Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 22.01.2016, Blaðsíða 77

Fréttatíminn - 22.01.2016, Blaðsíða 77
 | 9fréttatíminn | Helgin 22. janúar-24. janúar 2016 auglýsingadeild fréttatímans S. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.isKynningar | Vetrarfjör Ævintýralegar fjallaskíðaferðir fyrir vestan Borea Adventures býður upp á fjallaskíðaferð- ir, dagsferðir og sex daga ævintýraferðir þar sem skíðað er frá fjallstoppum niður í fjöru. Unnið í samstarfi við Borea Adventures. Borea adventures er ferðaþjónustufyr- irtæki á Ísafirði. nú yfir vetrartímann býður það upp á sérhæfðar fjallaskíða- ferðir sem hljóma hreint ævintýralega. „Við höfum orðið vör við að fjalla- skíðamennska hefur tekið rosalega kipp síðustu árin. Við höfum verið að halda fjallaskíðanámskeið og þangað koma aðallega Íslendingar,“ segir rúnar Karlsson, einn eigenda Borea. Þá bjóða þau einnig upp á dags- ferðir svo og lengri ferðir í 6 daga. „Í dagsferðunum förum við frá Ísafirði og í firðina í kring. Í lengri ferðunum þá förum við norður í jökulfirði á Hornströndum,“ segir rúnar. eins og flestir vita, eru Hornstrandir ekki í vegasambandi og því siglt að eyðibýlinu Kvíum sem hefur staðið autt síðan 1948. „Við höfum verið að gera húsið upp og nú er húsið að breytast í glæsi- legan fjallaskála með uppábúnum rúmum, sánabaði og fleiri þæg- indum. Á morgnana er farið af stað á báti sem skutlar fólki inn í nær- liggjandi firði og þar er skíðað yfir daginn. Síðan er haldið aftur heim á bæ og borðaður góður matur og slakað á í sána fyrir næsta dag,“ segir rúnar. rúnar segir að þessi árstími sé í raun ótrúlegur, en þessar ferðir eru farnar síðvetrar, yfirleitt frá mars og fram í lok maí. „Þarna er nánast enginn á ferli því aðgengið er erfitt. Þá er hægt að skíða alveg frá toppi fjallanna og niður í fjöru. Það eru mjög fáir staðir í heiminum þar sem það er hægt. Fólk er að koma frá bestu skíðastöðum heims til að upplifa eitthvað alveg einstakt,“ segir rúnar. Borea býður einnig upp á fjalla- skíðaleigu með öllu sem til þarf fyrir fólk sem langar að prófa þetta skemmtilega sport. Meiri upplýsingar er hægt að nálgast á www.borea.is og í síma 456 3322. Skíðamenn á uppleið í Hrafnfirði í Jökulfjörðum. Sá elsti þarna er 72 ára. Mynd | Rúnar Karlsson Unnið í samstarfi við Nítró nítró er ein stærsta mótorsport- verslun landsins og að undanförnu hefur verslunin lagt aukna áherslu á að bjóða upp á allt tengt vetrar- sporti. Þar er hægt að fá allt frá fatnaði upp í sérpantaða varahluti. Vikulega er boðið upp á sérpönt- unarþjónustu á vara- og aukahlutum fyrir allar tegundir vélsleða. nítró hefur verið starfandi í 12 ár og verið með umboð fyrir Kawasaki á Íslandi allan þann tíma. Verslunin er einnig með umboð fyrir mest seldu fjórhjólin á Íslandi á síðasta ári, CF Moto, sem framleiða einn- ig Buggy bíla sem er nýjasta æðið í sportinu um þessar mundir. af öðrum umboðum má nefna Beta götuskráð enduróhjól, Znen vespur sem hafa verið vinsælar fermingar- gjafir, mótor- og fjórhjól fyrir börn og Z-Tec rafmagnsvespur. að sjálf- sögðu er allur nauðsynlegur bún- aður sem fylgir þessu fáanlegur, hjálmar, fatnaður, skór og auka- og varahlutir. af vetrarvörunum sem hafa verið vinsælar má nefna unglingavélsleða frá FMC Motors, arctic Cat sleða og Timbersled beltabúnað fyrir torfæruhjól. nítró er með umboð fyrir Camso beltin og á til reimar í flestar gerðir sleða ásamt meiðum, karbítum, ísklórum, nöglum, snjó- flóðabakpokum, hitahandföngum, snjóflóðaýlum og flestu öðru sem viðkemur vélsleðaiðkun. Það þarf engum að verða kalt í vetrarsportinu, á efri hæðinni er mikið úrval af fatnaði frá Motorfist sem er einstök gæðavara, hlý með bestu öndun sem þekkist í vatns- heldum fatnaði nú til dags. Frá sama merki fást hanskar og skór með sama gæðastuðli. CKX kjálka- hjálmarnir hafa fyrir löngu sannað sig fyrir þá sem vilja lokaða og hlýja hjálma en svo eru til opnir hjálmar frá CKX, airoh og nox fyrir þá sem kjósa það heldur. einnig framleiðir CKX góða sleðagalla sem eru á mjög góðu verði. nítró er til húsa við Kirkjulund 17 í garðabæ en á næstunni flytur versl- unin í nýtt og glæsilegt 1000 fer- metra húsnæði að Urðarhvarfi 4, þar sem verslunin verður á einni hæð. Verkstæðið verður á sama stað, en þar er boðið er upp á viðgerðir fyrir allar tegundir hjóla og sleða. Allt fyrir vetrarsportið Verslunin Nítró er ein stærsta mótorsportverslun landsins og þar fæst allt frá vélsleðum niður í fatnað og hjálma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.