Fréttatíminn - 29.01.2016, Síða 2
Prestur innflytjenda bendir
á að fjölmörg hjálpar- og
mannúðarsamtök gagnrýni
aðbúnað flóttafólks í Búlg-
aríu.
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
tka@frettatiminn.is
„Mér líður mjög illa með þetta,
ég var að vona að ég fengi að vera
hérna,“ segir Ahmad Algasm Ibra-
himn, 23 ára Sýrlendingur, en Út-
lendingastofnun ákvað í síðustu
viku að senda hann aftur til Búlg-
aríu. Ahmad hefur búið hér í sjö
mánuði en segist hafa verið á göt-
unni í Búlgaríu. Hann hafði vinnu
en fékk engin laun greidd og hafði
því ekkert milli handanna. Hann
hafði lítið að borða og svaf úti eða
í moskum eða í kirkjum, meðan
hann dvaldi í landinu. Þá hrædd-
ist hann að verða fyrir árás glæp-
manna sem herja á flóttafólk.
Ahmed náði að flýja árið 2013
gegnum Tyrkland og til Búlgar-
íu, en á flóttanum tvístraðist fjöl-
skyldan hans en foreldrar hans eru
núna í Tyrklandi. Einnig var hann
hræddur við árásir glæpamanna
sem herja á flóttafólk. Samtökin
Ekki fleiri brottvísanir segja brott-
vísunina hrottalega og hvetja alla
til að mótmæla þessari ákvörðun.
„Ég er hræddur við að fara héðan,
ég vona að þeir hætti við þetta,“
segir hann sjálfur.
Toshiki Toma, prestur innflytj-
enda, segir að meðferð f lótta-
manna í Búlgaríu hafi kallað yfir
sig gagnrýni fjölda hjálparstofn-
ana, þeirra á meðal Amnesty Int-
ernational. Þeir fá hryllilega mót-
töku, vonda málsmeðferð
og jafnvel ef þeir fá hæli
fá þeir nær engan að-
gang að grunnþjón-
ustu ríkisins. Í haust
haf i búlgarskir lög-
reglumenn skotið á hóp
f lóttamanna við tyrk-
nesku landamærin og
drepið afganskan strák.
„Mér finnst þetta mjög
ómannúðlegt, hans
bíður ekkert nema
líf á götunni,“ seg-
ir Toshiki. „Ég get
ekki skilið að það
sé neitt samræmi
í þessu,“ segir
hann og bend-
ir á að annars-
vegar sé verið
að taka á móti
hópi flóttafólks
frá Sýrlandi,
en hinsvegar
að senda ungan
strák sem hefur
verið hér í sjö
mánuði, í óviss-
una í Búlgaríu.
Mér finnst þetta mjög
ómannúðlegt, hans
bíður ekkert nema líf á
götunni.
Toshiki Toma
prestur innflytjendakemur HeILSuNNI í Lag
eIN tafLa á dag SykurLauSar íSLeNSk framLeIðSLa
Útlendingastofnun Sýrlendingur sendur til Búlgaríu
„Ég er hræddur
við að fara héðan“
Leikhús Rithöfundasambandið lætur lögfræðing sinn skoða texta sem voru notaðir í leyfisleysi
Höfundar Njálu fara frjálslega með verk Helgu Kress
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
tka@frettatiminn.is
„Mér var ansi brugðið þegar ég heyrði lesna
upp langa og orðrétta texta úr fræðigreinum
eftir mig,“ segir Helga Kress, prófessor emer-
itus við Háskóla Íslands, aðspurð í stuttu við-
tali. Hún hafði keypt sér miða á forsýningu á
Njálu í Borgarleikhúsinu en í sýningunni er
lesið upp úr verkum hennar án þess að hún
hefði verið beðin um leyfi.
„Ég var mjög spennt að sjá þessa sýningu
sem fyrirfram var látið mikið af sem einni
dýrustu sýningu sem leikhúsið hefur nokkurn
tímann sett á svið, en sjálf hef ég skrifað mikið
um Njálu, þá einkum um konurnar og karni-
valið, og er sagan á mínu rannsóknasviði.“
Njála er samstarfsverkefni Íslenska dans-
flokksins og Borgarleikhússins, leikverkið er
eftir Mikael Torfason og Þorleif Örn Arnars-
son, Þorleifur Örn leikstýrir og Erna Ómars-
dóttir semur dansverkið. „Ég ætlaði ekki að
trúa mínum eigin eyrum, svo að ég fór aftur á
sýninguna nokkrum dögum síðar, þegar mér
tókst að fá miða því að það var alltaf uppselt,
og varð mér þá um leið úti um leikskrá – ekki í
boði hússins. Þar er vísað í tvo texta eftir mig
og sagt að til þeirra sé vitnað í sýningunni,
eins og um tilvitnanir sé að ræða, en þetta er
nú meira en það, tveir kaflar úr viðtali, sem
einhvers konar upptaktur að sýningunni, og
grein sem lesin er upp í heild, sem undirleikur
við kóreógrafíu um örlög Hallgerðar. Textarn-
ir eru mjög vel lesnir, það verður að segjast, en
túlkun þeirra er byggð á misskilningi á mínum
fræðum og eru þeir í engu samræmi við það
sem er að gerast á sviðinu eða við sýninguna
í heild.“
Þar sem textarnir eru notaðir án leyfis telur
Helga það vera brot á höfundalögum. Hún
hefur leitað til Rithöfundasambands Íslands
um faglegt álit. Þetta staðfestir Ragnheiður
Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Rithöfunda-
sambandsins, og að málið sé til skoðunar hjá
lögfræðingi sambandsins.
Ahmad Algasm Ibrahimn er 23 ára Sýrlendingur
sem kom hingað frá Búlgaríu.
Mynd | Rut
Toshiki Toma,
prestur inn-
flytjenda,
gagnrýnir
fjölda hjálpar-
stofnana.
Eitt aðalágreiningsefnið er grein Helgu
Kress sem nefnist Hár Hallgerðar, en í
leikritinu er greinin lesin í heild.
Kópavogur Blindir telja á sér brotið
Blindrafélagið
stefnir Kópavogsbæ
Blindrafélagið hefur ítrekað
sent lögfræðing á bæinn.
Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir
salka@frettatiminn.is
Blindrafélagið ætlar að stefna Kópa-
vogsbæ vegna ófullnægjandi þjónustu
bæjarins við blinda og sjónskerta ein-
staklinga.
Eins og staðan er nú verða blind-
ir og sjónskertir að nýta sér ferða-
þjónustu fatlaðra í stað sérsniðinnar
leigubílaþjónustu sem Garðabær og
Reykjavík veita. Kristinn Halldór Ein-
arsson, framkvæmdastjóri Blindra-
félagsins, segir félagið ítrekað hafa
sent kröfu í gegnum lögfræðing sinn
um að þörfum tveggja skjólstæðinga
félagsins verði mætt, en Kópavogsbær
hafi ekki orðið við því. Í stað þess hafi
bærinn bent á skólaakstur bæjarins
og ferðaþjónustu fatlaðra.
Iva Marín Adrichem er ein þeirra
einstaklinga sem telur á sér brotið.
„Garðabær býður upp á ferðaþjón-
ustu sem er sniðin að mínum ferðum.
Ég nýti mér þá leigubílaþjónustu sem
Blindrafélagið samdi um við Hreyf-
il og borga fyrir þjónustuna upp-
hæð sem nemur almennu fargjaldi
í strætó. Sveitarfélagið niðurgreiðir
svo restina.“ Þegar fjölskylda hennar
flutti í Kópavog komst hún svo að því
að Kópavogur býður einfaldlega ekki
upp á þessa þjónustu, því sveitarfé-
lagið skrifaði á sínum tíma ekki undir
samning við Blindrafélagið um leigu-
bílaþjónustu fyrir blinda.
Nú verður Iva Marín því að nýta
sér ferðaþjónustu fatlaðra, sem panta
verður með sólarhrings fyrirvara.
Þjónustan virkar þannig að oft er fólk
í bílnum fyrir sem líka á að skutla á
marga mismunandi staði. „Það er
því ekki í boði fyrir mig að fara ferða
minna fyrirvaralaust, sem skerðir lífs-
gæði mín verulega.“
Sigríður Björg Tómasdóttir, upp-
lýsingafulltrúi Kópavogsbæjar, seg-
ir engin áform uppi um að breyta
þjónustu við blinda og sjónskerta, en
Kópavogsbæ sé kunnugt um að ferða-
þjónusta fatlaðra sé ekki með sama
hætti í bænum og í nágrannasveitar-
félögunum.
Blindir og sjónskertir einstaklingar fá ekki ferðaþjónustu
sniðna að sínum þörfum í Kópavogsbæ.
2 | fréttatíminn | Helgin 29. Janúar-31. Janúar 2015