Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 22.01.2016, Blaðsíða 62

Fréttatíminn - 22.01.2016, Blaðsíða 62
Sögurnar af hinum harð- svíraða lögmanni, Stellu Blómkvist, verða að sjón- varpsþáttaröð. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Sagafilm og SkjárEinn undir- búa framleiðslu á sex þátta röð sem byggir á bókunum um Stellu Blómkvist. Þýska dreifingarfyrir- tækið Red Arrow hefur ásamt Kvikmyndamiðstöð Íslands sett peninga í þróun þáttanna og stefnt er að því að upptökur hefj- ist í haust. „Við leitum logandi ljósi að réttu konunni til að fara með hlutverk Stellu enda er þetta mjög krefjandi og skemmti- legt hlutverk,“ segir Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri sjón- varps og kvikmynda- framleiðslu Sagafilm. „Leikkonan þarf að hafa mikla breidd og við erum með nokkrar í sigtinu sem fara í prufur í lok mánaðarins.“ Óskar Þór Axelsson hefur verið ráðinn leikstjóri þáttanna. Hann leikstýrði kvikmyndinni Svartur á leik eftir skáldsögu Stefáns Mána, nokkrum þátt- um af Ófærð og vinnur nú að kvikmynd byggðri á Ég man þig eftir Yrsu Sigurðardóttur. Handritshöfundar þáttanna um Stellu Blómkvist eru þau Nanna Kristín Magnúsdóttir og Jóhann Ævar Grímsson auk leikstjórans, Óskars Þórs. Eins og flestum er ljóst, er ráðgáta hver sé höfundur glæpasagnanna um Stellu Blómkvist. Halldór Guð- mundsson stýrði Máli og menn- ingu þegar fyrsta Stellu- sagan kom út fyrir jólin 1997 og hefur varð- veitt leyndarmálið síðan. Alls hafa komið út átta bæk- ur um Stellu. Ljóst er að Forlags- feðgarnir sem eru eigendur Máls og menn- ingar, þeir Jóhann Páll Valdi- marsson og Egill Örn Jóhannsson, vita hver skrifar þær. En þeir gefa ekkert upp. Aðspurður um pers- ónueinkenni Stellu segir Egill Örn hana harðsvíraðan lög- mann sem lætur sér fátt fyrir brjósti brenna. „Hún er ráðagóð, vel gefin og býsna kaldrifjuð. Hún býr ein og er vön að hafa hlutina eftir sínu höfði. Einveran er henni þó ekki eins ljúf og hún lætur, undir töffaralegu yfirborð- inu leynast óþægilegar minn- ingar sem hún ýtir frá sér með viskídrykkju og skyndikynnum við karla og konur.“ Þegar Þórhallur Gunnarsson er inntur eftir því hver hulduhöf- undur bókanna sé, segir hann; „Það segi ég þér aldrei, þó þú leggirw hníf að hálsinum á mér.“ Hún er ráðagóð, vel gefin og býsna kaldrifjuð. FRÁ 11.30–14.30 HÁDEGIS TRÍT 2ja rétta 2.990 kr. 3ja rétta 3.790 kr. FORRÉTTUR BLEIKJA Á SALTBLOKK FRÁ HIMALAYA Hægelduð bleikja, yuzu mayo, truŽu mayo, stökkt quinoa, epli HREFNA Skarlottulauks-vinaigrette, stökkir jarðskokkar NAUTARIF 24ra tíma hægelduð nautarif, reyktur Ísbúi, gulrætur, karsi AÐALRÉTTUR LAMBAKÓRÓNA Hægeldað lambafille, blaðlaukur, súrsaður laukur, brúnuð seljurót, bakaðar gulrætur, spínat- og dillkrem SKARKOLI Sjávargras, grænn aspas, blóðappelsínu- og lime beurre blance JARÐARBERJA YUZU-SALAT Spínat, yuzu tónuð jarðaber, parmesan kex, ristuð graskersfræ, pipar- og mynturjómaostur EFTIRRÉTTUR KARAMELLU CRANKIE Karamellumousse, pistasíu-heslihnetubotn, karamellukaka SÚKKULAÐI RÓS Súkkulaðimousse, hindberjahlaup, Sacherbotn ARPÍKÓSU MASCARPONE Apríkósuhlaup, karamellukrem, pralín, mascarponemousse, Sacherbotn ÞÚ VELUR ÚR ÞESSUM GIRNILEGU RÉTTUM Austurstræti 16 Sími 551 0011 apotek.is ÞÚ ÁTT SKILIÐ SMÁ TRÍT Blóðappelsínurnar eru komnar í bænda- og grænmetismarkað frú Laugu. Þær fyrstu eru af moro- afbrigði, sætar en eilítið beiskar, ættaðar frá hlíðum Etnu á Sikil- ey. Á næstunni kemur enn sætara afbrigði, tarocco, einnig ítalskt. Blóðappelsínur eru vorboðar á miðjum vetri, á sama hátt og hrognin í þorskinum, rauðmaginn og grásleppan. Best er að borða sem mest af þeim meðan þær eru á markaðnum. Öngvar appelsínur eru með meira magn af C-vítam- íni og blóðappelsínurnar eru því himnasending inn í íslenskan vetur og skammdegi. Það má borða þær eintómar eða í salötum (blóðappelsínur og fennel eru klassískt vetrarsalat). Það má baka úr þeim kökur eða nota safann í vinaigrette. Það má taka þær úr berkinum, skera þunnt og krydda eilítið með kanil og kalla marokkóskan ábæti. Og það má sulta þær niður í marmelaði. Marmelaði úr blóðappelsínum er besta marmel- aði í heimi, þar til annað sannast. -gse Vorboðinn ljúfi og eilítið beiski Sjónvarp Íslenskur ofurhetjuþáttur í smíðum Leitar að Stellu Blómkvist Þórhallur Gunnarsson hjá Sagafilm leitar logandi ljósi að hinni réttu Stellu Blóm- kvist. Myndin Room segir frá Ma og fimm ára syni hennar, Jack, sem búa í einu herbergi sem þau kalla Room. Þeim er haldið nauðugum af manni sem þau kalla Old Nick og hefur Ma talið Jack trú um að herbergið sé eini heimurinn sem til er. Myndin er tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta mynd ársins 2015 og hefur fengið mikið lof gagnrýnenda. Myndin The Room er hins vegar oft talin versta mynd allra tíma, þrátt fyrir að vera ekki eldri en 15 ára gömul. Hinn dularfulli Tommy Wiseau leikstýrði, framleiddi (fyrir peninga sem enginn veit hvaðan komu) og lék aðalhlut- verkið í myndinni. Líklega má því gera hann ábyrgan fyrir gæðum myndarinnar. Stór- furðuleg samtöl, allt of löng ástarleikjaatriði og arfaslæmur leikur einkenna myndina sem fengið hefur költstimpil frá fyrstu sýningum. Sérstök þátttökusýning verður haldin í Bíó Paradís föstudaginn 22. janúar, klukkan 20. Ekki ruglast! Bíó Kvikmyndirnar Room eða The Room 62 | fréttatíminn | Helgin 22. janúar–24. janúar 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.