Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 22.01.2016, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 22.01.2016, Blaðsíða 32
Ég heiti Stefán Ingi Stefánsson, fæddur í Noregi en alinn upp í Hlíð- unum. Kominn af niðursetningum á Snæfellsnesi og tröllum af Látra- strönd. Lærði sjúkraþjálfun, eins og mamma, en varð skrifstofukall, eins og pabbi. Hef síðan í gegnum tíðina alltaf orðið meiri og meiri hugleiðslujógi. Ég er staddur Panama í Mið- Ameríku, bý í gamla bænum, Casco Viejo, og vinn við hliðina á Panamaskurðinum í Clayton. Ég er að vinna fyrir Barnahjálp Sam- einuðu þjóðanna og vinn á svæðis- skrifstofu sem þjónar Rómönsku- Ameríku og Karíbahafi sem er í Panama. Á skrifstofunni sé ég um að reka þjónustumiðstöð. Hluti af því er fjáröflun meðal einstaklinga, fjáröflun meðal fyrirtækja, hvatn- ing um samfélagslega ábyrgð fyrir- tækja og annað slíkt. Veit ekki hvert stefnan verður tekin héðan né hvað ég mun endast en er búinn að vera hér í eitt og hálft ár og gæti verið í þrjú og hálft í viðbót ef ég verð allan tímann sem ég get. Næsta stopp verður vonandi New York eða Genf. Ég sakna nánast bara fólksins míns. Fjölskyldu og vina – sakna fólksins sem mér þykir vænt um. Sakna þess sérstaklega að vera langt frá hugleiðsluhópnum mínum. En fyrir utan það sakna ég lítils. Ef ég á að segja eitthvað þá sakna ég kannski grófs brauðs. Það er erfitt að finna gott fjögurra korna brauð hér. Ég er feginn að vera laus við ís- lenska samfélagsumræðu. Upplifi einhvernveginn alla reiða og bitra á einhvern undraverðan hátt. Það er eitthvað vægðarleysi bæði í um- ræðunni og í stjórnmálunum. Það er eins og það megi segja allt og gera allt. Feginn að vera laus við það. Ef ég hefði einhver áhrif og gæti breytt einhverju á Íslandi þá mundi ég vilja að það væri meira úrval af uppvöskunar-svömpum og að fólk væri almennt opnara fyrir því að brugga sér íste, jafnvel þó það sé kalt. Mér finnst mjög gaman að búa í fjölbreyttu samfélagi með fólki af mismunandi uppruna. Bæði á það við um landið sem ég bý í en ekki síður vinnustaðinn. Og ég held að það sé eitthvað sem við gætum haft í huga að við verðum áfram Íslend- ingar, þótt við blöndumst öðrum. Ég finn að minn menningarlegi bakgrunnur er mjög sterkur og mér þykir mjög vænt um hann en mikið óskaplega finnst mér gaman að kynnast nýjum siðum og nýrri sýn. Það hefur verið aðeins erfitt að rækta tengslin heim út af tímamun- inum vestur. Þannig að þegar ég kem heim á kvöldin eru allri farnir að sofa á Íslandi. Hef verið duglegur að fara heim. Það væri frábært ef maður gæti tekið flugið beint heim. Er ekki kominn tími til að íslensk flugfélög byrji að fljúga beint til Suður-Amer- íku? Þegar maður er svona langt í burtu þá teygist á ýmsum tengslum og sum bönd slitna. Kunningjar og fólk sem er ekki alveg í innsta vin- ahring en mér þykir samt vænt um. Fólkið í hverfinu, í vinnunni, úr HÍ, úr MH og Hlíðaskóla. Það sem hinsvegar kemur mér á óvart er að ég er orðinn meiri Valsari en áður. Finn fyrir mikilli löngun til þess að kaupa mér bún- ing og merkta bolta og hef reynt að gera það án árangurs. Svona hefur suður-ameríski hitinn skrýtin áhrif á mann! Póskort Panama Utan hringsins Héðinn Unnsteinsson Tóm Ég heyrði sögu af manni sem eitt sinn langaði að hafa frumkvæði að því að minnast fallins samferða- félaga með því að reisa honum minnisvarða. Honum fannst til- hlýðilegt að minnisvarðinn yrði staðsettur á fæðingar- og uppeldis- slóðum þess sem fallinn var frá. Varðinn var reistur af myndarskap. Hár og stílhreinn steinn sem fögur orð prýddu. Orðin endurómuðu manngildi og persónu þess sem minnst var. Frumkvöðullinn ákvað einnig að láta fylgja orðunum eina setningu neðst á steininum. Setn- ing sú opinberaði frumkvæði frum- kvöðulsins. Hvers vegna „þurfti“ maðurinn að láta framtíðina vita að það var hann sem átti frumkvæði af minn- isvarðanum? Var ekki minnisvarð- inn þar með orðinn minnisvarði um tvær manneskjur? Það virðist vera þannig með okkur mennina að við þurfum öll á ytri viðurkenningu að halda. Viðurkenningu á tilvist okkar. Spegilmynd frá samfélaginu sem fullvissar okkur um eigin tilveru og ágæti. Þessi þörf virðist þó mismik- il og fer sjálfsagt eftir því hvernig sjálfsmynd okkar er dregin. Hvaða ramma og liti við höfum fengið í arf og hvernig penslinum var beitt í upphafi. Að hve miklu leyti tómið sem er samtvinnað hinni flöktandi innri fullvissu er fyllt. Hversu mik- ið tóm við berum í sjálfsmyndinni og hvað djúpt er á því. Uppeldi okkar og samtími gefur okkur leiðbeiningar um hvernig tómið sé best „fyllt“. Markaðurinn eggjar okkur áfram með skilaboðum að okkur líði betur og innri fullvissu um eigið ágæti sé best „fullnægt“ með ytra efni. Trú okkar og skynsemi segir á hinn bóginn að innri fullvissa og þar með hamingja sé tryggð með því að fylla tómið innan frá. Að í tóminu grói kærleikur sem rétt nærður fylli holuna okkar innan frá og að kærleikurinn sé óháður hinu ytra efni. Öll erum við breysk og búum við mismikla innri fullvissu og tóm. Við getum ályktað að allt líf okkar einkennist í grunninn að því að við viljum hámarka vellíðan um leið við viljum forðast vanlíðan. Við getum velt því fyrir okkur að hve miklu leyti við ráðum pensilstrok- unum og hvort við getum eitthvað átt við þær eftir að þær hafa verið dregnar. Hvort við getum orðið samverkamenn að eigin sjálfs- mynd. Getum við einbeitt okkur að því að fylla tómið innan frá og þannig aukið innri fullvissu. Vera viss um að við séum nóg eins og við erum án of mikillar ytri viðurkenningar? Hamingjugaldurinn ku vera sá að holuna fylla skal innan frá. Einbeita sinni að einföldum dyggðum, elska og hvílast í fámennum byggðum. (hu) Teygist á tengslum og sum slitna Reykja‑ víkur‑ leik‑ arnir hefjast um helgina þar sem keppt verður í fjölbreyttum íþrótta greinum. Fyrsta keppnisgrein á Reykjavíkurleikunum hefst í dag, 22. janúar, í Laugardalnum. Keppt er í 21 íþróttagrein, þar á meðal bardagaíþróttum, frjálsum íþróttum, sundi og ólympískum lyftingum. Í heildina má búast við 1500 manns til landsins að taka þátt í leikunum. Okkar fremsta íþróttafólk hefur undirbúið sig vel fyrir leikana enda við öfluga keppendur að etja. Sundkonan Eygló Ósk og hlaupakonan Aníta Hinriksdóttir fá verðuga and- stæðinga frá Norðurlöndunum og verður spennandi að fylgjast með. Vonir eru bundnar við ný met í greinum kraftlyftinga og ólympískra lyftinga þar sem Íslendingar hafa alltaf staðið sterkt að vígi og greinarnar njóta mikilla vinsælda. Mótið stendur yfir dagana 22.-24. janú- ar og 28.-31. janúar. Eygló Ósk og Aníta Hinriks fá verðuga keppinauta Aníta Hinriks- dóttir. 32 | fréttatíminn | Helgin 22. janúar–24. janúar 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.