Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 22.01.2016, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 22.01.2016, Blaðsíða 8
2005 Missti báða fætur fyrir neðan hné á Íslandi 2012 Fannst látinn í íbúð sinni einn og yfirgefinn Sautjánda ágúst 2012 braust lögreglan inn í íbúð í Grafarholti, til að kanna af hverju 46 ára Pólverji sem þar bjó hafði ekki svarað í síma undanfarna daga. Svarið mætti þeim í gætt- inni. Hann hafði látist í íbúðinni en þar með lauk átakanlegri sögu Irenuszar Gluchowski sem var frétta- efni á Íslandi í kjölfar þess að hann missti báða fæturna. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Árið 2005 voru fleiri erlendir verkamenn við störf í landinu en nokkru sinni áður. Mikil bjart- sýni var ríkjandi í þjóðfélaginu og fáa óraði fyrir því að efnahags- kerfi þjóðarinnar myndi hrynja til grunna þremur árum síðar. Í apríl sama ár kom hingað til lands pólski verkamaðurinn Irenusz Gluchowski, til að vinna. Hann var myndarlegur, hraustur, tæplega fertugur og var að flýja atvinnu- ástandið heima fyrir. Hér var blússandi góðæri, atvinnuleysi lítið og fjöldi erlendra verkamanna í landinu hafði slegið öll met. Árið 2012 var hann fluttur í líkkistu aft- ur til Póllands, eftir að hafa gengið í gegnum hörmungar, sem enginn einn maður ætti að þurfa að þola. Þegar lífið snerist við Irenusz var vanur erfiðisvinnu, búinn að vinna um alla Evrópu sem farandverkamaður. Hann fékk vinnu við línulagnir hjá fyrir- tækinu Jarðvélum og var við störf í Borgarfirði í júní 2005 þegar hann veiktist og lífið snerist við. Hann lýsti deginum örlagaríka ári síðar í samtali við Friðrik Þór Guðmunds- son, blaðamann á Eflingarblaðinu: „Í lok júní komu notaðir gámar sem átti að nýta undir vinnubúðir. Gámarnir voru fullir af drasli, til dæmis flöskum, blöðum, spýtum og fleira. Ég og tveir aðrir starfs- menn vorum settir í að þrífa gámana og gera þá íbúðarhæfa. Við byrjuðum að koma matsalnum í stand, þar sem ég þreif meðal annars ísskáp sem innihélt gamlar matarleifar, Ég þreif líka aðra skápa og bakarofn.“ Meðan á þessu stóð hruflaði hann sig á höndum við störf, en ekki alvarlega og vafði límbandi um sárin til að stöðva blæðinguna. Svartir útlimir Þann 29. júní veiktist hann hastar- lega í vinnunni og treysti sér ekki til að vinna meira. Verkstjórinn sagði honum að leggja sig í skóla- húsinu þar sem vinnuhópurinn hélt til. Síðar um daginn var hann vakinn og sagt að verkstjórinn segði að hann ætti að fara heim til sín í Reykjavík. Samstarfsmenn hans komu honum heim, þar sem hann lagði sig. „Ég vaknaði um sexleytið og varð skelfingu lostinn þegar ég sá að hendur mínar og fætur voru svartir, Þá gerði ég mér grein fyrir því að ég væri ekki bara með flensu,“ sagði Irenusz í viðtalinu. Hafði enga fætur Hann neytti síðustu kraftanna til að kalla til hjálp og var fluttur á spítala. Hann vaknaði ekki fyrr en tveimur mánuðum síðar. „Þegar Góðærið Pólski verkamaðurinn var ekki með atvinnuleyfi og því ekki sjúkratryggður þegar hann slasaðist Hvað varð um Irenusz? ég komst aftur til meðvitundar sá ég að ég hafði enga fætur.“ En það var ekki það eina. Hann var heyrnarlaus á vinstra eyra, með hálfa heyrn á því hægra. Annað nýra hans var líka óvirkt. Nágranninn sem hafði aðstoðað hann við að komast á sjúkrahúsið hafði fljótlega horfið á braut og starfsfólkið gat því ekki vitað nein deili á honum. Sjálfur var hann of máttlítill til að veita neinar upplýsingar. Haft var samband við ríkislögreglu- stjóra og ræðismann Pól- lands og smám saman tókst að bera kennsl á manninn, þó ekki fyrr en það hafði verið leitað í íbúð hans í Barmahlíð þar sem vegabréf hans fannst. Réttindalaus all- staðar Hinn pólski Irenusz reyndist ekki vera með nein félags- leg réttindi á Ís- landi. Hann var að vísu kominn með kennitölu en ekki atvinnu- leyfi. Stétt- ar- félag- ið Efling gekk í hans mál og krafði vinnu- veitandann svara þar sem Irenusz hefði ekki verið með atvinnuleyfi. Þá gagnrýndi félagið að málið hefði ekki verið tilkynnt til lög- reglu. Fyrirtækið viðurkenndi mistök en sagðist hafa talið að það væri nægilegt að hafa kennitölu. Allar eftirlitsstofnanir brugðust í máli hans og það var í raun heilbrigðisstarfsfólki og íslenskum almenningi að þakka að hann var ekki sendur út á guð og gaddinn. Síðar kom í ljós að sjúkleiki hans stafaði af meningó- kokkasýkingu, sem veldur oft heila- himnubólgu en getur líka valdið losti sem lýsir sér með bólgu í útlim- um. Veik- indin þurfa því ekki og hafa mjög ósenni- lega haft með að- stæður á vinnustað að gera. Það varð þó ekki ljóst fyrr en löngu seinna, þar sem málið var ekki rannsakað frá byrjun eins og lög gera ráð fyrir. Almenningur brást ekki Torfi Geir Jónsson var í hópi að- stoðarfólks nunnureglu Móður Theresu, Kærleiksboðberanna, sem bauðst til að aðstoða Ire- nuzs eins og hægt væri. Þótt hann dytti milli þilja í kerfinu og væri í raun jafn réttlaus hér og í Póllandi, segir Torfi Geir að ís- lenskt samfélag hafi ekki brugðist honum heldur reynt að rétta út hjálparhönd. Þótt hann hafi ekki haft nein réttindi hér á landi vildi Landspítalinn ekki senda hann út í óvissuna í Póllandi og taldi það ekki læknisfræðilega verjandi. Stoðtækjafyrirtækið Össur færði honum gervifætur, Félag nýrna- sjúkra safnaði fyrir nýjum tönnum fyrir hann og nunnureglan Kær- leiksboðberar aðstoðaði hann eftir föngum. Irenusz hafði verið giftur um hríð í Póllandi, hjónabandið hafði endað með skilnaði en hann átti einn son. Starfsfólk Landspítal- ans efndi til samskota til að hægt væri að kaupa geislaspilara og föt fyrir hann og lagði líka drjúgt af mörkum til að fá son hans og fyrr- verandi eiginkonu hans í heim- sókn hingað til lands en þar lagði Rauði krossinn líka til fé. Myndir/Friðrik Þór Guðmundsson Ég ... varð skelfingu lostinn þegar ég sá að hendur mínar og fætur voru svartir. Irenusz var stoltur og einþykkur og þótt margir vildu hjálpa í kjölfar slyssins fór það svo að hann lést einn og yfirgefinn og fáir fréttu af því. 8 | fréttatíminn | Helgin 22. janúar–24. janúar 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.