Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 22.01.2016, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 22.01.2016, Blaðsíða 6
Fjörutíu konur bíða þess að afplána fangelsisvist en ekkert kvennafangelsi hefur verið á landinu frá því að Kvennafangelsinu í Kópavogi var lokað. Konurnar þurfa að bíða að meðaltali í eitt ár og fjóra mánuði eftir refsingu. Óvissan veldur kvíða hjá konunum og að- standendum þeirra. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is „Það er mjög einstaklingsbundið hvernig fólk tekst á við biðina og aðstæður kvennanna eru misjafnar en vissulega er þessi óvissuþáttur erfiður,“ segir Sólveig Fríða Kjær- nested, sálfræðingur og sviðs- stjóri meðferðarsviðs Fangelsis- málastofnunar. „Þetta fer auðvitað eftir því hvernig staðan er fyrir, til dæmis hvort einstaklingur er með vinnu eða ekki, en stað- reyndin er sú að óvissu fylgir kvíði. Óvissan hefur ekki bara áhrif á ein- staklinginn sem bíður heldur á fjölskyldu hans og allt hans um- hverfi. Í tilfelli mæðra þá getur óvissuþátturinn haft áhrif á fleiri einstaklinga og mæður þurft að glíma við það hvernig þær eigi að undirbúa börnin fyrir afplánun.“ Fjórar konur afplána í fangelsinu á Akureyri og tvær eru í gæsluvarð- haldi. Brot kvennanna sem eru á boðunarlistanum eru flest minni- háttar, umferðarlagabrot og þjófn- aður, og í 80% tilfella eru refsingar 9 mánuðir eða minna. Það þýðir að stór hluti þeirra gæti endað í samfélagsþjónustu en þegar hafa nokkrar umsóknir þess efnis borist. Sólveig Fríða segir einstaklinga á bið geta haft samband við Fangels- ismálastofnun og óskað eftir því að hefja afplánun í stað þess að bíða og að reynt sé að verða við þeirri ósk, losni pláss. Einnig eigi einstakling- ar á bið möguleika á að nýta sér sál- fræðiþjónustu Fangelsismálastofn- unar. „Að fólk standi frammi fyrir því að bíða í lengri tíma eftir því að taka út refsitíma hefur áhrif á það og því er bagalegt að þessir biðlistar séu til staðar,“ segir Sólveig Fríða. Páll Winkel fangelsismálastjóri er bjartsýnn á stöðuna þar sem nýtt fangelsi verður tekið í notkun í haust. „Það er bjart fram undan því við opnum nýtt fangelsi eftir nokkra mánuði og þar verður pláss fyrir allt að 56 fanga, karla og kon- ur.“ BOGGIE 3ja sæta Slitsterkt áklæði. Margir litir. Stærð: 186 x 77 cm, H: 85 cm. Verð: 99.900 kr. 20% AFSLÁTTUR Aðeins 79.920 kr. Afgreiðslutími Rvk. Mán. til fös. kl. 10–18 Laugardaga kl. 11–16 Sunnudaga kl. 13–17 www.dorma.is Holtagörðum 512 6800 Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafjörður NÝTTU TÆKIFÆRIÐ Komdu í Dorma ÚTSALAN í fullu fjöri ALLT AÐ 60% AFSLÁTTUR NATURE’S COMFORT heilsurúm Nature’s Comfort heilsudýna með Classic botni. Stærð: 180x200 cm. Fullt verð: 164.900 kr. 25% AFSLÁTTUR Val um svart eða hvítt PU leður eða grátt áklæði á botni. Aðeins 123.675 kr. Opið a lla dag a í janúa r 2.925 kr. Fibersæng & Fiberkoddi PURE COMFORT 7.425 kr. PURE COMFORT koddi Fullt verð: 3.900 kr. PURE COMFORT sæng Fullt verð: 9.900 kr. Koddi Sæng 25% AFSLÁTTUR Holtagarðar | Akureyri | Ísafjörður | www.dorma.is NÝTTU TÆKIFÆRIÐ Komdu í Dorma 2.925 kr. NATURE’S COMFORT heilsurúm Nature’s Comfort heilsudýna með Classic botni. 25% AFSLÁTTUR af öllum stærðum Val um svart eða hvítt PU leður eða grátt áklæði á botni. Aðeins 123.675 kr. Verðdæmi 180 x 200 cm ÚTSALAN í fullu fjöri ALLT AÐ 60% AFSLÁTTUR Fibersæng & Fiberkoddi PURE COMFORT 7.425 kr. PURE COMFORT koddi Fullt verð: 3.900 kr. PURE COMFORT sæng Fullt verð: 9.900 kr. Koddi Sæng 25% AFSLÁTTUR Fullt verð: 164.900 kr. Opið all a daga í janúar Þú finnur útsölubæklinginn á dorma.is 40 konur bíða þess að afplána Fjórar konur afplána nú í fangelsinu á Akureyri. Sólveig Fríða Kjærnested. Fangelsismál Beðið eftir nýju fangelsi á Hólmsheiði „Eitthvað hefur vantað upp á að ráðherrarnir fengju viðeigandi tilsögn hjá viðkomandi aðilum því að nýlega sagði flóttamaður frá Sýrlandi að koss væri annaðhvort krafa um kynlíf eða tilboð um það sama,“ segir Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður um móttökunefnd ráðherra sem tók á móti sýrlensku flóttamönnunum á þriðjudag. Lögmaðurinn segir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Eygló Harðardótt- ir hafi sett stút á munninn til að kyssa og kjassa flótta- mennina. Hann bætir reyndar um betur og segir að aumingja flóttafólkið hafi verið felmtri slegið. „Með þessu hafa þau Eygló og Sigmundur greinilega ætlað að girða fyrir að fleira flóttafólk kæmi til landsins,“ segir Jón Magnússon. | þká Eldheitar móttökur Móttaka flóttamanna Gestrisni ráðherra gæti misskilist „Mér finnst mjög áhugavert að sjá hvað neysla ungmenna á áfengi á Íslandi hefur minnkað mikið miðað við áfengisneyslu sama hóps í Dan- mörku,“ segir Sveinsína Emilsdóttir sem skrifaði BA-ritgerð í mennt- unarfræði um muninn á unglinga- drykkju á Íslandi og í Danmörku. Svokölluð ESPAD-rannsókn var lögð fyrir í fimmta sinn á Íslandi í febrúar og mars árið 2011. Þegar skoðaður er sérstaklega munurinn á Íslendingum og Dönum sögðust 75 prósent nemanda í Danmörku hafa neytt áfengis á 30 daga tíma- bili en aðeins sautján prósent á Ís- landi. Þá voru nemendur spurðir hvort þeir hefðu oft orðið mikið ölvaðir. Þrettán prósent íslenskra nem- enda sem sögðust hafa orðið mikið ölvaðir en 56 prósent danskra unglinga. Munurinn á þessum tveimur Norðurlöndum var sem sagt fjórfaldur Sveinsína bendir á að danskir unglingar eigi auðvelt með að nálg- ast áfengi, sextán ára unglingar geti farið út í næstu matvöruverslun og keypt bjór og léttvín. Rannsóknir hafi sýnt að það sé góð forvörn að stýra aðgengi til að koma í veg fyrir barna- og unglingadrykkju. Þá séu almennt jákvæðari viðhorf til drykkju í Danmörku en sam- kvæmt rannsóknum ýti það undir unglingadrykkju. Hún bendir enn- fremur á að samkvæmt ESPAD rannsókninni hafi hugarfar ís- lenskra foreldra breyst mjög mikið þegar sjálfræðisaldurinn hækkaði úr 16 ára í 18 ára, foreldrar hafi orðið meðvitaðri um áfengisneyslu barna sinna og farið að fylgjast betur með. | þká Unglingadrykkja Drykkja eykst í Danmörku en minnkar á Íslandi Danskir unglingar miklu drykkfelldari en íslenskir Úrklippa úr Fréttablaðinu, en Jón Magnússon tjáir sig um viðburðinn á Facebook. 6 | fréttatíminn | Helgin 22. janúar–24. janúar 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.