Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 22.01.2016, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 22.01.2016, Blaðsíða 2
 „Konan hlaut margfalt brot á mjaðmagrind, brotnaði á öðrum fæti, auk þess sem nokkur rif- bein gáfu sig. Ætt- ingi hennar segir að læknar hafi sagt að einungis hafi munað hárs- breidd að hún týndi lífinu.“ Konan er stórslösuð og var í öndunarvél fyrstu dagana. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Tæplega sjötug kona slasaðist al- varlega þegar rútu frá Kynnis- ferðum var bakkað á hana, við Leifsstöð, fyrr í mánuðinum. Framkvæmdastjóri Reykjavík Exc- ursions segir að þetta hafi verið óhapp. Ekki sé við aðstæður á slys- stað að sakast. Konan var farþegi í rútunni, föstudaginn 8. janúar, og nýstigin út við Leifsstöð þegar slysið varð klukkan rúmlega ellefu um morg- uninn. Hún átti sér einskis ills von þegar rútunni var bakkað á hana þar sem hún var á leið með tösk- una að flugstöðinni. Komið hefur verið fyrir bílastæðum fyrir rútur brottfararmegin við flugstöðina en ekki virðist vera gert ráð fyrir gangandi vegfarendum, því þar eru engar gangbrautir. Konan hlaut margfalt brot á mjaðmagrind, brotnaði á öðrum fæti, auk þess sem nokkur rifbein gáfu sig. Ættingi hennar segir að læknar hafi sagt að einungis hafi munað hársbreidd að hún týndi lífinu. Hún var í öndunarvél fyrstu dagana en gekkst undir aðgerð tveimur dögum eftir slysið, sem gekk vel. Þetta er afar sorglegt mál, segir Kristján Daníelsson, framkvæmda- stjóri Reykjavík Excursions. „Þetta er mjög vanur bílstjóri, sem taldi að allir væru farnir af stæðinu þegar hann færði rútuna til að komast áfram, því fleiri þurftu að komast að.“ Hann sagðist ekki telja að neitt væri athugavert við aðstæður á slysstað. „Plássið er ágætt og sem betur fer er ekki mikið um slys.“ Konan er íslensk en búsett í Sví- þjóð. Hún var á leið þangað þegar slysið varð. Hún var flutt í sjúkra- flugi til Svíþjóðar í fyrrinótt þar sem við tekur erfið meðferð og endurhæfing. Engin ákvörðun liggur fyrir um málsókn gegn fyrirtækinu vegna aðstæðna þegar slysið varð. Samkvæmt rannsókn- ardeild lögreglunnar á Suðurnesj- um, kemur fram í lögregluskýrslu um atburðinn að konan hafi hlotið minniháttar meiðsl. Engir rann- sóknarmenn voru því sendir á vettvang þegar slysið varð. Lög- reglu sé venjulega tilkynnt um alvarleg meiðsl af einhverjum hlutaðeigandi, en það hafi ekki verið gert í þessu tilfelli. „Ég veit ekkert um það. Við köllum bara til lögreglu og sjúkrabíl en við sjáum ekki um að tilkynna lögreglu um hversu alvarleg meiðslin voru,“ segir Kristján Daníelsson. Rannsókn Í lögregluskýrslu er talað um minniháttar meiðsl Rútubílstjóri bakkaði á konu við LeifsstöðEngir æðarungar í sumar Formaður ÖBÍ segir að langir biðlistar, heimsmet í hlutastörfum og fjársvelt starfsendurhæfing taki sinn toll. Ungu fólki í hópi öryrkja hefur fjölgað gríðarlega á Íslandi, þeir eru hlutfallslega miklu fleiri en á öðrum Norðurlöndum. Þannig eru sextán prósent allra á aldrinum 30 til 39 ára með örorku, samkvæmt nýrri skýrslu sem ber saman velferðar- kerfi Norðurlanda. Ellen Calmon, formaður Öryrkja- bandalagsins, segir að einkum sé um að ræða fjölgun ungra karla í hópi öryrkja. Ástæðurnar liggi ekki fyrir en karlmenn eigi oft erfiðara með að leita sér hjálpar fyrr en of seint. Ellen segir að stærsti hópurinn á örorku sé þar vegna stoðkerfis- vanda og geðraskana: „Lægstu launin eru of lág og margir þurfa að vera í endalausum aukastörf- um til að láta enda ná saman. Við eigum heimsmet í hlutastörfum, hér er ekki óalgengt að leikskóla- kennarar starfi við veisluþjónustu á kvöldin eða afgreiðslufólk skúri fyrir aðra eftir vinnu. Streita og vinnuálag í langan tíma tekur sinn toll og á endanum lætur eitthvað undan.“ Norðurlandamet í örorku hjá ungu fólki Fjöldi ungra öryrkja á Norðurlöndunum Hlutfall öryrkja af íbúum í aldurshópnum á árinu 2014. Heimild Nososco, nor- ræna tölfræðinefndin. Og Ellen segir ennfremur að ekki megi gleyma biðlistunum: „Fólk er að bíða mánuðum saman eftir nauðsynlegum aðgerðum. Og það er gríðarlega löng bið eftir viðtali við geðlækni, þá eru starfsendur- hæfingarstöðvar víðast hvar fjár- sveltar.“ Ellen segir að samfélagið þurfi að taka á þessum málum í stað þess að einblína alltaf á hvað öryrkjar séu margir og gera sér í hugarlund að eitthvað annarlegt liggi þar að baki: „Það verða alltaf til einhverjir sem eru með skerta starfsorku. En við þurfum að horfa til þess hvernig er hægt að bæta samfélagið til að koma í veg fyrir fjölgun og styðja fólk til sjálfshjálpar í staðinn fyrir að fjár- svelta þau úrræði sem fyrir eru.“ | þká 20-29 ára 30-39 ára Danmörk 4,6% Færeyjar 1,5% Finnland 5,3% Ísland 10,4% Noregur 3,9% Svíþjóð 9,1% Danmörk 9,6% Færeyjar 1,7% Finnland 8,0% Ísland 16,5% Noregur 7,9% Svíþjóð 6,8% Athugasemd. Sagt var frá því í Fréttatímanum í síðustu viku að Jón Gnarr undirbyggi nýja Vaktar-seríu sem nefndist Öryggisvaktin og að fjórða þátta- röð af Pressu hefði verið sett á ís. Jón Gnarr segir þetta rangt. Aðeins hafi verið til skoðunar að framleiða jóla- og áramótaþátt af Næturvaktinni. Beðist er velvirðingar á þessu. Hann segir jafnframt að ekkert hafi verið ákveðið um framhald af Pressu 4. Skáldsagan Víti í Vestmannaeyjum eftir Gunnar Helgason verður að kvikmynd á næsta ári. Bókin kom út árið 2011 og er sú fyrsta af þremur um sorgir og sigra fótboltastráksins Jóns Jónssonar. Verk- efnið hlaut styrk úr handritasjóði frá Kvikmyndamiðstöð Íslands í fyrra en það er SagaFilm sem framleiðir kvik- myndina. „Mér til mikillar gleði keypti SagaFilm réttinn árið 2011 og þetta hefur verið í undirbúningi síðan,“ segir Gunn- ar sem er í skýjunum með verkefnið. „Við Jóhann Ævar Grímsson erum að vinna í handritinu en stefnum á að klára það í mars. Við gerðum treiler að myndinni í vikunni sem verið er að klippa núna. Það er allt að gerast.“ Nýjustu talningar sýna að anda- varpið við Reykjavíkurtjörn er enn í erfiðri stöðu en þó gekk varpið vel sumarið 2015 hjá nokkrum andategundum. Hjá duggönd hefur fjöldi unga ekki verið eins hár í 30 ár en alls 27 ungar sáust. Kríuvarpið er líka blómlegt eftir að hafa rétt úr kútnum þegar nýtt varpsvæði myndaðist í friðland- inu. Slæmu fréttirnar eru hins- vegar þær að engir æðarungar komust á legg í sumar og afkoma stokkandar var einnig léleg. Kalt tíðarfar, fæðuskortur og afrán eru líklegustu ástæðurnar. Víti í Vestmannaeyjum verður að kvikmynd Gunnar Helgason er kampakátur með það að fótboltastrákurinn Jón Jónsson fari á hvíta tjaldið. 2 | fréttatíminn | Helgin 22. janúar–24. janúar 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.