Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 22.01.2016, Blaðsíða 78

Fréttatíminn - 22.01.2016, Blaðsíða 78
10 | fréttatíminn | Helgin 22. janúar-24. janúar 2016 auglýsingadeild fréttatímans S. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.isKynningar | Vetrarfjör Unnið í samstarfi við Hlíðarfjall Hlíðarfjall er eitt helsta aðdráttar- afl akureyrar yfir vetrarmánuðina. Bæjarbúar eru heppnir að geta nýtt sér þessa skíðaparadís í jaðri bæjarins og taka glaðir á móti ferða- mönnum sem koma fjölmargir gagngert til þess að njóta útiveru og hollrar hreyfingar í fjallinu. erlendir ferðamenn koma í sífellt meira mæli í Hlíðarfjall og til að mynda var um 30% af skíðaleigu um síðustu jól og áramót til erlendra gesta. Skíðaleiðirnar niður hlíðar fjallsins eru margar og mismunandi og allir geta fundið brekku við sitt hæfi; hvort sem óskað er eftir notalegri ferð þar sem hægt er að njóta útsýn- isins á meðan eða hraðri og brattri sem fær adrenalínið til að þjóta um æðarnar. Brekkurnar eru ekki síðri fyrir iðkendur snjóbretta en skíða og gönguskíðabrautin í Hlíðarfjalli er alltaf jafn vinsæl meðal gönguskíða- fólks. Í Hlíðarfjalli er starfræktur skíða- skóli sem hentar afar vel börnum sem eru að stíga sín fyrstu skref í íþróttinni. guðmundur Karl jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins, segir Skíðaskólann njóta mikilla vinsælda enda nauðsynlegt fyrir byrjendur á skíðum að ná grunntækni til þess að njóta þess að renna sér niður brekk- urnar. „Kennslan í skíðaskólanum fer fram um helgar og einnig á stórum viðburðum svo sem vetrarfríinu og dymbilviku. Kennslan fer fram frá klukkan tíu til tólf og einnig er hægt að vera frá tíu til tvö. Þegar krakk- arnir eru til tvö fá þau pítsu og drykk í hádeginu,“ segir guðmundur og bætir við að öll börn séu velkomin í skíðaskólann, líka þau sem eru vön en vilja skerpa á kunnáttunni. allir krakkar á aldrinum 5-12 ára eiga þess kost að skrá sig í skíðaskólann og er hann getu- og aldursskiptur. guð- mundur segir skólann sívinsælan en nemendur hvern vetur eru að jafnaði um 2500-3000 talsins; enda hlýtur hann að teljast með skemmtilegri skólum landsins! Í ár verður að sjálf- sögðu aukin þjónusta í tengslum við vetrarfríin sem nálgast óðfluga og verða námskeið vikurnar 15.-19. febrúar og 24.-26. febrúar. gott er að forskrá börnin á www.hlidarfjall. is/is/skidaskolinn/skraning til þess að forðast raðir á staðnum. Það er nauðsynlegt að fá hvíld frá brekkunum í dálitla stund og í skíða- skálanum er prýðileg aðstaða til þess að kasta mæðinni, spjalla og fá sér í gogginn. Á veitingastaðnum er hægt að grípa samloku og franskar, ylja sér við matarmikla gúllassúpu eða hrein- lega skella sér á rammíslenskar kótil- ettur og með því. einnig er vinsælt að grípa með sér nesti til þess að gæða sér á úti í fersku loftinu. Það jafnast fátt á við rjóðar kinnar og brosandi andlit eftir ánægju- lega og fjöruga skíðaferð. Velkomin norður! Skíðaparadísin Hlíðarfjall Fjölskylduvænt vetrarfrí og sívinsæll skíðaskóli auk þess sem allir finna brekku við sitt hæfi. Unnið í samstarfi við skíðasvæði Tindastóls Í um 15 km fjarlægð frá Sauðár- króki er skíðasvæðið Tindastóll með brekkur við allra hæfi ásamt göngu- skíðabraut. „Þetta er mjög fjölskylduvænt skíðasvæði,“ segir Viggó jónsson, framkvæmdastjóri skíðasvæðis Tindastóls. Ýmislegt er í boði, jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna. „Við erum með töfrateppi fyrir þau minnstu og svo er svæðið þannig að þú sérð yfir allt svæðið og mjög auð- velt er að fylgjast með þínu fólki.“ eitt aðalsmerki skíðasvæðsins er frábær gönguskíðabraut sem hefur allt sem einkennir góða braut. einn- ig eru þar fjölbreyttar skíðabrautir og mjög gott svæði fyrir brettafólk. Þá er á svæðinu „Crazy roller“ sem er eina tækið sinnar tegundar á Íslandi. „Þetta er í raun bolti sem þú ert ólaður niður í og síðan er þér slakað niður og þú ferð svo hring eftir hring. Þetta er mjög vinsælt og sérstaklega fyrir hópa,“ segir Viggó. Það er ekki eingöngu fólk af nærsvæðinu sem nýtir sér góða aðstöðu Tindastóls, heldur kemur fólk alls staðar að. „Við erum mjög stutt frá reykjavík, styttra en margan grunar. Það eru ekki nema um 3 ½ tími að renna hingað, svo ef þú leggur af stað um 8 þá ertu kominn á skíði í hádeginu,“ segir Viggó. Svæðið er opið alla daga frá klukkan 14-19 og klukkan 11-16 um helgar. Opnunartími getur þó lengst ef þess þykir þurfa, t.d. ef um hópa er að ræða. „Við erum mjög sveigjanlegt skíðasvæði og tilbúnir í allt,“ segir Viggó. Nánari upplýsingar má finna á www.skitindastoll.is Fjölskylduvænt skíðasvæði Frábær gönguskíðabraut, töfrateppi fyrir þau minnstu og brekkur við allra hæfi á skíðasvæðinu Tindastóli. Unnið í samstarfi við Skíðasvæði Ísafjarðar rétt fyrir utan Ísafjarðarbæ eru Dal- irnir tveir, Tungudalur og Seljalands- dalur, skíðasvæði Ísafjarðarbæjar. Sá fyrrnefndi býður upp á fjölbreyttar brekkur, bæði fyrir byrjendur sem og lengra komna, á meðan sá síðar- nefndi geymir gönguskíðasvæðið. „Svæðin eru bæði virkilega aðgengileg og þægilegt fyrir fólk að skjótast þangað, t.d. eftir vinnu. Frá miðbænum tekur þetta ekki nema um sjö mínútur,“ segir Heimir Hans- son skíðaáhugamaður. Hann segir skíðin vera mikið fjölskyldusport þar sem allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. „Sjálfur held ég mig göngu- skíðamegin, á Seljalandsdalnum, sem er alveg frábært svæði. Þar eru fínar brautir fyrir byrjendur og svo bara allt litrófið, upp í keppnis- brautir sem hafa fengið alþjóðlega úttekt. Brautirnar eru upplýstar og því ekkert mál að skíða fram undir miðnætti ef svo ber við. Þetta er mjög heimilislegt hjá okkur, fólk kveikir bara ljósin þegar skyggja fer og svo þegar þeir síðustu yfirgefa svæðið þá slökkva þeir á eftir sér,“ segir Heimir. Skíðaganga er vinsæl hjá yngri kynslóðinni fyrir vestan, en Heimir segist einnig hafa tekið eftir mikilli fjölgun hjá fullorðnum. Hann segir að á Skíðasvæði Ísafjarðarbæjar sé boðið upp á sérstakar æfingar fyrir konur þar sem tugir kvenna hittist og æfi saman. nú séu einnig að fara í gang karlahópar. „Í viðbót við þetta hefur verið boðið upp á sérstök helgarnámskeið á göngu- skíðum, um 2-3 á vetri. Þetta er þá löng helgi þar sem fólk allsstaðar að af landinu kemur til að fá kennslu. Það er eitt nú í byrjun febrúar og mér skilst að um 50 manns eru þegar skráðir,“ segir Heimir. Dalirnir tveir Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi á Skíða- svæði Ísafjarðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.