Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 22.01.2016, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 22.01.2016, Blaðsíða 26
lóaboratoríum lóa hjálmtýsdóttir Samkvæmt úttekt Íslands-deildar Barnahjálpar Sam-einuðu þjóðanna er fátækt barna á Ísland stórt vanda- mál. Fjöldi barna líður alvarlegan skort. Börnin fá ekki viðunandi fæði, eru ekki nógu vel klædd, búa þröngt, eiga ekki bækur eða dót við hæfi og geta ekki boðið vinum sín- um heim. Þetta eru börnin sem alast upp á ábyrgð okkar allra. Þau búa á heim- ilum með skerta foreldragetu. For- eldrarnir geta ekki hjálparlaust upp- fyllt þarfir barna sinna. Það er því á ábyrgð okkar hinna að gæta þess að þau líði ekki fyrir vangetu fjöl- skyldna sinna og njóti sömu tæki- færa í uppvextinum og önnur börn. Þessi börn eru fyrsta ástæðan þess að við höfum formlegt samfé- lag á millum okkar. Það miðar að því að draga úr takmarkandi aðstæðum á líf og hamingju fólks, einkum ef fólk ber enga sök á þessum aðstæð- um. Þá á við um aldraða, fatlaða og sjúka. Og það á sannarlega við um börn. Þótt einhverjir vilji kannski halda því fram að fátækt fólk beri einhverja sök á aðstæðum sínum þá á það sannarlega ekki við um fátæk börn. Samfélagið þarf því að eiga tæki til að styðja börn sem búa á fátækum heimilum hver svo sem ástæða fá- tæktarinnar er. Þrátt fyrir að úttekt Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna sé ítarleg þá vantar í hana þætti svo við getum skilið orsakir fátæktar barna. Í könnuninni er spurt um fjölskyldu- gerð, búsetu og kyn, húsnæði, menntun og tekjur. En það er ekki spurt um heilsu foreldranna. Öll vitum við að heilsubrestur er helsta orsök fátæktar. Skert heilsa skerðir starfsgetu. Öryrkjar þurfa að lifa af launum sem eru langt undir meðallaunum. Fólk sem glímir við geðraskanir og vímuefnasýki hrekst oft út á jaðar vinnumarkaðarins þar sem laun eru lægst og öryggi minnst. Aðstoð samfélagsins við fólk með þessa sjúkdóma kemur seint og er veik. Við vitum að stór hópur barna sem býr við sára fátækt kemur frá fjöl- skyldum sem hafa laskast vegna langvarandi sjúkdóma og stuðnings- leysis samfélagsins. Könnun Barna- hjálparinnar nær ekki að kasta ljósi á vanda þessa hóps þar sem aðeins er horft til almennra skilyrða. Þær niðurstöður könnunarinnar sem hafa verið dregnar fram í umræðunni snúa að tekjum, menntun og húsnæði. Hinir fátæku hafa lakari menntun, eru á lægri launum og eru líklegri til að búa í leiguhúsnæði en aðrir. Hver sem er hefði getað séð þetta fyrir. Fá- tækt skerðir foreldragetu, skerðir stuðning við börnin, eykur hættu á að börnin falli úr námi, dregur úr tekjumöguleikum og skilur fólk eftir í bjargarleysi. Gallinn við könnun sem einblínir á birtingarmyndir fátæktar frekar en orsakir er að umræðan snýst um almenn atriði. Ef fleiri fátækir búa í leiguhúsnæði; er þá ekki lausnin að lána fleirum svo þeir geti keypt sér íbúð? Ef fleiri fátækir hafa litla menntun; er þá ráð gegn fátækt að auka aðgengi að menntun? Auðvitað er það ekki svo. Könnun Barnahjálparinnar dregur fram að þrátt fyrir áratugalanga áherslu á séreignastefnu í hús- næðismálum og aukið aðgengi að menntun býr hópur íslenskra barna við sára fátækt. Það er auðvitað sjálf- sagt að halda uppi almennri stefnu í til að bæta almenn lífskjör. En til að ná utan um fátækt barna þurfum við líklega fyrst og fremst sértækar aðgerðir sem beinast að fjölskyldum með skerta foreldragetu. Á undanförnum áratugum hefur okkur tekist að auka réttindi barna. Ofbeldi og vanræksla barna á heimilum er ekki einkamál held- ur opinber mál. Fátækt foreldra er annars eðlis. Foreldrarnir eru ekki ógn við barnið heldur aðstæður fjölskyldunnar og stuðningsleysi samfélagsins. Til að vernda barnið þarf ekki að fjarlægja foreldra af heimilinu heldur aðstoða þá til að sinna foreldraskyldum sínum. Öll börn eiga rétt á að njóta uppeldis og skólagöngu sem örvar þau og styrkir. Það er á ábyrgð okkar allra að veita þeim börnum stuðning sem ekki njóta hans ekki heima við. Við eigum að sjálfsögðu að hafa að markmiði að bæta almenn lífskjör í landinu. Við þurfum hins vegar einnig að stefna að því að draga úr áföllum sem fjölskyldur verða fyrir vegna sjúkdóma og annarra þekktra sértækra ástæðna fátæktar. Og síðan eigum við að aðlaga öll kerfi sam- félagsins að þeirri staðreynd að hluti barna þarf aðstoð heildarinnar vegna þess að þau njóta ekki nægi- legs stuðnings heimafyrir. Þörfin fyrir þann stuðning mun aldrei hverfa, alveg sama hversu vel við stöndum okkur varðandi hin markmiðin. Gunnar Smári Fátæk börn eru börn okkar allra köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir. Fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti. TENERIFE Frá kr. 69.900 GRAN CANARIA & TENERIFE Frá kr. 89.800 m/allt innifalið Netverð á mann frá kr. 89.900 m.v. 2-4 í íbúð/ stúdíó/herbergi. 2. febrúar í 7 nætur. Frá kr. 134.900 m/allt innifalið Netverð á mann frá kr. 134.900 m.v. 2 fullorðna í stúdíó. 9. febrúar í 14 nætur. Frá kr. 95.900 m/allt innifalið Netverð á mann frá kr. 95.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi. 2. febrúar í 7 nætur. Tamaimo Tropical Villa Adeje Beach Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M 73 16 4 GRAN CANARIA STÖKKTU STÖKKTU SÉRTILBOÐ Frá kr. 69.900 Netverð á mann Frá kr. 69.900 m.v. 3 fullorðna í íbúð/stúdíó/ herbergi. Frá kr. 79.900 m.v. 3 fullorðna í íbúð/stúdíó/ herbergi. 27. janúar í 7 nætur. Frá kr. 92.800 m/hálfu fæði Netverð á mann frá kr. 92.800 m.v. 2 fullorðna í herbergi. 3. febrúar í 7 nætur. Stökktu Beverly Park Stökktu SÉRTILBOÐ SÉRTILBOÐ 26 | fréttatíminn | Helgin 22. janúar–24. janúar 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.