Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 22.01.2016, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 22.01.2016, Blaðsíða 16
Bættu LGG + við daglegan morgunverð fjölskyldunnar og styrktu ónæmiskerfið. Nú fylgja frítt með Þú getur lesið meira um LGG+ á ms.is/lgg + stuðlar að vellíðan + styrkir varnir líkamans + bætir meltinguna og kemur jafnvægi á hana + eykur mótstöðuafl + hentar fólki á öllum aldri + er bragðgóð næring Eiginleikar LGG+ H V ÍT A H Ú SI Ð /S ÍA - 1 2- 00 14 Fyrir fulla virkni Ein á dag 2 Flokkar hægri sinnaðra þjóðernispopúlista hafa á umliðnum árum þotið fram í fylgi Evrópu og tekið sér stöðu sem meginafl í stjórn­ málum álfunnar. Fyrsta bylgjan reis á áttunda áratugnum, önnur undir aldamót og sú þriðja í kjölfar fjármálakrísunnar – allar í kjölfar efnahagslegra og pólitískra örðugleika. Eiríkur Bergmann eirikurbergmann.com Ömurlegur atburður í Köln um áramótin þegar hópur aðkominna karlmanna áreitti ungar þýskar stúlkur og beitti sumar þeirra al- varlegu kynferðislegu ofbeldi, auk þess að ræna þær eigum sínum, framkallar eflaust aukna andúð í garð flóttamanna – líka þeirra sem ekkert höfðu með málið að gera. Líkt og endurteknar herfarir vest- rænna herja í Mið Austurlöndum magna vitaskuld vandann hinum megin. Kannski það sé ein birting- armynd þess samstuðs menningar- heilda sem bandaríski fræðimað- urinn Samuel P. Huntington spáði fyrir um í ritgerð sinni Clash of Civilizations árið 1993. Alltént hafa samskipti Evrópubúa og aðkom- inna múslima versnað til muna á undanförnum árum. Samfara auknum árekstrum hafa fylkingar þjóðernispopúl- ista þotið fram í fylgi út um alla Evrópu, svo svaðalegur hefur upp- gangurinn verið að marga leiðtoga úr röðum meginstraumsflokkana hefur í ráðaleysi sínu sundlað yfir velgengni þeirra sem áður fyrr þóttu á jaðri þess boðlega í siðaðri stjórnmálaumræðu. Sumstaðar hafa öfl af þessum toga jafnvel náð til sín stjórnartaumunum. Harðræði á ný austur í álfu Í Ungverjalandi hefur Viktor Or- bán um alllangt skeið fært landið af braut þess frjálslynda lýðræðis sem þarlendir færðust til eftir fall kommúnismans og yfir til öllu harðari fáræðisstjórnar þar sem verulega hefur þrengst um lýðræðið og sjálft réttarríkið. Með umdeildum breytingum á stjórnar- skránni tókst Orbán að fá svo gott sem alla þræði ríkisvaldsins í eigin hendur. Á sama tíma tíma þramma svo enn fasískari öfl Jobbik-hreyf- ingarinnar svokölluðu um götur Búdapest og annarra byggðarlaga þessa fornfræga lands í einkennis- klæðnaði sem umbúðalaust vísar til fasisma Ítalíu og Þýskalands á þriðja og fjórða áratug liðinnar aldar. Sömuleiðis hefur Rússland, frá því Vladimir Pútín tók við um aldamótin, verið á jafnvel enn stíf- ari braut í átt til harðræðis og nú síðast hefur Pólland færst á sömu leið eftir að Jaroslaw Kaczynski og félagar í flokknum Lög og réttlæti tóku til við að lama stjórnlagadóm- stól landsins og herða meðal ann- ars tökin á fjölmiðlum, svo mjög að alþjóðastofnanir telja nú margar í öngstræti stefna. Nær okkur, hér í Vestur Evrópu, hafa slíkir flokkar einnig náð miklum árangri, svo sem Þjóðar- fylkingin í Frakklandi, Breski sjálfstæðisflokkurinn og auðvitað Danski þjóðarflokkurinn sem hér var sérstaklega til umfjöllunar fyrir tveimur vikum. Í þessari grein er þróun þjóðernispopúl- iskra flokka þrædd frá endalokum seinni heimsstyrjaldar. Þrjár bylgjur Í fræðunum er töluvert tekist á um bæði það hvernig rétt sé að skil- greina þjóðernispopúlisma (sem ég ræði nánar í næstu grein) og svo með hvaða hætti slíkar hreyf- ingar hafa þróast. Á ofanverðum níunda áratugnum greindi fræði- maðurinn Klaus Von Beyme þrjár bylgjur slíkra hægri öfgaflokka frá endalokum seinna stríðs. Sú fyrsta hafi falist í nostalgískum fasista- hreyfingum í Þýskalandi og Ítalíu Þjóðernispopúlistar þjóta fram Benito Amilcare Andrea Mussolini: Fasistar risu til valda á Ítalíu á öndverðum þriðja áratugnum undir forystu Benito Mussolini, einræðisherra á Ítalíu frá 1922 til 1943. Þessi fyrrum blaðamaður og áður sann- færður sósíalisti áður en hann gekk hernaðarhyggjunni á hönd reyndist lunkinn við nýta sér efnahagslega örvæntingu og pólitíska ringulreið á milli stríða og fylkti svartstakkasveit- um sínum undir gömlu tákni Rómverja um yfirráð: Facismo – knippi prika vöðlað saman við exi. Hann hét því að hefja ítalskt þjóðerni aftur til vegs og virðingar og fyrst um sinn við valdatöku fasista virtist sem regla kæmist á, en undir niðri ríkti sama óstjórnin og örbirgðin og áður. Geert Wilders er leiðtogi Hollenska frelsis- flokksins. Hollensku þjóðernispopúlistarn- ir hafa skorið sig frá öðrum í Evrópu með því að færa andstöðu sína við múslimska innflytjenda fram sem varðstöðu við hið víðfræga hollenska frjálslyndi. Svo virðist þó sem hollenska frjálslyndið afmarkist við það sem þegar var viðurkennt innanlands, semsé einkum hvað varðaði kynlíf og vímuefni, en takmarkist að öðru leyti við viðhorf annarra menningarheilda sem falla utan við hið skilgreinda frjálslyndi. Jörg Haider fór langt með að setja Evrópu á hliðina þegar Frelsisflokkur hans komst í valda í Austurríki um alda- mótin. Haider sætti stöðugri gagnrýni fyrir að upphefja sum stefnumál þýska nasistaflokksins og fyrri allnokkur ummæli færð fram gegn gyðingum í Evrópu. Lykillinn að árangri hans fólst meðal annars í öflugu bandalagi við helsta götublað Austurríkis, Kronen Zeitung. Haider svar- aði jafnan gagnrýninni á sig með því að hann segði aðeins það sem fólkið í landinu væri að hugsa. Evrópusambandið beitti um stund ríkisstjórn Austurríkis refsiaðgerðum vegna veru Haiders þar innan borðs. Jörg Haider dó í bíl- slysi árið 2008. Siv Jensen tók við stjórnartaumunum af Carl I Hagen í norska Framfaraflokknum árið 2006. Norski framfara- flokkurinn fellur í flokk mýkstu útgáfu þjóðernispopúlista í Evrópu. Flokkurinn á rætur í Framboði Anders Lange um afgerandi niðurskurð á sköttum og gjöldum árið 1973 sem bar svipmót af stefnumálum Mogens Glistrup í Danmörku. Norski framfaraflokkurinn lenti í nokkrum öldudal í kjölfar ódæðisverks Anders Behring Breivik í Útey og í Osló árið 2011 en hann hafði tilheyrt flokknum á fyrri tíð. Ekki leið þó á löngu þar til flokkurinn fann fyrri stuðning í Noregi og náði svo alla leið inn í ríkisstjórn í kjölfar kosninganna 2013. 16 | fréttatíminn | Helgin 22. janúar-24. janúar 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.