Fréttatíminn - 22.01.2016, Blaðsíða 24
Í Samfylkingunni er tekist á um það
sem mestu skiptir í starfi stjórn-
málaflokks; forystu og hvert beri að
stefna. Meiri geta ágreiningsefnin
varla orðið.
Sigurjón Magnús Egilsson
ritstjorn@frettatiminn.is
Í Samfylkingunni er tekist á um það sem
mestu skiptir í starfi stjórnmálaflokks; for-
ystu og hvert beri að stefna. Meiri geta
ágreiningsefnin varla orðið.
Af samtölum við forystufólk í Samfylking-
unni er ljóst að það fólk skiptist í tvo hópa,
misstóra. Sá stærri er í andstöðu við for-
mann Samfylkingarinnar, Árna Pál Árna-
son, og sá minni styður formanninn. „Það
eru engir flokkadrættir,“ sagði einn af við-
mælendunum meðan aðrir segja allt annað.
Deilt er um hvar Samfylkingin eigi
að vera í hinu hefðbundna litrófi stjórn-
málanna. „Á síðasta kjörtímabili færðist
Samfylkingin svo langt til vinstri að hún
var nánast runnin saman við Steingríms-
vænginn í VG,“ sagði Össur Skarphéðins-
son í viðtali við Kolbrúnu Bergþórsdóttur
haustið 2013, þá var Kolbrún blaðamaður á
Mogganum.
Þá stöðu hefur Árni Páll rætt oftar en einu
sinni í útvarpsþættinum Sprengisandur á
Bylgjunni. Hann hefur sagst ekki vilja keppa
við Vinstri græna um hvor flokkurinn eigi
að vera meira til vinstri. Samfylkingin eigi
að tala fyrir meira frjálslyndi og að þörf
sé á að opna flokkinn, fá til liðs við hann
fólk sem vilji tala á þeim nótum. Til þess að
Samfylkingin verði klassískur krataflokkur.
Vegna ágreinings um ágæti formannsins og
annarra í forystunni er lítið talað um póli-
tískar stefnur og á hvaða stefnu Samfylking-
unni ber að vera.
Afdrifarík afstaða formannsins
Flokksstjórn Samfylkingarinnar kom saman
á Akranesi um miðjan nóvember síðast-
liðinn. Fyrir um tveimur mánuðum. Þar
hafnaði Árni Páll að landsfundi, og þar með
forystukjöri, yrði flýtt. Afstaða formannsins
féll í grýttan jarðveg. Forysta verður kjörin
í allsherjaratkvæðagreiðslu í nóvember og
landsfundur verður í febrúar 2017. Þá tekur
ný forysta við, svo framarlega sem sú verður
niðurstaða kjörsins.
Er ekki afleitt að það gerist svo skömmu
fyrir kosningar? „Nei, nei. Það reddast,“
sagði einn sem rætt var við. Aðrir eru ekki
eins vissir að þetta reddist. Flestir eru á því
máli að þetta sé þröng staða. Forystukjörið
verður í nóvember og í því geta allir félagar
í Samfylkingunni tekið þátt. Það verður raf-
ræn kosning og fari svo að kosin verði ný
forysta tekur hún ekki við fyrr en á lands-
fundi mörgum vikum síðar. „Þetta er afleitt
með öllu,“ sagði einn af þeim sem talað
var við og flestir hinna töluðu á svipuðum
nótum.
Bitnar á flokksstarfinu
Ekki er nokkur vafi á að átökin, eða kannski
er réttara að segja samskiptaleysið, bitni á
öllu starfi flokksins.
„Mér finnst það nú merkilega gott þrátt
fyrir allt,“ var eitt svarið. Annar sagði allt
starf og anda innan flokks taka mið af stöð-
unni, Samfylkingarfólk fagni orðið mælist
flokkurinn yfir tíu prósentustigum. „Flokk-
urinn er desperat.“
Einn sagðist vonast til þess að Árni Páll
sjái hver staðan hans er og hann hætti, rétti
varaformanninum, Katrínu Júlíusdóttir,
keflið.
„Ég verð formaður svo lengi sem flokkur-
inn vill hafa mig sem formann.“ Þetta er af-
staða Árna Páls Árnasonar, sem hefur talað
skýrt hvað þetta varðar. Það er fjarri Árna
Páli að axla einn, eða því sem næst, ábyrgð
á stöðu Samfylkingarinnar. Sem er vægast
langt undir væntingum flokksfélaga.
Fjörutíu prósenta fylgistap
Stóra breytingin á fylginu, segja viðmæl-
endur, varð eftir hinn ótrúlega vonda
landsfund í mars 2015. Fyrirvaralítið bauð
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir kost á sér til
formennsku. Skoraði Árna Pál á hólm. Öll
munum við þetta. Árni Páll hélt formennsk-
unni á einu atkvæði. Einu atkvæði. „Það er
ósanngjarnt að kenna henni einni um. Ef
hún hefði ekki gefið kost á sér gegn Árna
Páli hefði óánægjan birst með öðrum hætti.
Á landsfundinum eða eftir hann,“ sagði
margreyndur þingmaður Samfylkingarinn-
ar. „Aðför,“ segja stuðningsmenn Árna Páls
og efast ekki um að Jóhanna Sigurðardóttir
hafi átt drjúgan þátt í framboði Sigríðar Ingi-
bjargar.
Aðrir túlka framboðið sem áhlaup frá
vinstri. Að Árni Páll sé of hægri sinnaður.
Kannski hefði verið betra fyrir mig pers-
ónulega hefði ég tapað í kosningunni. En ég
vann og mér ber að starfa samkvæmt því, á
þessa leið mæltist Árna Páli Árnasyni í út-
varpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni
síðastliðið haust.
Skömmu fyrir landsfundinn mældi Þjóð-
arpúls Gallup fylgi Samfylkingarinnar 17,1
prósent. Nokkrum dögum síðar mældist það
mun minna og í hverri mælingunni af ann-
arri hefur fylgið tínst af flokknum. Fór lægst
í rúm níu prósent en mælist nú 10,4 prósent.
Frá landsfundinum hefur Samfylkingin
tapað rétt um fjörutíu prósentum fylgisins.
Í nokkurn tíma þar áður hafði fylgið verið á
milli fimmtán og tuttugu prósent.
Ekki sjáanlegar sættir
Þarna er stóra málið. Árni Páll og svo flest
hin. Erfitt er að sjá að forystufólkið nái að
vinna saman. Það er leitað að formannsefni,
til að taka við af Árna Páli eða fara gegn
honum, hætti hann ekki sjálfviljugur. Með-
an sumir segja ekki sanngjarnt að kenna
honum einum um afleita stöðu Samfylking-
arinnar segja aðrir hann hafa misst af þeim
tækifærum sem hann hafði til að bæta stöðu
flokksins. Hann geti einfaldlega ekki meir.
En hver á að taka við? Össur Skarphéðins-
son? Nei. Svo segja þeir sem næst honum
standa. Össur féll í formannskjöri þegar
svilkona hans, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
fór gegn honum. Undir forystu Össurar náði
Samfylkingin um 32 prósenta fylgi. „Hann
á það og það yrði fráleitt af honum, með þá
sögu, að taka við flokknum nú þegar hann
mælist með rétt um tíu prósenta fylgi.
Hver þá? Helgi Hjörvar eða Katrín Júlíus-
dóttir? Bæði tvö eru oft nefnd. Katrín er
varaformaður og sem slíkur er hún í æðstu
forystu flokksins. Helgi Hjörvar er þing-
flokksformaður og þar með er hann einnig
hluti af æðstu forystu flokksins. Hvaða end-
urnýjun yrði af þeim? Þetta er stór spurn-
ing, svo stór að við henni er ekkert svar.
Þegar kemur að umræðu um forystuna er
allt í svo mikilli þoku. „Það mun enginn lýsa
yfir vilja til forystustarfa fyrr en eftir tals-
verðan tíma. Að gera það núna yrði algjör
afleikur. Það er það langt til kosninganna.
Við verðum að bíða,“ sagði einn af þeim sem
talað var við.
Vel á minnst, Katrín er varaformaður og
viðmælendur, sumir hverjir, sögðu að vegna
þess að hún barðist um fyrsta sætið í Krag-
anum við Árna Pál hafi það ekki orðið til
að bæta samskiptin þeirra á milli. Sem eru,
þegar upp er staðið, lítil.
Segja má að allur þingflokkur Samfylking-
arinnar sé í óstuði. Því er litið til fólks utan
hans. Það verður að rifja upp að við síðustu
kosningar fækkaði þingmönnum Samfylk-
ingarinnar úr tuttugu í níu. Allir þingmenn-
irnir voru á þingi fyrir kosningarnar og því
voru þeir allir beinir þátttakendur í afhroði
flokksins.
Leit að nýju fólki, leit að leiðtoga
„Okkur vantar sterkan foringja. Einhvern
sem gæti fyllt skarðið sem Ingibjörg Sólrún
skildi eftir.“ Þannig mæltist þingmanni.
Hins vegar hefur formaðurinn, Árni Páll,
talað fyrir að það vanti nýtt fólk, frjáls-
lynt fólk sem er reiðubúið að starfa að
framgangi jafnaðarstefnunnar. Dagur B.
Eggertsson borgarstjóri var nefndur í sam-
tölum sem hugsanlegur leiðtogi flokksins.
Hann hefur sjálfur ekki sagst hafa áhuga á
að taka við flokknum. „Við skulum sjá hvað
verður,“ sagði þingmaður.
Aðrir utan þingflokksins eru nefndir.
Magnús Orri Schram, fyrrverandi þing-
maður, er nefndur. Sumir hvísla nafni
Ólafíu B. Rafnsdóttur, formanns VR og
varaforseta ASÍ. Er hún í flokknum? „Nei,
það held ég ekki,“ sagði einn þeirra sem
nefndi hana. Annar sagði að hún væri
örugglega í betri stöðu en svo að hætta
þar sem hún er og ganga inn í þá óvissu
sem forysta í Samfylkingunni er og verður.
„Hún er formaður VR, varaforseti ASÍ og
trúlegast næsti forseti þar,“ sagði þing-
maður og taldi Samfylkinguna ekki getað
freistað formanns VR.
Kannski er ekki tímabært að velta hugs-
anlegum frambjóðendum mikið fyrir sér.
Það er ekki komið að þeim þætti. Þar sem
forystukosningarnar verða ekki fyrr en í
nóvember. Meðan heldur flokkurinn áfram
hálf lamaður.
Niðurstaðan er einhvern veginn svona;
það er forystukreppa í Samfylkingunni,
heilindin í samstarfinu eru lítil, það er of
mikið að segja að þau séu engin, flokkur-
inn hefur enga sjáanlega sérstöðu, erfitt
er að sjá hvernig Samfylkingunni reiðir af
fram að forystukjörinu. Samfylkingin er í
óvissuferð.
Fréttaskýring Ég verð formaður svo lengi sem flokkurinn vill hafa mig sem formann
Alkul í Samfylkingunni
Katrín Júlíusdóttir varaformaður og Helgi Hjörvar þingflokksformaður: Yrði mikil
endurnýjun með annað þeirra í formannssæti.
Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar.Mynd | Press Photos
24 | fréttatíminn | Helgin 22. janúar–24. janúar 2016