Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 22.01.2016, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 22.01.2016, Blaðsíða 28
Jet Korine, fatahönnuður og eigandi verslunarinnar Gloriu við Laugaveg, lenti í fallhlífarslysi á Hawaii og skall í jörðina á hundrað kílómetra hraða. Hún braut nánast öll bein líkamans og var vart hugað líf. Hún náði þó fullum bata, lærði að ganga á ný og hefur aldrei verið sáttari við líkama sinn. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is „Ég var búin að stökkva meira en þúsund sinnum þegar ég lenti í slysinu,“ segir Jet Korine, fatahönnuður sem rekur versl- unina Gloriu á Laugavegi. Jet er frá Hollandi en hefur búið á Ís- landi í frá árinu 1999 en hingað til lands kom hún í leit að nýjum ævintýrum. Áður en hún ákvað að opna verslun í Reykjavík setti hún aftur á móti alla sína orku í sína helstu ástríðu á þeim tíma, fallhlífarstökkið. „Veturinn 2002 bjó ég á Hawaii þar sem ég æfði stíft því planið var að vera í topp- formi í Evrópukeppninni sumarið eftir. Ég var búin að vera þar í tvo mánuði og þegar öll framtíðarplön breyttust.“ Flugmaðurinn misreiknaði sig „Daginn sem slysið átti sér stað fórum við í loftið snemma um morguninn og flugvélin, sem tók 15 manns, var full af stökkv- urum. Flugmaðurinn þarf alltaf að gera sér grein fyrir því hvern- ig vindurinn liggur því þannig ákveður hann hvaða staður henti best til að sleppa stökkvurunum út. Í frjálsu falli hefur vindurinn engin áhrif, þú bara fellur niður óháð vindinum, en um leið og fallhlífin opnast skiptir vindurinn öllu máli. Hann blæs þér í þá átt sem þú lendir og svo notar þú líka vindinn til að lenda rétt, þú snýrð þér upp í vindinn rétt áður en þú lendir. Vindurinn á Hawaii hegðar sér eins og á Íslandi, hann getur komið úr öllum áttum, og þennan dag misreiknaði flugmaðurinn sig gjörsamlega.“ „Allur hópurinn stökk út og á þeirri stundu sem fallhlífarnar opnuðust blés vindurinn okkur öllum í vitlausa átt. Við áttum að lenda á stórum grasbletti en vindurinn feykti okkur í átt að sjónum. Því þyngri byrði sem fall- hlífin ber því auðveldara er að ráða við vindinn og flestir voru þyngri en ég, sumir jafnvel tveir saman í fallhlíf, en ég var í litlu fallhlífinni minni og auk þess létt svo ég réð ekkert við vindinn. Ég sá í fljótu bragði að ég gæti lent á húsþökum, á rafmagnslínum, háum girðingum, í grunnum sjón- um þar sem voru kóralrif eða á hraðbrautinni. Ég endaði á því að lenda í litlum garði á milli húsa án þess að geta bremsað með hjálp vindsins svo ég lenti á um það bil 100 km hraða.“ Lærði að ganga á ný „Ég man ekkert eftir lending- unni. Ég man eftir því að hafa opnað augun í sjúkrabílnum en næst rankaði ég svo við mér á sjúkrahúsinu tveimur dögum síð- ar,“ segir Jet en henni hafði verið flogið frá litlu sjúkrahúsi með þyrlu á sjúkrahúsið í Honolulu. „Ég man að ég rankaði aftur við mér eftir viku, og þá var mér sagt í hvaða ástandi líkami minn væri. Sem betur fer lenti ég ekki í einu lagi eins og kartöflupoki, þá hefði ég dáið, heldur fór fyrsta höggið á fæturnar, svo mjaðmirnar, svo bakið og svo framvegis. Höggið hafði dreifst á nokkur svæði. Það brotnuðu öll beinin í báðum fótleggjunum, mjaðmagrindin mölvaðist, hryggurinn brotnaði á fimm stöðum, kjálkinn brotnaði og allar tennurnar.“ „Ég lá í sama spítalarúminu án þess að hreyfa mig í þrjá mánuði á meðan öll bein greru. Þessi tími var ekkert svo slæmur í minn- ingunni enda liðu þeir í mor- fínvímu. Svo var mér flogið til Hollands þar sem þurfti að læra að ganga upp á nýtt. Ég komst úr hjólastólnum eftir þrjá mán- uði og lærði svo að ganga upp á nýtt.“ Ári síðar var Jet aftur kom- in aftur til Hawaii. „Mig langaði til að hitta þetta fólk sem hafði skrapað mig upp úr jörðinni og fólkið á spítalanum, allt þetta fólk sem bjargaði lífi mínu. Svo langaði mig til að eyða tíma með vinum mínum á Hawaii og byggja líkamann aftur upp þar. Ég fór að stunda jóga af kappi og yfirgaf ekki Hawaii fyrr en ég var orðin jafn góð og ég hafði verið áður.“ Gylfaflöt 7 112 Reykjavík 587 8700 krumma.is LEIKFÖNGIN FÆRÐU Í KRUMMA HAPE WONDER WALKER GÖNGUVAGN 16.335.- KÍKTU Á VEFVERSLUN KRUMMA.IS Braut flest bein í fallhlífarstökki Hamingjusamari eftir slysið Jet segir slysið vera algjöran vendipunkt í sínu lífi. „Þetta sneri öllu á hvolf og lét mig sjá hlutina í algjörlega nýju ljósi. Allt sem ég hafði trúað á féll um sjálft sig. Ég hafði lifað lífinu til fulls en það var í raun engin tilgangur með því. Ég hafði lifað fyrir sjálfa mig og engan annan, sem margir gera og það er allt í lagi, en eftir slysið langaði mig ekki til þess lengur. Allt í einu langaði mig til að breyta alveg um stefnu og gera eitthvað nýtt. Þetta voru allt mjög velkomnar tilfinn- ingar á þessum tíma í mínu lífi og í raun hef ég verið miklu hamingju- samari eftir slysið. Ég setti aðra hluti í forgang og þá fóru fullt af nýjum ævintýrum af stað. Eins og flestir segja sem komast nálægt dauðanum, þá áttar maður sig á því hvað lífið er dýrmætt. Ég hefði átt að deyja en hér er ég enn og finn ekki einu sinni til verkja.“ Náði sáttum við líkama sinn „Ég áttaði mig líka á því hvað líkaminn er magnað verkfæri. Samband mitt við líkama minn er mun heilbrigðara en þegar ég var í toppformi og á fullu í stökkinu. Því þrátt fyrir að vera í góðu formi þá var ég ekki í neinum tengslum við líkamann. Að líkaminn hafi jafnað sig eftir þetta og meira að segja skapað og komið út úr sér börnum er bara magnað,“ segir Jet sem á í dag tvær dætur þrátt fyrir að hafa verið sagt að hún ætti aldrei eftir að geta átt börn. „Ég á fatabúð og upplifi það oft að konur sem koma til mín eru ekki sáttar við líkama sinn. Flestir dæma líkama sinn allt of hart. Við gleymum því að þakka fyrir líkamann. Konur eiga svo auðvelt með að dæma hvernig þær líta út og ég er þar engin undan- tekning. Ég hafði átt í mjög erfiðu sambandi við minn líkama alveg frá því að ég var ung en það hætti algjörlega við slysið. Ég lærði í fyrsta sinn að bera virðingu fyrir honum og þakka fyrir það í dag.“ Jet Korine segir slysið hafa verið algjöran vendipunkt í sínu lífi. Frá unga aldri hafði hún verið ósátt við líkama sinn en slysið setti hlutina í nýtt samhengi. Í dag þakkar hún fyrir það magnaða verkfæri sem líkaminn er, sama hvernig hann lítur út. Jet segist hafa fengið sinn skammt af fallhlífar- stökki og ætlar aldrei að stökkva aftur. Mynd/Rut Sigurðardóttir Ég sá í fljótu bragði að ég gæti lent á húsþökum, á rafmagnslínum, háum girðingum, í grunnum sjónum þar sem voru kóral- rif eða á hraðbraut- inni. Ég endaði á því að lenda í litlum garði á milli húsa 28 | fréttatíminn | Helgin 22. janúar–24. janúar 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.