Fréttatíminn - 22.01.2016, Blaðsíða 66
Mynd | Hari
ÚTSALA
30-60%
afsláttur
af völdum
vörum
Bláu húsin Faxafeni / S. 555 7355 / www.selena.is Selena undirfataverslun
NÝTT KORTATÍMABIL
Nýtt verk eftir Hildi
Guðnadóttur er meðal þess
sem flutt verður á hátíðinni.
Dagskrá Myrkra músíkdaga saman-
stendur af verkum ólíkra tónskálda
á öllum aldri, enda er hátíðin hugs-
uð sem vettvangur fyrir íslensk
tónskáld að fá verk sín flutt. Fleiri
tækifæri eru til að hlýða á verk
kvenkyns tónskálda á hátíðinni en
gengur og gerist. Sex einleikstón-
leikar eru á dagskrá hátíðarinnar og
eru einleikararnir allir konur.
Hátíðin hefur hingað til verið að
mestu sótt af áhugafólki um sam-
tímatónlist, en framkvæmdastjóri
hátíðarinnar segir að margir við-
burðir hátíðarinnar gætu náð til
breiðari hóps. Í því skyni eru tvenn-
ir tónleikar hátíðarinnar sérstak-
lega ætlaðir börnum, en aðgangur
á þá er ókeypis.
Myrkir músíkdagar er ein elsta
tónlistarhátíð sem haldin er á Ís-
landi og hugsuð sem vettvangur
fyrir íslensk tónskáld að fá verk sín
flutt.
Atari er eins árs gamall kóngapúðlu-
hundur. Hann er búsettur í mið-
bænum og er mikill áhugamaður um
fólk og fylgist oft með Laugaveginum
út um gluggann. Atari þykir mesti ljúf-
lingur en örlítill kvennabósi, enda er
hann gjarn á að þefa af þeim konum
sem ganga fram hjá honum. Púðlu-
hundar eru almennt snyrtipinnar
enda fara þeir ekki mikið úr hárum,
en þó þarf að baða sig einu sinni í
viku. Atari hefur látið það yfir sig
ganga, þó honum falli böðin ekki, og
verður því hamingjusamari þegar
þeim er lokið, stekkur glaður um
heimili sitt og kastar sér á sófa.
Nú er Atari á unglingsaldri og vill
því stundum ekki hlýða eiganda
sínum, en það háir honum líklega
ekki fram eftir aldri enda þykir hann
kurteis og ljúfur að eðlisfari.
Ljósmyndarinn Friðgeir
lifði af drukknun, eldgos og
skotárás. Hann heldur nú
ljósmyndasýningu á Ljós-
myndahátíð Íslands.
Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir
salka@frettatiminn.is
Friðgeir Trausti Helgason er alinn
upp í Vestmannaeyjum og þaðan
er hans fyrsta minning að detta á
milli skips og bryggju og drukkna.
Hinn þriggja ára Friðgeir var þó
lífgaður við, en þremur árum síðar
þurfti fjölskylda hans að flytja úr
Vestmannaeyjum þegar eldgos
varð í Heimey, 1973.
Friðgeir byrjaði að kokka þegar
hann var 13 ára á lúðubátnum
hjá pabba sínum. Þegar hann var
tvítugur ákvað Stella, móðir hans,
að selja Tískuhús Stellu sem hún
rak í Hafnarstræti og flytja til Los
Angeles. Hún hefur búið þar síðan
og gert garðinn frægan sem fata-
hönnuður. Friðgeir ákvað að fara
með. Hann vann svo sem kokkur,
bæði í Los Angeles og New Orleans,
í tuttugu ár. Í New Orleans var lífið
ekki alltaf auðvelt, en þar var Frið-
geir rændur um hábjartan dag og
skotinn í fótinn.
„Það er bara ákveðið próf sem
New Orleans leggur fyrir hvern
einasta mann sem þangað flytur.
Borgin hendir öllu í þig: þú ert
rændur, laminn og annað hvort
hrökklastu í burtu og kemur aldrei
aftur eða stenst prófið. Og þá fer
borgin aldrei úr blóðinu. Ég verð
að fara þangað á hverju einasta ári
og hlaða batteríin.“
Friðgeir og kona hans, Susan,
fluttu fyrir tveimur árum úr miðbæ
Los Angeles í úthverfi til að flýja
það sem Friðgeir kallar „gentrifica-
tion“ hverfisins. Hugtakið er notað
yfir það fyrirbæri þegar hverfi sem
áður voru ódýr að búa í, verða
vinsæl og fasteignaverð hækkar
í samræmi við það. Hjónin eru
ánægð á nýja heimilinu, þar sem
Friðgeir segist vakna í sólinni á
hverjum morgni með appelsínutré
fyrir utan gluggann.
„Nú sit ég bara í ruggustólnum
mínum á veröndinni og öskra á
hipsterana: „Get off my lawn!“
Friðgeir fann ástríðuna fyrir
ljósmyndun þegar hann hætti að
drekka árið 2006.
„Ég fann að til að geta haldið
mér edrú þurfti ég að breyta lífi
mínu algjörlega. Því ég hafði
oft reynt að hætta áður en alltaf
mistekist. Ég ákvað því að fara í
nám. Ég var ekki einu sinni með
stúdentspróf en ákvað að byrja í
kvikmyndagerðarnámi í LA City
College.“
Kvikmyndagerðin hentaði Frið-
geiri ekki því honum fannst um-
stangið of mikið. En þegar hann
tók áfanga í ljósmyndun í náminu
small eitthvað. „Loksins var þetta
bara ég, myndavélin og heimur-
inn.“ Í framhaldinu skipti hann
alfarið yfir í ljósmyndun.
Hann hélt sína fyrstu ljósmynda-
sýningu á Íslandi árið 2008, með
myndum sem hann tók í sínu
æskuhverfi, Breiðholtinu. Þá höfðu
liðið þónokkur ár frá síðustu heim-
sókn hans til Íslands og segir hann
þjóðfélagið hafa verið óþekkjanlegt
frá Íslandi æsku hans.
„Þegar ég kom hérna 2008,
tíu mínútur í hrun, þá voru allir
geðveikir. Á meðan allir voru með
á heilanum að kaupa sér jeppa og
flatskjá og taka þátt í góðærinu,
bjó ég á hæli fyrir heimilislausa
aumingja á Skid Row í Los Angeles.
Þegar ég var lítill var ríkasti kallinn
í þorpinu kannski fimm sinnum
ríkari en pabbi minn. Nú var allt
í einu komið þjóðfélag þar sem
ríkasti kallinn var þúsund sinnum
ríkari en pabbi.“
Í þessari Íslandsheimsókn urðu
til nokkrar þeirra mynda sem eru
á sýningunni „Stemning“ í Ljós-
myndasafni Reykjavíkur. „Ég fór að
leita að þessu Íslandi æsku minnar.
Ljósmyndir eru minningar, svo ég
leitaði uppi mínar minningar um
Ísland.“
Myndirnar eru samsetning af
landslagi Íslands og myndum sem
teknar eru í Louisiana í Bandaríkj-
unum. Samkvæmt Friðgeiri má
sjá líkindi í landslagi þessara ólíku
landa, það sé ákveðinn friður og
auðn í þeim. „Ég er náttúrulega
Skandinavi þannig ég finn þessa
skandinavísku angist í öllu. Ég ræð
ekki við það, þetta er bara í gen-
unum.“ Friðgeir er þó ekki í löngu
stoppi á Íslandi, en segir skamm-
degið hér bara tilbreytingu frá 320
sólardögum á ári í Kaliforníu.
Friðgeir ódrepandi
Nú sit ég bara
í ruggustól-
num mínum á
veröndinni og
öskra á hipster-
ana: „Get off my
lawn!“
Friðgeiri Trausta Helgasyni finnst skammdegið á Íslandi bara tilbreyting frá sól-
inni í Kaliforníu. Hann sýnir nú ljósmyndir sínar í Ljósmyndasafni Reykjavíkur.
Ný verk á Myrkum
3000 manns fylgdust
með bústörfum Félags-
búsins Breiðalæk í
síðustu viku.
Snapchat-aðgangurinn ungur-
bondi var upphaflega hugsað-
ur fyrir bændur til að fylgjast
með daglegum störfum hvers
annars, en hefur náð gríðar-
legum vinsældum meðal borg-
arbarna og samfélagsmiðla-
fíkla. Félagsbúið Breiðalæk sá
um Snapchatið í síðustu viku.
Þar var unga parið Kristján
og Elín að taka við bústjórn
á þeim 35 kúm, níu kindum
og tólf hænum sem þar er að
finna. Elín segist alls ekki hafa
búist við hversu margir horfðu
á dagleg störf þeirra á búinu.
„Ég bjóst við að 300 manns
myndu horfa en alls ekki
3000, eins og raunin varð.“
Hún segir augljóst að áhug-
inn nái út fyrir bændastéttina.
Vikulega er skipt um bónda
sem sér um snapið og eru
bændurnir frá öllum lands-
hornum með allskyns bú.
Líf mitt sem púðluhundur
Atari er ljúfur kvennabósi
Dansað
í dimmu
Á þriðjudagskvöldum kemur
saman hópur fólks á Dansverk-
stæðinu við Skúlagötu og dans-
ar í svarta myrkri. Mun auð-
veldara er að sleppa fram af sér
beislinu og njóta þess að dansa
frjáls og algjörlega hömlulaus
umlukinn svarta myrkri. Lífs-
reynsla sem allir ættu að reyna,
segja þeir sem hafa upplifað
eina slíka kvöldstund. Dans í
dimmu er að finna á Facebook
og eru allir áhugasamir vel-
komnir að taka þátt, hvort sem
það eru þrautreyndir dansarar
eða dansarar sem eiga enn eftir
að stíga sín fyrstu spor.
Ungir bændur eru
vinsælir á Snapchat
66 | fréttatíminn | Helgin 22. janúar–24. janúar 2016