Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 22.01.2016, Side 68

Fréttatíminn - 22.01.2016, Side 68
Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is Hrósið ... ...fær hin átján ára gamla Jóna María Gerðudóttir fyrir að deila erfiðri lífsreynslu sinni og vekja um leið athygli á aðstæðum ungra fíkla. Tónlistarkonan Björk Guðmunds- dóttir hélt veglegt kveðjupartí á Kaffi Vest á þriðjudags- kvöldið þar sem vinir og samstarfsmenn hennar skáluðu og dönsuðu. Meðal gesta var Arca sem vann með henni að plötunni Vulnicura. Mikið stuð var í partíinu, svo mikið að nágrannar kaffihússins sáu sig tilneydda að kvarta undan hávaðanum við Gísla Martein Baldursson, einn eigenda þess, sem brást skjótt við og lét skrúfa niður í tónlistinni... Ríkisútvarpið undir- býr af kappi undan- keppni Eurovision en þrjátíu ár eru nú síðan Ísland tók fyrst þátt. Meðal þeirra sem vinna að keppninni í ár eru Kári Sturluson, tónleikahald- ari og einn umboðsmanna Sigur Rósar, sem sér um skipulagningu á tónleikastaðnum sjálfum, og Rúnar Freyr Gíslason leikari sem titlaður er verkefnastjóri... Ein þeirra sem syng- ur í undankeppni Eurovision er Elísabet Ormslev sem sló í gegn í The Voice á Skjá einum. Þó þetta sé í fyrsta sinn sem Elísa- bet tekur þátt er hún vel kunnug keppninni, dóttir sjálfrar Helgu Möller og hefur sjálf séð um förðun í keppninni auk þess sem hún söng bakraddir fyrir Herbert Guðmundsson árið 2012... Á meðal þeirra sem gera óspart grín að foreldrum sínum er Steiney Skúla- dóttir leikkona. Móðir hennar, Hall- dóra Geirharðsdóttir, og besta vinkona, Blær, kyssast í sýningunni Mávurinn og tístir Steiney um málið. Steiney Skúladóttir | @steiney_skula „Mamma mín og besta vinkona í sleik er eitthvað sem ég hélt ég myndi ekki upplifa #mávurinn #borgarleikhúsið #scarred4life“ Aðspurð segist Halldóra ekki hafa séð færsluna áður en hafi góðan húmor fyrir. „Ég er ekki á Twitter en þetta er mjög fyndið. Ég held að Blær ætti heldur að hugsa sinn gang en hún fer einnig í sleik við pabba vinkonu sinnar í annarri sýningu.“... jaha.is Eigðu betri dag með okkur kubbur.indd 1 21.1.2016 14:56:51

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.