Fréttatíminn - 22.01.2016, Blaðsíða 79
| 11fréttatíminn | Helgin 22. janúar-24. janúar 2016
auglýsingadeild fréttatímans
S. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.isKynningar | Vetrarfjör
Unnið í samstarfi við
Fjallakofann
Fjallakofinn er útivistarvöruverslun
með vörur í háum gæðaflokki. nú
yfir vetrartímann er fullt út úr dyrum
af öllu tengdu skíðaíþróttinni og þá
einna helst gönguskíðunum.
„Það má segja að það hafi orðið
eins konar gönguskíðasprengja,“ segir
Hilmar Már aðalsteinsson skíðasér-
fræðingur. „Við höfum fundið fyrir
verulega auknum áhuga á bæði fjalla-
skíðum en þó sérstaklega göngu-
skíðunum,“ segir Hilmar. Sjálfur hefur
hann verið á gönguskíðum frá 10 ára
aldri og þekkir sportið því vel.
„Þetta er alls ekki dýrt sport, mikil
útivera og ein besta hreyfingin fyrir
skrokkinn. Það besta er að það geta
nær allir stundað þetta,“ segir Hilmar.
Í Fjallakofanum er hægt að fá göngu-
skíði fyrir byrjendur jafnt sem þá sem
ætla sér á norðurpólinn. „Byrjendask-
íðin eru lang ódýrust og svo geturðu
farið í dýrari skíði þegar þú ert kom-
inn í keppnishugleiðingar og þar er
um margt að velja,“ segir Hilmar.
Vöruúrvalið hefur þróast út frá
neytendahópnum og er reynt til hins
ýtrasta að koma til móts við hann.
„Fjallakofinn hefur alltaf verið með
fjallaskíði, og svo fyrir nokkrum
árum komu inn svigskíði, ferða-
gönguskíði og nú eru þar allar teg-
undir af gönguskíðum,“ segir Hilmar.
einnig er þar að finna breitt úrval af
útivistarfatnaði. „Þegar eftirspurnin
er mikil þarf að bæta framboðið
og við höfum reynt að gera það.
Við erum að bæta við nýju finnsku
merki, One Way, sem býður upp á
gönguskíði og -skó, svo og fatnað,“
segir Hilmar. Ásamt því að bjóða
upp á sérhæfðan gönguskíðafatnað
er mikið úrval af útivistarfatnaði
fyrir öll tækifæri.
Fyrsta stopp áður en haldið er á
gönguskíði ætti því að vera í verslun
Fjallakofans í Kringlunni 7 þar sem
skíðaúrvalið er. auk þess rekur Fjalla-
kofinn verslanir sem eru á reykja-
víkurvegi 64 Hafnarfirði og lauga-
vegi 11 reykjavík.
Nánari upplýsingar má finna á
www.fjallakofinn.is
Ullarföt á alla
fjölskylduna í
útivistina
Baselayer ullarfötin frá Marathon Sportswear
eru tilvalinn ullarklæðnaður fyrir fólk á öllum
aldri sem stundar útivist af kappi.
Unnið í samstarfi við
Rún heildverslun
Flestir þekkja það að æða út í
fallegu gluggaveðri og uppgötva,
rétt fyrir utan dyrnar sínar, að
veturinn er langt því frá að vera
liðinn. Það að sólin skíni skært á
fagurbláum himni segir iðulega
lítið til um hitastigið utandyra. Það
er því nauðsynlegt fyrir okkur að
eiga hlý undirföt, sem gera okkur
kleift að sinna leik og störfum í
því hrekkjótta veðurfari sem við
búum við. Baselayer ullarnærfötin
hafa fengið góðar viðtökur hér á
landi undanfarna mánuði, enda
eru þessi ullarnærföt hönnuð með
þarfir útivistarfólks í huga. Þau
henta því íslensku veðurfari ein-
staklega vel.
Gæði og þægindi í fyrirrúmi
Vefnaðurinn byggir á tveggja laga
Baselayerkerfi sem inniheldur
annars vegar rafprjónað polyester
og hins vegar hreina merino ull.
innra lagið er unnið þannig að efnið
er gert afar mjúkt en helstu töfrar
þess eru að jákvætt hlaðnar fjölliður
eða katjónir í efninu flytja allan raka
frá líkamanum til ytra lagsins sem
inniheldur merino ull. Ullin hefur
þá eiginleika að geta tekið til sín allt
að 30% raka af eigin þyngd en það
þýðir að sá sem klæðist fatnaðinum
upplifir aldrei að fatnaðurinn sé
rakur, heldur helst líkaminn alltaf
þurr og hlýr. Ullarfötin virka best
utandyra eða við hitastig frá -20°C
til +5°.
Fatnaður á alla fjölskylduna
línan er fáanleg í stærðum M-Xl2
fyrir karla og stærðum S-Xl fyrir
konur. Börnin fá líka pláss í þessari
línu en þar er hún fáanleg fyrir
aldurinn 6-14 ára. Tvær litatýpur
koma fyrir hvern hóp fyrir sig þann-
ig að allir ættu að geta fundið eitt-
hvað við sitt hæfi.
Alþjóðlegur klæðnaður
jBS Textile group, sem framleiðir
fatnaðinn undir merkjum Marathon,
er það stærsta í þessum bransa á
norðurlöndunum og selur um allan
heim. Í kjölfarið á samningi við fót-
boltakappann Christiano ronaldo,
sem er andlit Cr7 nærfatalínunnar,
er fyrirtækið komið inn á alþjóða-
markað og selur vörur sínar um
allan heim.
Frábær merino ullarnærföt
sem henta í alla útivist:
Göngur – hlaup – veiði – fjall-
göngur – skíði – hjólreiðar –
útilegur ... og allt hitt líka.
Marathon Baselayer ullarfötin eru fáanleg á eftirtöldum stöðum:
n Hagkaup
n Afreksvörur glæsibæ
n Icewear akureyri
n Bjarg akranesi
n Fjarðarkaup Hafnarfirði
n Jói Útherji reykjavík
n JMJ akureyri
n Hafnarbúðin Ísafirði
n Kaupfélag V-Húnvetninga
n Kaupfélag Skagfirðinga
n Nesbakki neskaupstað
n Skóbúð Húsavíkur Húsavík
n Blossi grundarfirði
n Efnalaug Dóru Hornafirði
n Efnalaug Vopnafjarðar
n Siglósport Siglufirði
n Heimahornið Stykkishólmi
n Grétar Þórarinsson Vestm.eyjum
Sprengja í áhuga
á gönguskíðum
Tilvalinn áningarstaður
fyrir vetrarfríið
Á skíðasvæði Dalvíkur eru brekkur fyrir alla og mikil veðursæld.
Unnið í samstarfi við
Skíðasvæði Dalvíkur
Skíðasvæði Dalvíkur er aðeins rétt
fyrir ofan bæinn, nánar tiltekið í
Böggvisstaðafjalli.
Kári ellertsson, umsjónarmaður
svæðisins, segir það afar fjölskyldu-
vænt þar sem eru brekkur fyrir
byrjendur jafnt sem lengra komna.
„Brekkurnar eru vel upplýstar svo
hægt er að skíða þó farið sé að
rökkva. Þá er einnig skíðagöngubraut
sem opin er meðan það er bjart.
Skíðaleiga er á staðnum svo allir geta
tekið þátt,“ segir Kári.
Tilvalið fyrir hópa
Á staðnum er einnig veglegur skíða-
skáli með veitingasölu. „Við höfum
einnig frábæran skíðaskála með
aðstöðu fyrir ýmsa hópa í gistingu.
Hingað hafa verið að koma skóla-
hópar, félagsmiðstöðvar og starfs-
mannafélög. Við erum með pláss
fyrir allt að 50 manns í gistingu og
höfum verið með sveigjanlega opn-
unartíma fyrir hópa,“ segir Kári.
Opið alla daga eftir 10. febrúar
Hann segir mikla veðursæld ein-
kenna svæðið og að opnunardag-
arnir séu rúmlega 30 síðan í byrjun
desember. nú sé opið sex daga vik-
unnar en eftir 10. febrúar verði opið
alla daga. „Við bjóðum afar hagstæð
verð á lyftukortum og ég myndi
segja að við værum tilvalinn áningar-
staður fyrir vetrarfríið,“ segir Kári.
Nánari upplýsingar um opnunar-
tíma, verð og svæðið í heild má
finna á www.skidalvik.is
Hilmar Már í Fjallakofanum finnur fyrir
verulegri aukningu á áhuga á fjallaskíðum og
göngustígum.
Guðmundur í Fjallakofanum