn fyrir sykursjúklinga. Flestir sykursjúklingar nota utanáliggj- andi insúlíndælur sem tengdar eru við líkamann með nál. Við horfum frekar til þeirrar þróunar sem er á gervibrisum, tölvustýrðum tækj- um sem reikna út blóðsykurinn og stjórna nákvæmum insúlíngjöf- um. Við sjáum frekari fram- tíðarmöguleika með þróun nýrra tækja en líffæra- ígræðslum sem eru hættu- legra og flóknara mál.“ Sjá viðtal við Gísla Ragar á síðu 34. Brisígræðslur hafa læknað íslenska sykursjúklinga Runólfur Pálsson nýrnalæknir segir árangur brisígræðslna mjög áhuga- verðan. Læknavísindi Framfarir í líffæraígræðslum nýtast sykursjúkum vel Barnafátækt á Íslandi Mörður er ekki vanhæfur Segir að fiskur hafi legið undir pólitískum steini þegar fjallað var um vanhæfi hans. Mörður Árnason, varaþingmaður Samfylkingar- innar, er ekki vanhæfur til að sitja í stjórn RÚV, að mati forseta Alþingis, sem fékk málið í fangið eftir að stjórnin vísaði þangað erindi um ábendingu frá menntamálaráðuneytinu um meint vanhæfi hans. Vísað var í ákvæði um að kjörnir fulltrúar eigi ekki að sitja í stjórninni. Mörður bendir á að þetta skot úr ráðuneyt- inu hafi þó geigað því í ljós hafi komið að sex af níu fulltrúum á fundinum hafi samkvæmt þessu mögulega verið vanhæfir, enda varamenn á Alþingi eða í sveitarstjórnum. „Ég er ekki mikill samsæris- kenningamaður en það var óeðlilegt að farið væri að draga hæfi mitt í efa, þegar ég var búinn að sitja í stjórninni í tíu mánuði,“ segir Mörður sem frétti fyrst um meint vanhæfi sitt frá blaðamanni Mogg- ans. „Mér fannst þessi óvanalegi málshraði benda til þess að fiskur lægi undir steini. Ég nenni ekki að leita að fiskinum en tel mig geta fullyrt að steinninn sé úr pólitískri bergtegund,“ segir Mörður. | þká Það hefur verið nefnt við okkur að fara fram. Baldur Þórhallsson og Felix Bergs- son eru mátaðir við Bessastaði í nýrri skoðanakönnun Gallup, en verið er að hringja til fólks og spyrja hvort það geti hugsað sér að dr. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, verði næsti for- seti Íslands og setjist ásamt maka sínum, Felix Bergssyni, á Bessa- staði? Baldur Þórhallsson segist ekki hafa hugmynd um hver stendur á bak við þessa könnun: Það hefur vissulega verið nefnt við okkur að fara fram, en ég kann nú bara mjög vel við vinnuna mína hérna í Há- skólanum og ætla bara að vera þar.“ Baldur, sem er stjórnmálafræð- ingur að mennt, segist þó furða sig á því hversu lítið líf er í aðdraganda forsetakosninganna: „Ég er bara mjög hissa á að fleiri hafi ekki komið fram, en sjálfur er ég ekki á leiðinni á Bessastaði.“ | þká Við erum ekki á leiðinni á Bessastaði Fréttatíminn er meðal þeirra sem tilnefndir eru til íslensku vefverð- launanna í flokknum Vefmiðill árs- ins 2015. Einnig eru tilnefndir vef- ir RÚV, Stundarinnar, Kjarnans og Krakka RÚV. Nýr vefur Fréttatímans fór í loftið í mars síðastliðnum og sá Andri Sig- urðsson hjá Vefstofunni um hönnun útlits. Aldrei hafa heimsóknir á vef- síðu Fréttatímans verið fleiri en nú, en þær voru um 40.000 í síðustu viku. Íslensku vefverðlaunin verða veitt í Gamla bíói 29. janúar. Fréttatíminn tilnefndur til vefverðlauna Forsetakönnun Baldur og Felix koma af fjöllum 4 | fréttatíminn | Helgin 22. janúar–24. janúar 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.