Fréttatíminn - 22.01.2016, Blaðsíða 36
Starfsmenn kaþólsku
kirkjunnar á Íslandi beittu
sömu aðferðum við að hylma
yfir kynferðisbrot presta
og þeir sem til umfjöll-
unar eru í Óskarstilnefndu
kvikmyndinni Spotlight.
Þóra Tómasdóttir
thora@frettatiminn.is
Spotlight byggir á sönnum atburð-
um og aðdraganda þess að rann-
sóknarteymið Spotlight á dag-
blaðinu The Boston Globe afhjúpaði
umfangsmikil kynferðisbrot innan
kaþólsku kirkjunnar í Boston. Rit-
stjórnin hlaut Pulitzer verðlaunin
fyrir vel unnin störf í almanna-
þágu árið 2003 en kvikmyndin er
tilnefnd til Óskarsverðlauna sem
besta kvikmynd ársins 2015. Hún
varpar ljósi á hvernig upp komst
um afbrot prestanna og hylming-
ar starfsmanna kirkjunnar. Mynd-
in verður frumsýnd á Íslandi 29.
janúar en þau Rachel McAdams og
MarkRuffalo eru bæði eru tilnefnd
til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn.
Thomas McCarthy er tilnefndur fyr-
ir leikstjórn og handrit ársins.
Kvikmyndin sýnir sjónarhorn
blaðamannanna en þeir fullyrtu
í umfjöllun sinni að 6% kaþólskra
presta í Boston væru kynferðis-
brotamenn. Það reyndist blaða-
mönnunum þrautinni þyngri að
fletta ofan af málinu þar sem æðstu
menn kirkjunnar földu slóðina, sátu
á sönnunargögnum og beittu marg-
víslegum brögðum til að hylma yfir
glæpina.
Kirkjunnar menn vissu vel af
háttsemi prestanna og í stað þess að
víkja þeim frá störfum eða leita til
lögreglu, var „tekið á málum“ innan
kirkjunnar. Sem virðist einmitt hafa
verið lenska innan kaþólsku kirkj-
unnar á Íslandi. Prestarnir í Boston,
sem höfðu orðið uppvísir að kyn-
ferðisbrotum gegn börnum, voru
sendir í veikindaleyfi eða færðir til
í starfi. Eitt af því sem gerði blaða-
mönnunum erfitt fyrir var að prest-
arnir stöldruðu stutt við á hverjum
stað. Þeir bjuggu ávallt í húsnæði
á vegum kirkjunnar og þegar sög-
urnar fóru á stjá voru þeir færðir til
og þeim fundið starf á nýjum stað.
Þannig komst kirkjan hjá óþægilegu
umtali.
Spotlight-teymið vann í marga
mánuði við að afhjúpa glæpina og
sagði í fyrstu umfjölluninni um
málið frá brotum hátt í 80 presta.
Ekki gengust kirkjunnar menn þó
við vitneskju um málið þrátt fyrir
að blaðamennirnir hefðu undir
höndum gögn sem sönnuðu hið
gagnstæða.
Viðbrögð lesenda létu ekki á sér
standa. Um leið og umfjöllunin birt-
ist í blaðinu rigndi símtölum inn á
ritstjórnina og fjöldi þeirra sem
sögðust hafa orðið fyrir brotum
margfaldaðist. Alls voru 249 prest-
ar sakaðir um brot gegn meira en
þúsund einstaklingum.
Kynferðisbrot Líkindi með Landakotsmáli og Spotlight
Sömu hylmingar
kaþólsku kirkjunnar
á Íslandi og í Boston
Ó K E Y P I S
Ó K E Y P I S
Ó K E Y P I S
Ó K E Y P I S
Ó K E Y P I S
Ó K E Y P I S
Ó K E Y P I S
Ó K E Y P I S
Ó K E Y P I S
Ó K E Y P I S
Ó K E Y P I S
Ó K E Y P I S
Ó K E Y P I S
Ó K E Y P I S
2. tölublað 1. árgangur
Ó K E Y P I S
Ó K E Y P I S
Ó K E Y P I S
Ó K E Y P I S
Ó K E Y P I S
Ó K E Y P I S
Ó K E Y P I S
Ó K E Y P I S
Ó K E Y P I S
Ó K E Y P I S
Ó K E Y P I S
Ó K E Y P I S
Ó K E Y P I S
Ó K E Y P I S
17.-19. júní 2011
24. tölublað 2. árgangur
24
Trúir á bæn og
fyrirgefninguna
Viðtal
Íris
Norðfjörð
34Bækur
54
Nanna
Árna
Skrifar bók
um upp-
vakninga 2
ana lily
Berst fyrir
brott-
numdum
syni
úttekt kynferðisle
gt ofbeldi innan kaþó
lsku kirkjunnar
Séra George, sem var
skólastjóri landakots-
skóla og staðgengill
kaþólska biskupsins,
er sakaður um grófa
kynferðislega mis-
notkun á ungum dreng.
Þýsk kennslukona við
skólann er einnig sökuð
um að hafa misnotað
drenginn. Börnin sem
hafa verið klippt út úr
myndinni tengjast ekki
efni fréttarinnar.
kajsa fær
„Íslenski
útgefandinn
heitir því
á kápu að
sagan sé
meinfyndin.
Það er
hún ekki.“
rós
kristjáns
46tÍska
Rómantísk
hippatíska
Lj
ós
m
yn
d/
Lj
ós
m
yn
da
sa
fn
R
ey
kj
av
ík
ur
Síður 16-20
FAST Verð
Gleraugnaverslunin þín
PI
PA
R
\
TB
W
A
•
S
ÍA
•
1
11
58
9
SÓLGLER með styrkleika
fylgja kaupum á gleraugum í júní
MJÓDDINNI
Álfabakka 14
Opið: virka daga 9–18
FIRÐI
Fjarðargötu 13–15
Opið: virka daga 10–18
og laugardaga 11–15
AKUREYRI
Hafnarstræti 95
Opið: virka daga 9–17.30
SELFOSS
Austurvegi 4
Opið: virka daga 10–18
Kynferðisleg misnotkun innan
kaþólsku kirkjunnar á Íslandi
Tveir menn stíga fram og lýsa ky
nferðislegu ofbeldi sem var látið
viðgangast innan kaþólsku kirkju
nnar í Reykjavík.
Þeir vilja rannsókn og svör frá ka
þólska biskupnum á Íslandi sem h
efur þagað þunnu hljóði þrátt fyr
ir vitneskju um
málið. Nýtt fagráð um kynferðisb
rot á vegum innanríkisráðuneytis
ins er með málin til meðferðar. Séra G orge var skólastjóri Landakotsskóla og
staðgengill kaþólska biskupsins á Íslandi. Hann var sakaður um ítrekuð
kynferðisbrot gegn börnum í áratugi. Forsíða Fréttatímans frá 17. júní 2011.
MICHAEL KORS
ÚTSALA
SKÓR -30%
KRINGLUNNI
KRINGLUNNI | SKEIFUNNI | SPÖNGINNI | SMÁRALIND
ÚTSALA
ALLT AÐ
AFSLÁTTUR
byko.is
GROHE Aquatunes
Bluetooth hátalari.
Hlustaðu á tónlist í sturtunni eða baðinu.
Vatnsheldur hátalari með hleðslustöð.
36 | fréttatíminn | Helgin 22. janúar–24. janúar 2016